Faxi - 01.04.1989, Side 23
Vid húsabmtin á Vegamótum. Þar sem Kristján A. Jónsson og Njáll Benediktsson Hér sér ypr Úskálasíkid og heim að Útskálakirkju.
standa var áður vegurinn út að Útskálakirkju.
ólfur 5 ára. Þar eru einnig Þorleif
Halldórsdóttir vinnukona 19 ára,
Ólafur Gíslason vinnumaður 18
ára, Þórður Tbitsson sjómaður 50
ára og Sigurður Filippusson sjó-
maður 30 ára.
Þá höldum við í vestur og komum
að grasbýlinu Suður-Gerðar, sem er
eignaijörð. Þar býr Sveinn Magnús-
son sjómaður og smiður 55 ára og
kona hans Eyvör Snorradóttir 54
ára, börn þeirra eru Theodóra 15
ára, Guðmundur 12 ára og Þorgrím-
ur 11 ára. Einnig eru þar Guðlaug
Illugadóttir vinnukona 17 ára, Hall-
dór Stefánsson sjómaður 59 ára og
Vigdi's Tómasdóttir saumakona 32
ára.
Næst höldum við í norð-austur og
komum að Norður-Gerðum, sem er
eignaijörð, 1/3 úr Gerðalandi. Þar
býr ekkjan Guðrún Þórarinsdóttir
76 ára og stundar hún sjávarútveg.
Aðrir á bænum eru Eyjólfur Am-
bjömsson vinnumaður 39 ára, Guð-
rún Magnúsdóttir vinnukona 37
ára, Halldóra Bjömsdóttir vinnu-
kona 35 ára, Sæmundur Agúst
Sæmundsson tökubam 6 ára,
Magnús Jónsson sjómaður 28 ára,
Friðrik Hansson sjómaður 24 ára,
Eyjólfur Þorsteinsson lausamaður
27 ára og Sveinn Bjamason lausa-
maður 26 ára. Það má geta þess að
Ami Ámason keypti Norður-Gerða
af Guðrúnu Þórarinsdóttur. Árið
1980-býr Ámi Ámason þá 23 ára og
kona hans Guðrún Ingjaldsdóttir þá
26 ára í Hrúðunesi í Leirn. Þá em
þau búin að eignast son, Þorstein
sem er 5 ára. Þorsteinn varð síðar
duglegur húsasmiður með fleiru,
hann bjó lengst af í Keflavík og er
kominn frá honum merkur ætt-
stofh.
Þá komum við að tómthúsbýli hjá
Norður-Gerðum. Þar býr Þorsteinn
Amason snikkari og sjómaður, 34
ára og kona hans Ólöf Sveinsdóttir
34 ára, einnig Sigríður Guðmunds-
dóttir vinnukona 26 ára, Sigmund-
ur Sveinsson vinnumaður 20 ára,
Sveinn Þorsteinsson vinnumaður
36 ára og Jón Ásmundsson sjó-
maður 25 ára.
Við höldum áfram í norð-austur
niður á sjávarkampinn og út eftir
honum. Þar komum við að býlinu
Gerðabakka, sem er tómthús en þar
em kartöflugarðar og fólkið þar lifir
af sjávarafla. Þar búa Geir Guð-
mundsson sjómaður 46 ára og kona
hans Ingunn Vigfúsdóttir 29 ára,
einnig Jakob Sigurðsson sjómaður
35 ára, Guðrún Jósefma Sæmunds-
dóttir vinnukona 31 árs, Guðjón
Jónsson tökubarn 1 árs, Kristín
Guðmimdsdóttir húskona 36 ára og
Salome Ingibjörg Magnúsdóttir 10
ára dóttir Kristínar.
Nú höldum við áffam út bakka og
komum að þéttbýliskjama sem stóð
á sjávarkampinum fýrir neðan Út-
skálasíki í landi Útskála. Þar vom
fjórir bæir sem allir hétu sémöfh-
um, en vom kallaðir í Görðunum.
Úr fjörunni neðan við Útskála. I’ar sem (jaran er nú var áður fyrr allt grasi gróið.
Úr rústum fyrsta skólahússins t Garði. Þetta hús lét séra Sigurður Sfvertssen hyggja 1873. Það reyndist sfðan hvorki halda
vindi né vatni og var skólinn fljótlega fluttur annað.
FAXI 139