Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 33

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 33
milli þeirra, sem síðar komu og hinna, sem fyrst námu land- svæði. Þá er það og sérstætt með hve skjótum hætti landið má heita fullnumið, svo víðlent sem það er og torsótt yfirferðar. Þetta á auð- vitað sína höfuðorsakir í því, hvemig stjómmálaþróunin var þá í Noregi og öðrum Norðurlönd- um, og á norðanverðum Bret- landseyjum, svo og í hinu að vik- ingaöldin var að syngja sitt síð- asta, svo að gamlir víkingar hafa ugglaust séð sitt óvænna og leitað ömggs hælis hér á landi. En þetta, hversu landið byggðist á skömmum tíma, er síðan höfuð- orsökin til þess, hversu fljótlega stofnast hér íslensk þjóðarvitund, með skipulögðu þjóðveldi og lög- gjafarsamkundu. — Alþingi, löngu á undan því sem annars- staðar gerðist. Og forfeður okkar gerðu sér það jafnframt ljóst, að það var ekki nóg að koma skipulagi á sam- skipti allra landsmanna, með sameiginlegri löggjöf, heldur var brýn nauðsyn, að nágrannar bindust sérstökum böndum til úr- lausnar vandamála hvers héraðs. Skipulag hreppa og hreppstjórn- armála bar fljótlega af öllu, sem 17.júní 1986. Þad var óvcnjugódþátt- taka heimamatma í hátiðarhöldun- um, enda veður gott og margt um að vera í Skníðgarðinum í Keflavík. Hér hlýðir margt manna á Tómas Tómas- son flytja hátíðarrœðuna. Mynd J.T. Föstudaginn 18. júlí s.l. var Hótel Kristína að Holtsgötu 49 í Njarðvík formlega tekið í notkun. Eigendurnir, Steindór Sigurðsson og kona hans Kristín Stefánsdótt- ir, buðu þá framámönnum bæjar- ins, ferðaáhugafólki, blaðamönn- um og byggingaiðnaðarmönnum að skoða húsakynni, gestamót- töku og þjónustuaðstöðu hótels- ins og veittu gestum góðar veiting- ar að hætti slíkra tilefna. Steindór er Skagfirðingur að ætt — frá Fitjum í Lýtingsstaðahreppi. Fimmtán ára fór hann á vertíð í Innri-Njarðvík. Þar hefur honum litist ljúft að lifa, enda famast vel. Heimasætan Kristín í Njarðvík hefur verið hluthafi í farsæld þeirra. Hann hóf bifreiðaútgerð fyrir 16 árum og hefur nú sérleyf- ið Grindavík, Njarðvík og Kefla- vík. Hann annast einnig skóla- og hópferðaakstur til lengri og styttri ferða. Bifreiðaeign hans er nú 6 bifreiðir. Það fór ekki hjá því að glöggur maður í þessari þjónustu- HótelKristma Hótel Kristina hefurgóða lóð ogstœkkunar möguleika. íhúsinu er einnigskrif- stofa Steindórs og bifreiðaafgreiðsla hans. grein kæmi fljótlega auga á hótel- skort hér á Suðurnesjum. Um árabil hefur hugur hans verið að þróast til þeirrar framkvæmdar er nú hefur verið tekin í notkun — Hótel Kristína — 10 tveggjamanna herbergi, til að byrja með en hug- ur hans stefnir að verulegri stækkun. Tíminn verður að leiða í ljós hver þörfin verður — en manni virðist að þessar tvær at- vinnugreinar Steindórs geti átt góða samleið, ef vel er á spilum haldið og Steindór hefur sýnt hag- sýni og dugnað. Auk 10 herbergja er þarna góður borðsalur sem rúmar um 70 manns. Þar má halda minni fundi og samkvæmi. Gestamóttakan er ágætlega vinaleg og yfir afgreiðsluborðinu trónir virðulegur tímamælir sem upplýsir gesti um hvað klukkan er í ýmsum stórborgum heims. Njarðvíkingar mega vera stoltir af framtaki Steindórs. Steindór Sigurðsson og Kristín Stefánsdóttir hóteleigendur, Ingibjörg Salome Danivalsdóttir, móðir Kristínar og hótelstýran IngibjörgSalome Steindórsdótt- ir, dóttir Kristínar og Steindórs. Það er þó vœntanlega bráðabirgðastarfþví að Ingibjörg hyggur á frekara nám. Fjórir frammámenn á góðri vígslustund. Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Ellert Skúlason, verktaki, Albert K. Sanders, bœjarstjóri og séra Þorvaldur Karl Helgason. Myndir: J.T. FAXI 237

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.