Faxi - 01.04.1989, Qupperneq 26
Eyjólfur Guðjónsson
Minningarorð flutt 22. apríl 1989 í Keflavíkurkirkju
Hvaö þýöir boðskapur pásk-
anna: Kristur er upprisinn? Upp-
risa Krists gefur til kynna að lífið
hefur eilífðargildi. Hvar sem það
er sært, vanhelgað eða réttur
manna fyrir borð borinn, taka
menn sér stöðu með lífinu með því
að játa: Kristur er upprisinn.
Þessi orð merkja einnig að dauð-
inn er sigraður í hvaða mynd sem
hann birtist. Lífið hefursigur, lífið
með Guði, það líf sem nær út fyrir
gröf og dauða. Kristur lætur eilíft
ljós skína inn í dimmu dauðans,
rétt eins og vorsólin hrekur burt
skammdegismyrkrið.
í einum páskasálminum segir á
þessa leið:
,,Ég þakka, Jesús, þcr,
ad þú hefur gefið mér
þá von, sem vetrí breytir
í vor, er scelu heitir.
Þvi linnir lof mitt eigi
á lifsins sigurdegi.
Burt synd og hjartasorg!
Ég sé Guðs fridarborg
og lífsins lindir streyma,
þar lífid sjálft á heima.
Þvi linnir lof mitt eigi
á lifsins sigurdegi".
Lof- og þakkargjörð fylgir boð-
skap páskanna og það er okkar að
taka undir.
Öll þráum við þá „nóttlausu
voraldar veröld“, sem skáldin
yrkja um. Við fögnum henni eftir
snjóþungan vetur, fögnum því
þegar sólin tekur að verma vang-
ann og vekja allt með kossi.
Mannlífið fær bjartari svip eftir
langdregið skammdegismyrkrið.
Mennimir fagna sigursöng lífsins,
sem sköpunin öll tekur undir af æ
meiri þrótti dag frá degi.
Eitt sinn var sagt ,,að það séu
engir smámunir að hafa notið sól-
skinsins, lifað fögnuð vorsins,
hafa elskað, hugsað og fram-
kvæmt“. Nei, það eru engir smá-
munir að taka undir óð lífsins.
Það kann að hljóma sem þver-
sögn að standa augliti til auglitis
við dauðann þegar þannig horfir.
Við fyrstu sýn virðist dauðinn
andstæða alls sem lifir. En þegar
menn hafa lifað lífið í kærleika,
elskað, hugsað og framkvæmt fær
dauðinn annan svip. Hann missir
brodd sinn þegar mönnum hefur
þótt vænt um lífiö. Þá ummyndast
hann í þann sigur sem Guö gefur
í Jesú Kristi.
Sá maður sem hér er kvaddur
hinstu kveðju, Eyjólfur Guðjóns-
son, fæddist í Kefiavík 17. október
árið 1903. Foreldrar hans voru
Keflvíkingurinn Guðjón Eyjólfs-
son, og kona hans Guðbjörg Svan-
laug Amadóttir, sem ættuð var úr
Húnavatnssýslum og lést nær
hundrað og eins árs gömul áriö
1972. Eyjólfur bar nafn afa síns,
sem var sonur Úlafs Eyjólfssonar
er fyrst byggði torfbæinn Ná-
strönd og kom hingað eftir Skaft-
árelda eins og fleiri Skaftfellingar
í leit að lífsbjörginni. Synir Ólafs á
Náströnd vom þekktir útvegs-
bændur í Keflavík á sinni tíð.
Eftirlifandi systkini Eyjólfs em
Helga og Þorvaldur, en Olafur
bróðir hans lést 24. maí 1984.
Einn bróðir þeirra systkina dó á
unga aldri. Þau hafa öll alið aldur
sinn hér í Keflavík.
Eyjólfur kynntist konu sinni
Guðlaugu Stefánsdóttur árið 1925
á Siglufirði og þann 22. okt.
tveimur ámm síðar gengu þau í
hjónaband. Guðlaug var dóttir
Stefáns Grímssonar, sem ættaður
var úr Reykjavík og konu hans
Maríu Sveinsdóttur frá Hrauni á
Vatnsleysuströnd. Þau bjuggu í
Hafnarfirði, en Guðlaug missti
föður sinn 13 ára gömul. Hún
þurfti því snemma að bjarga sér og
dugnaður og vinnusemi ein-
kenndi hana alla tíð. Eyjólfur
missti konu sína þann 25. sept-
ember 1976.
