Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 25

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 25
Pétur Lárusson f. 23. mars 1892, d. 4. maí 1986. Ef menn gefa sér tíma til að líta til baka yfir nokkur ár, nokkra áratugi að ekki sé talað um öld, fer ekki hjá því, að ljósar verða þær miklu breytingar á lífsháttum manna og lífsviðhorfum, sem orð- ið hafa, ekki sýst nú um sinn, frá því sem áður var tíðkað, enda eru þær eins og hver önnur söguleg staðreynd. Oft er þessvegna talað um hreina byltingu í þessu sam- bandi. Með 20. öldinni fæðast nýir tím- ar. Þúsund ára lífshættir eru sum- ir horfnir, sem þrjátíu kynslóðir höfðu þó búið við, og nýir komið í staðinn. Ttekni, óþekkt á íslandi frá upphafi og til síðustu alda- móta, ryður sér til rúms um ís- land allt. Húsakostur og híbýla er endurnýjaður, ræktun jarðar og búpenings tekur risastökk, að ekki sé talað um vettvanginn utan ijöruborðs, skipaflotann, sem áð- ur var að mestu opin róðrarskip, en er nú búinn stórskipum sem fær eru í flestan sjó ef svo vill verkast um hvaða heimshaf sem er. Iðnaður og hverskonar tækja- búnaður svo fjölbreytilegur að ný- smíðar tungunnar hafa ekki við að gefa viðhlítandi nöfn. Af öflu þessu hefur leitt almenna vel- megnun þjóðarinnar, hvað sem úrtölum og barlómi líður. Að sjálf- sögðu þarf öllum nýjum íslend- ingum að verða þetta ljóst eigi síð- ar en þeim sprettur grön, hinir ættu þegar að vita það og viður- kenna. Og þegar vel liggur á fólk- inu, þ.e. þjóðinni, þágrunarhana líka, að óvíða eða jafnvel hvergi í heiminum hafi átt sér stað stór- felldari bylting á jafnskömmum tíma og á Islandi, hljóðlát bylting, sem aldrei verður nefnd í sögu mannkynsins, en er þó staðreynd hinum fámenna hópi, bylting frá örbirgð og úrræðaleysi, til sæmi- legrabjargálna. , ,Vér ísland börn, vér erum vart of kát...“ sagði eitt af þeim ágætu þjóðskáldum sem lifðu síðustu aldamót, um leið og það kvaddi til sóknar á nýrri öld. Þjóðin tók undir. Hin hlýju og traustu handtök fjölda manna víðsvegar um landið voru hljómbotninn, sem gaf tón- inum færi á að lyfta sér, hlý og traust handtök fylgdu sókninni áfram fram á þennan dag, hljóðlát staðreynd eins og afl straumsins. Einn úr fjöldanum var Pétur. Pétur Lárusson fæddist 23. mars 1892 að Skarði við Sauðár- krók. Foreldrar hans voru Lárus Stefánsson bóndi þar og kona hans Sigríður Björg Sveinsdóttir. Þau eignuðust 12 börn, sem flest komust til fullorðinsára, og var Pétur 3. í röðinni. Pétur vann á búi foreldra sinna fram yfir tví- tugsaldur, en auk þess stundaði hann vinnu inni á Sauðárkróki og víðar, eins og bræður hans og systur, því ekki veitti af í svo stóru heimili. Honum lærðist því snemma að meta gildi og þýðingu vinnunnar, iðjumaður alla tíð. 22. maí 1926 gekk Pétur að eiga unnustu sína, mikla skapfestu- konu, Kristínu Danivalsdóttur frá Litla-Vatnsskarði. Hún er fædd 3. maí 1905, og lifir nú mann sinn eftir langa og farsæla sambúð. Árið sem þau giftust hófu þau búskap á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, og ári síðar íluttu þau að Steini í sömu sveit, þar sem þau bjuggu til 1946. Þessi ár voru býsna erfið til búskapar eins og raunin hafði oft orðið áður, heimskreppa og verðfall á búsaf- urðum hjálpuðust að. Þó búnaðist þeim hjónum vel, byggðu upp og bættujörðinaeftir föngum. Hygg- indi, sparsemi og nýtni greiddi þeim förina yfir hvem hjallann af öðrum, enda bæði traust og ábyggileg. Síðasta árið sem þau bjuggu, kom reiðarslagið, þá urðu þau að fella mestallan bústofn sinn vegna mæðiveikinnar sem fór eins og eyðandi eldur um sauðfjárbyggðir landsins. Var þá ekki um annað að ræða en hefjast handa á nýjum