Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 18

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 18
Matthías Hallmannsson Örbyrgð en ekki auður Það var oft hart á dalnum á ár- unum ’30—’40, á kreppuárunum svokölluðu. Maður reyndi ýmsar leiðir, en flest gaf það litla eða enga raun. Haustið 1931 lét ég í félagi við annan mann smíða trillubát 2'A tonn. Það endaði með því að félagi minn seldi bátinn, án þess að láta mig vita, fyrir hálft verð af því sem hann kostaði nýr. Svo fór um sjó- ferð þá. Og þá var að reyna eitthvað nýtt. Ég hafði gert eitthvað að því að gera við gúmmístígvél fyrir kunn- ingjana, en aldrei kom greiðsla fyrir, enda aldrei krafist greiðslu. Og þá var að taka auglýsinga- tæknina í sína þjónustu, og á vegg í búðinni hjá Sveini Magnússyni, var einn morgun komin auglýsing Veitið athygli! Tfek að mér hvers konar við- gerðir í gúmmí- skófatnaði. Vönduð vinna og ódýr. Undirskrift Strax daginn eftir, fóru að berast verkefni, og að kveldi fyrsta dag- inn, var komið í fullan kassa. Þá setti ég stopparann á. Nú tók ég til, og vann eins og bersekur fram á kveld. Ég hafði búið til spólu- rokk, sem kallaður var, úr gömlu hjólhesta-stelli og jók það stórum afköstin. Kom svo nú að því að fólk fór að sækja, það sem það hafði lagt inn til viðgerðar. En þá kom babb í bátinn. Fyrsti við- skiptavinurinn sem kom var kona, sem átti hjá mér tvö pör af bamastígvélum sem ég sólaði, og lét auk þess 8 bætur, sumar nokk- uð stórar. En verðið sem ég setti upp var þetta: Fyrir sólningu 2 kr. á parið, og 25 aura fyrir litlar bæt- ur, en 50 aura fyrir stærri bætur, en nú voru þessar bætur allar í stærri flokknum þess vegna reiknaði ég konunni að borga 8 kr. fyrir þetta. Henni þótti þetta of dýrt, en spurði mig um leið, hvort ég vildi lána sér þetta fram yfir nýár. Ég sagði henni að þetta verð væri miðað við staðgreiðslu, en auðvitað lét ég þetta af hendi við konuna, en hvaða nýár hún hefur haft í huga veit ég ekki, nema það nýár er ekki komið enn, og kemur varla héðan af. Ég vil taka það fram að þessi kona og hennar maður vom ekki neinir fátækling- Atvinna í boöi Lausar stöður Nokkrar stööur lögreglumanna eru laus- ar til umsóknar. Umsóknareyöublöð íást hjá yfirlögreglu- þjónum og lögreglustjórum um land allt. Umsóknir ásamt tUskyldum fylgiskjölum skulu hafa borist skrifstofu minni eigi síðar en 15. september nk. 20. dgúst 1986 Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli ar, síður en svo. Er svo ekki að orðlengja það, að þetta fór út um þúfur. Eg lauk því sem mér barst, fyrstu vikuna, og var öll upphæð- in frá mér 93,50, af því fékk ég borgaðar 27,50, það var ekki fyrir lími og bótum, hvað þá meir, það mætti kalla þetta tilraun nr. 2. En nú vendi ég mínu kvæði í kross, og sný mér að sjónum. Það bar til tíðinda haustið 1931 að nokkrir menn, með Kristinn Árnason í fararbroddi, tóku á leigu TFausta frá ,,Gerðum“ 12 tonna bát sem þeir Gerðafeðgar áttu. 