Þau hjónin bjuggu lengst af í
húsinu Stuðlabergi, nú Norður-
túni 8, og síðast að Austurbraut 5
hér í bæ. Eyjólfur sótti sjóinn allt
til 1940, en eftir það var hann
landformaður hjá Einari Guðberg.
Hann var lengst til sjós á m/b
Sæfara og m/b Bjama Ólafssyni
og var lærður vélstjóri.
Að morgni 19. des. 1919 var
hann talinn af ásamt þremur
skipsfélögum sínum, sem farið
höfðu í röður um nóttina. Það
vom miklar gleðifregnir þegar
kom á daginn aö strandferðaskip-
ið Sterling hafi bjargað bæði áhöfn
og bát. Eyjólfur var hertur af
átökunum við Ægi og þvi í tvenn-
um skilningi við hæfi aö kenna
hann við Stuölabergið, sem stend-
ur af sér öldurót lífsins.
Allt að áttræðisaldri vann hann
sem afgreiðslumaður í birgðar-
skemmum Varnarliðsins á Kefla-
vikurflugvelli og sýnir það vel elju
hans og dugnað.
Böm þeirra hjóna eru í aldurs-
röð: Guðjón, endurskoðandi,
kvæntur Guðlaugu Ottósdóttur og
býr í Reykjavík, María Stefanía,
ekkja Þorleifs Sigurðssonar, fyrr-
um verkstjóra hjá Skeljungi, bú-
sett í Reykjavík, Guðlaugur, um-
boðsmaður Bmnabótafélags ís-
lands, kvæntur Höllu Gísladöttur
og býr hér í Keflavík og loks Sig-
urður, framkvæmdastjóri hjá
Mjólkurfélaginu, kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur og býr í Reykja-
vík. Fjölskyldan er orðin fjöl-
menn, bamabömin em 17 talsins
og bamabarnabörnin 19.
Eyjólfur vann mikið að félags-
málum. Hann var í mörg ár ritari
Ungmennafélags Keflavíkur og
heiðursfélagi. Hann var einn af
stofnendum Knattspymufélags
Keflavíkur og fyrsti formaður
þess. Á árunum 1927 til 1930 var
Eyjólfur í stjóm Iæstrarfélags
Keflavíkur og umsjónarmaður
þess ásamt Ragnari Guðleifssyni.
Þeir sáu um bókakaup fyrir félag-
ið fyrir það fé sem kom inn vegna
útlána. Þeir félagar efndu til
skemmtana til þess að auka tekjur
til bókakaupa. Fengnir voru
þekktir fyrirlesarar og hafður
dans á eftir. Sýndir vom leikþætt-
ir og hafði Eyjólfur allan veg og
vanda af þeirri starfsemi og lék
stundum sjálfur. Hann gerði mik-
ið af því að handskrifa handrit,
enda haföi hann fagra rithönd.
Eyjólfur vann einnig að svið-
setningu leikrita hjá Ungmenna-
félaginu, stúkunni og verkalýðs-
félaginu eftir að Félagshús var
byggt. Hann var einn af stofnend-
um Leikfélags Keflavíkur og heið-
ursfélagi þess. Iæiklistin var
honum hjartans mál. Hann var
einnig ævifélagi í skátafélaginu,
styrktarmaður þess og skrifaöi
fermingarskeyti fyrir skátana ár-
um saman.
Á unga aldri stóð hugur hans til
mennta, en þess var ekki kostur
að feta menntaveginn, þótt hann
hefði alla burði til þess. Hann sótti
reyndar um lán til þess en fékk,
ekki. Löngun hans til mennta
kemur best fram í því hve mikill
bókamaður hann var. Orð Davíðs
Stefánssonar eiga vel viö um
hann. „Frá bamæsku var ég
bókaormur og bækumar þekkja
sína“.
Eyjólfur var hringjari Keflavík-
urkirkju í áratug frá 1953 til 1963,
allt þar til rafmagnsklukkur komu
í kirkjuna. Hann tók við því starfi
af Guðjóni, föður sínum, sem
gegndi því í Ijöldamörg ár.
Eyjólfur var lifandi maður með
víðtæk áhugamál. Það var ekki
hægt að finna á honum ellimörk.
Andinn eldist aldrei. Hann fylgd-
ist vel með, var lífsglaður og hafði
unun af að vera með yngra fólki.
0
142 FAXI