slóðum, leita fyrir sér um nýtt landnám, þreyta Drangeyjarsundið, eins og margir fleiri urðu að gera sem fluttu úr dreifbýli á Faxaflóasvæðið og Suðurnesin hér á árunum. Tinda- stóll, Drangey og önnur djásn Skagafjarðar hlutu að verða að baki. Þau fluttust með fjölskyldu sína til Keflavíkur haustið 1946, og byggðin við Faxaflóa tók þeim opnum örmum. Eftir rúmlega ársdvöl hafði Pétur lokið við að reisa vandað tveggja hæða íbúðar- hús á Sólvallagötu 32 í Keflavík, þar sem þau hjón bjuggu síðan, þar til nú fyrir sl. áramót að þau fluttu í íbúðir fyrir aldraða á Suð- urgötu 15 í Keflavík. Börn þeirra fæddust öll fyrir norðan. Þau eru: Hilmar f. 1926, bæjarfulltrúi og fasteignasali, kvæntur Ásdísi Jónsdóttur, Jóhann, f. 1928, hafnsögumaður, kvæntur Ingi- björgu Elíasdóttur. Kristján, f. 1930, deildarstjóri í tollinum á Keflavíkurflugvelli, sambýliskona Ríkey Lúðvíksdótt- ir. Þau eru öll búsett í Keflavík. Páll, fiskiðnfræðingur f. 1940, kvæntur Hallveigu Gunnarsdótt- ur þau eru búsett í Canada. Unnur, læknir, fædd 1943, maður hennar er Snorri Þorgrímsson læknir, þau búa í Washington. Starfssaga Péturs Lárussonar eftir að hann flutti suður er tví- þætt. Þessi þrekmikli og hrausti maður hafði alla tíð verið hneigð- ur til smíða. Tók hann því upp störf við skipasmíðar, fyrst í Dráttarbraut Keflavíkur, og síðar Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Á báðum þessum stöðum vann hann sér fljótt hylli samverka- manna og yfirmanna fyrir afköst og verkhyggni, enda þótti þeim verkum vel borgið sem í hlut hans komu. Upp úr 1950 skipti hann um starf, tók þá að sér að sjá um endurbætur og breytingar á elsta skólahúsi bæjarins (byggðu 1911). Upp úr því var hann ráðinn skóla- umsjónarmaður í þessum skóla, og því starfi gegndi hann þar til fyrir fáum árum. Naut hann sér- stakrar hylli bæði kennara og nemenda fyrir stjórnsemi og lip-, urð; mun hann líka hafa litið á stofnunina á vissan hátt sem sinn búgarð, þar sem allt viðhald utan húss sem innan, auk daglegrar umgengni skyldi bera því vitni, að í forsvari væri hirðumaður en ekki slóði. Haft er eftir kennurum að líklega muni fáir fara í föt Pét- urs í þessum efnum. Pétur átti líka því láni að fagna að ljúka sín- um verkum hver sem þau voru hverju sinni, án áfalla og með sóma. Þótt starfsdagar Péturs væru orðnir margir þegar yfir lauk, og hver og einn jafnan fullskipaður, virtist þessi þrekmaður ekki þreyttur að kvöldi æfinnar, held- ur fagnaði hann lífinu, þróun og framförum með þjóðinni öll árin sem hann lifði, glaður á yfirbragð, fríður sýnum, ræðinn og félags- lyndur. Hann var framsóknar- maður frá stofnun þess flokks og studdi hann alla tíð, bóndi, ófag- lærður starfsmaður á hinum al- menna vettvangi. Hann var mað- ur hinna hlýju, traustu handtaka, sem öldin hefur lifað á. Þegar Pétur var rúmlega tvítug- ur braust hann eitt sinn um hávet- ur vestur yfir fjallakragann vestur af Tindastóli áleiðis að Litla- Vatnsskarði að vitja drottningar- efnis síns, sem hann naut síðan alla æfi og virti af verðleikum. í þessari ferð lenti hann í fang- brögðum við norðlenska stórhríð inni á öræfunum, illvíga og misk- unnarlausa. Hann lá úti í tvo eða þrjá sólarhringa, villtur, skíða- laus og skólaus síðast. Náði á áfangastað að lokum og ekki mik- ið kalinn. Af þessari ferð er nokk- uð sagt í einum þættinum í , .Göngum og réttum“, en þar er lýst öræfagöngum sem margur ís- lendingurinn hefur orðið að þreyta á umliðnum árum eða öld- um í leit að lífsbjörg, eða lífsfyll- ingu, manna sem ekki, ,urðu úti“, heldur náðu settu marki, náðu heim og sigruðu. Valtýr Guðjónsson. FAXI 229

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.