'IVausti var fræg fleyta á sinni tíð, þegar ,,Marían“ málið var í sviðsljósinu. Að vertíðarlok- um 1932 var 'IVausti útbúinn á skötulóð eða haukalóð, og var Finnbogi Guðmundsson skip- stjóri. Það endaði allt í skötulíki sem kallað er, eftir viku voru veið- arfærin að mestu töpuð, af 600 krókum voru 200 eftir, og þá bauð Finnbogi okkur 3. bátinn á leigu, með þeim lóðum sem eftir voru, og olíu sem á tönkum var. Leigusamningur var gerður og engin leiga greidd, enda var af litlu að taka, þó úthaldið væri mun betra en hjá Finnboga. Við náðum að sníkja 400 króka, gamla og ryðgaða, sem við hreins- uðum svo þeir urðu sem nýir. TVö bjóð af línu gátum við náð í, á hana urðum við að veiða í beitu á skötulóðina. Nú var úthaldið orð- ið allgott, 600 krókar og færi og belgir tilsvarandi, og var nú hald- ið úr höfn, en áður fórum við til verkstjórans hjá Haraldi Böðvars- syni, og báðum hann að gefa okk- ur eina eða tvær pönnur af fros- inni síld. Þessi maður hét Björn Hallgrímsson, hann kvað það vel- komið, en við ættum að koma með poka undir hana, því hún væri sundurlaus. Björn var ágæt- ur og virtist skilja vel þessa til- raun okkar til sjálfsbjargar. Um hádegisbilið á laugardegi lögðum við af stað. Við vorum mátulega hjátrúarfullir og treystum á laug- ardaginn til lukku. Eftir klukkutíma ferð, lögðum við 2 bjóð sem við ætluðum að fiska á í beitu á skötulóðina, og eftir tvo tíma drógum við þau. Og þá brá okkur í brún, það mátti heita fiskur á hverju járni á fyrra bjóðinu, en mun tregara á því seinna. En rúmlega 200 fiskar voru á bæði bjóðin, af þorski og eitthvað af öðru dóti svo nóg var af beitu. Ekki höfðum við látið salt í lest- ina, og einn hnífur var um borð, og ekki þesslegur að fletja mætti með honum fisk. Nú var stímað 1 klst. í vestur, þar lögðum við 400 króka. Á meðan línan lá gerðum við að fiskinum sem við fengum. Við létum skötulóðina liggja í 10 klst. Heldur var nú dauft yfir, þegar við fórum að draga, á fyrsta stubbinn fengum við fáeinar sköt- ur og eina litla lúðu 40-50 pund, en öllu líflegra var yfir næsta stubb, og er ekki að orðlengja það, á alla stubbana fengum við 9 lúð- ur og 30-40 skötur sumar mjög stórar. Ég verð að segja að það lifn- aði yfir okkur, en nú kom upp vandamál. Hvað eigum við að gera við þennan feng? Með sköt- una var allt í lagi en lúðan var mikið vandamál. Við urðum ásátt- ir með það að beita skötulóðuna og leggja 1 kast, þessa 400 króka. Síðan ákváðum við að fara til Sandgerðis, og reyna að selja lúð- una þar, einnig fórum við með þorskinn og komum honum í salt. Ég hef ekki munað eftir því að geta þess hverjir þessir 3 menn voru, fyrsta skal telja Agúst Snæ- bjömsson og Þorstein Þórðarson og loks mig, sem segi frá þessu eftir 53 ár. Ágúst var skipstjóri, Þorsteinn var vélstjóri og ég var kokkur. Báðir urðu þeir þekktir skipstjórar og aflamenn Ágúst og Þorsteinn, en þeir eru báðir látnir. Þegar til Sandgerðis kom, hitt- um við Björn Hallgrímsson, hann sagðist ekki hafa heimild til að kaupa af okkur lúðuna, en ég skal lofa ykkur að láta hana inn í klef- ann þar helst hún óskemmd nokkuð lengi. Við vomm sárfegn- ir þessu boði Bjöms og fannst okkur nú rætast úr erfiðleikunum í bili. Ekki man ég hvaðan við fengum þá frétt, að góð lúðumið væm við svonefndar Hvalseyjar, í 222 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.