Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 27

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 27
Ljósm. Heimir Stígsson. Póst- og símamálci- stjóri, Jón Skúlason, tók fyrstu skóflu- stunguna ad nýbygg- ingu PÖsts og síma. Að baki hans stend- ur Bragi Kristjáns- son forstjóri, aðrir frá vinstri Þórhallur Gudjónsson, verk- taki, Þorgeir K. Þor- geirsson forstjóri, Ólafur Tómasson, sem tók viö stööu Jóns Skúlasonar 1. sept., Guömundur Bjömsson vara póst- og sfmamálastjóri, Kristján Helgason, umdœmisstjóri í um- dœmi I, Björgvin Lúthersson, stöövar- stjóri Pósts- og sfma í Keflavfk og Baldur Tbitsson, yfirdeildar- stjóri fasteignadeilda Pósts- og sfma. Nýtt Póst- Og símahús íKefla- vík — Njarðvik Björgvin Lúthers- son og Jón A. Skúlason horfa björtum auguni til stórbyggingar framkvœmda í fœdingarbœ Jóns. Björgvin stöðvarstjóri, í miðið, hefur boðið Vilhjálmi Ketilssyni bœjarstjóra Kefla- víkur að skera fyrstu sneiðina af girnilegri tertu. Oddur Einarsson, bœjarstjóri í Njarðvtk, lengst til vinstri horfir með velþóknun á virðingu veitta Vilhjálmi — vœnt- anlega vottur um gott samstarf þeirra á valdastóli. Létt er líka yfir borgeiri K. Por- geirssyni, forstjóra og Kristjáni Helgasyni, umdœmisstjóra sem býr sig undir að taka við hnífnum afVilhjálmi. Ljósm. Heimir. Við mörk Njarðvíkur og Keflavíkur að Hafnargötu 89 er hafin bygging á nýju Póst- óg símahúsi. Jón Skúlason, póst- og síma- málastjóri tók fyrstu skóflu- stungu að því verki föstudag- inn 15. ágúst að viðstöddum báðum bæjarstjórum og fleiri fulltrúum byggðarlaganna. Auk Jóns voru viðstaddir ffá stofnuninni Ólafur Tómasson, sem tók við stöðu póst- og símamálastjóra 1. september s.l. og vara póst- og símamála- stjóri Guðmundur Bjömsson, Kristján Helgason, umdæmis- stjóri í umdæmi 1, og forstjór- arnir Bragi Kristjánsson og Þorgeir K. Þorgeirsson og Baldur Teitsson, yfirdeildar- stjóri fasteignadeildar Pósts- og síma, en hann mun hafa yfirumsjón með byggingu hússins. Þá var Þórhallur Guð- jónsson, fulltrúi verktakans viðstaddur. Nokkrir verktakar gerðu tilboð í byggingu húss- ins. Lægsta tilboðið var frá Þórhalli og Sveini s.f. í Kefla- vík kr. 18.117.141.- Áætlað kostnaðarverð var kr. 21.283.897,- í samningnum er gert ráð fyrir að lokið verði við gmnn hússins ekki síðar en 15. nóv. n.k. og að gera húsið sjálft fok- helt, glerja og mála það að utan fyrir 31. ágúst 1987. Allt starfslið Pósts- og síma í Keflavík var viðstatt athöfn- ina. Póst- og símamálastjóri Jón Skúlason og Björgvin Lúthersson, stöðvarstjóri Pósts- og síma í Keflavík, fluttu stutt ávarp á staðnum. Að því loknu var boðið til kaffi- veitinga á Glóðinni. Við kaffi- borðið tóku bæði Jón Skúla- son og Björgvin Lúthersson aftur til máls. Ólafur Tómasson, sem tók við póst- og símamálastjórastöðu Jóns Skúlasonar 1. sept. s.L, Jón Skúlason í miðju og hœgra megin er Guðmundur Björnsson, vara póst- og sfmamálastjóri. Mynd J.T. Flest starfsfólk Pósts- og sfma f Keflavfk gat verið iiðstatt fyrstu skóflustunguna Of mœtt við kafftborðhald er póst- og sfmamálastjóri bauð til á Glóðinni. Forystuliðið er f bakgrunn. Mynd J.T. FAXI 231

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.