Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1989, Page 33

Faxi - 01.04.1989, Page 33
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA Brautskráning á vorönn 1989 Brautskráningarathöfn á vegum Fjölbrautaskóla Suðumesja var haldin í Keflavikurkirkju þann 3. júní 1989. Tónlistarfólk úr tónlistar- skóla Njarðvíkur lék fyrir sam- komugesti undir stjórn Haraldar Haraldssonar. Skólameistari flutti yfirlitsræðu og afhenti síðan braut- skráðum nemendum skírteini. Að þessu sinni voru 55 nemendur brautskráðir. Skiptust þeir þannig milli brauta. Skiptinemar 4 Flugliðar 18 Skipstjórar 2 Vélstjóri 2. stigs 1 2ja ára bóklegar brautir 4 Af tæknisviði 13 Stúdentar 13 Helga Sigrún Harðardóttir for- maður nemendafélagsins flutti yfir- lit um starf NFS. Sturlaugur Ólafsson annaðist verðlaunaafhendingu. Flest verö- laun féllu í hlut Ingu Sigursveins- dóttur nýstúdents úr Sandgeröi. Aðrir sem hlutu verðlaun vom Helen Halldórsdóttir, Þórhallur Ingason, Helga Sigrún Harðardótt- ir, Jóhann Þ. Þórisson, Guðbjörg Leifsdóttir og Sigurbjörg Róberts- dóttir. Sparisjóðurinn í Keflavík veitir árlega bikar til þeirra sem náð hafa góðum árangri í 4 greinum. Bikarar- amir skiptust þannig: íslenskubik- ar Inga Sigursveinsdóttir, hagfræði- bikar Sigurbjörg Róbertsdóttir, vélritunarbikar Guðbjörg Leifsdótt- ir og bókfærslubikarinn Inga Sigur- sveinsdóttir. Eftir ræðu skólameistara vom flutt nokkur ávörp, Kristinn Krist- jánsson, kennari, kvaddi braut- skráða og Helen Halldórsdóttir, nýstúdent, kvaddi kennara og skól- ann. Þá flutti Drífa Sigfúsdóttir ávarp fyrir hönd 10 ára stúdenta og færði skólanum gjafabréf til sérstakra bókakaupa til minningar um látna skólasystur, Elísabetu Leifsdóttur. Að þessu sinni var skólanum ekki formlega slitið enda mun verða kennsla og próf í haust til að bæta Upp verkfall kennara. Þess vegna frestaði skólameistari vorönn 1989 til haustsins. DAGSKRÁ 17. JÚNÍ1989 Kl. 11.15. 17. júní-hlaup. Hlaupið verður umhverfis knattspyrnuvöllinn í Njarðvík. Kl. 14.00. Þjóðhátíðarmessa f Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sr. Ólafur Oddur Jónsson predikar. Formaður þjóðhátíðarnefndar, Ingólfur Bárð- arson, setur hátíðina í kirkjunni áður en guðsþjónusta hefst. Kl. 14.45. Skrúðganga frá kirkju að hátíðarsvæði við Stapa. Hátíðarsvæðið við Stapa: Kl. 15.10. Lúðrasveitin leikur. Kynnir verður Lára Guðmundsdóttir, kennari. Avarp Odds Einarssonar, bæjarstjóra. Avarp fulltrúa gesta frá vinarbænum Fitjum í Noregi. Þjóðhátíðarræða flutt af Böðvari Jónssyni. Ávarp Fjallkonu. Kl. 15.30. Kvenfélag Njarðvíkur sér um kaffiveitingar (hlaðborð) í Stapa frá kl. 15.30. Skemmtidagskrá: Valgeir Guðjónsson sér um söng og grín fyrir alla aldurshópa. Kökukeppni og kökuuppboð í umsjón skáta. Verðlaunaafhending vegna 17. júní hlaupsins. Á vegum skátafélagsins Víkverja á hátíðarsvæðinu: Bílasýning, blómasýning, sýning á skipulagi Njarðvíkur og ná- grennis, starfsíþróttir, ,,þrautabraut“, óvæntar uppákomur ýmiss konar. Fjölskyldudansleikur í Stapa: Kl. 20.00-24.00. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi og verður með leiki og grín fyrir börn á öllum aldri. Einar Júlíusson söngvari kemur fram. Þjóðhátíðardansleikur: Hljómsveit B.G. leikur fyrir dansi. FAXI 149

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.