Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 3
Fjölbrautaskóli Suðurnesja var formlega stofnaður 10. september 1976 og er því 10 ára um þessar mundir. Stofnun skólans var sam- starfsverkefni sveitarfélaganna sjö á Suðurnesjum, sem eru rekstraraðilar skólans til helm- ings á móts við ríkisvaldið. Haust- ið 1976 þegar skólinn tók til starfa fékk hann undir starfsemi sína Iðnskólahúsið í Keflavík, en Iðn- skólinn var þá sameinaður Fjöl- brautaskólanum. Hefur starfsemi skólans verið í því húsnæði síðan. Skólameistari var frá upphafi og til vors 1985 eða í 9 ár, Jón Böðv- arsson. Aðstoðarskólameistari hefur ffá upphafi verið Ingólfur Halldórsson, en hann gegndi stöðu skólameistara á vorönn 1985 í leyfi Jóns Böðvarssonar. í júní 1985 var svo Hjálmar Árna- son settur skólameistari til eins árs, en skipaður til þess embættis í apríllok 1986. Frá upphafi hefur starfsemi skólans verið að þenjast út og nemendafjöldi vaxið frá ári til árs, auk þess sem fjölbreytni í starfi hefur aukist. í upphafi voru nem- endur á annað hundrað og náms- framboð hefðbundið, þ.e. al- mennt iðnnám og bóknám í dags- skóla, auk flugliðabrautar, en Fjölbrautaskóli Suðurnesja er eini skóli landsins sem rétt hefur til að útskrifa flugmenn með atvinnu- flugmannsréttindi. Árið 1978 fékkst svo leyfi fyrir starfrækslu öldungadeildar, sú fyrsta utan Reykjavíkur og var það mikið framfaraskref. Öldungadeildin hefur frá fyrstu tíð verið vinsæl meðal Suðurnesjamanna og opn- aði hún mörgum nýja möguleika, sem menntast vildu frekar, en áttu óhægt um vik að setjast á al- mennan skólabekk í dagsskóla vegna vinnu og fjölskyldu. Starf- semi skólans hélt áfram að hlaða utan á sig og áff am var haldið á braut nýbreytni. Sem dæmi um nýbreytni má nefna námsflokka sem tóku til starfa haustið 1984 í samstarfi við verkalýðsfélögin á staðnum og nutu þeir strax vin- sælda, einnig má nefna réttinda- nám ýmis konar svo sem réttinda- nám bifvélavirkja, vélstjóra og skipstjómarmanna auk meistara- skóla. Fjölbrautaskóli Suðumesja var einn fyrsti skólinn utan Reykjavíkur sem öðlaðist rétt til að bjóða upp á slíkt réttindanám. Skólaárið 1985 til ’86 var starf- semi skólans orðin mjög umfangs- mikil og nálguðust virkir nem- endur töluna 1000. Haustið 1986 lítur þó út fyrir að ætla að verða metár í sögu skólans, því að þegar Útskriftarncmcndur vorið 1985 við Útskúlakirkju. Þetta varfyrsta útskriftarathöfn Hjálmars Ámasonar í forföllum Ingólfs Halldórssonar. Verknámshúsið að Iðavöllum 3 Keflavík. F0RSÍÐA Skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá upphafi þeir Jón Böðvarsson og Hjálmar Arnason. A myndina vantar Ingólf Halldórsson aðst. skólameistara sem gegndi stöðu skólameistara á vorönn 1985. FAXI 207

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.