Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.2000, Qupperneq 2

Faxi - 01.12.2000, Qupperneq 2
WASM 3. TÖLUBLAÐ - 60. ÁRGANGUR Útgefandi: MálfundafélagiðFaxi, Keflavík. Afgreiðsla: Vallargata 17, sími 421 1114. Blaðstjóm: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Gunnar Sveinsson, Þorsteinn Erlingsson og Hilmar Pétursson Netfang ritstj.: helgiholm@mi.is Hönnun, setning, umbrot, litgreining, filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf. Grófin 13c • 230 Keflavík Sími: 421 4388 • Fax: 421 1180 Netfang: stapapr@centrum.is Faxi sextugur Meöal efnis: Jólin á Góustöðum Fyrstu tvílyftu húsin í Keflavík Urdráttur úr bókinni - Ólajur biskup œviþœttir Söngsveitin Víkingar Jólin í Saurbæ Krummaskuð Jólin nálgast Kristnihátíðir í Utskálaprestakalli Sögur af Tyrkjanum Nasreddin Njarðvíkurprestakall - í tilefni Kristnitökuafmœlis Tyrkland - Feröasaga Þorsteinns Eggertssonar Fyrsta bílslysið í Keflavík Evrópskt tungumálaár 2000 Jólin í fyrri daga Ekki pizza og kók - viðtal við Velimir Sargic Engill vonarinnar heitir listaverkið sem prýð- ir forsíðu Faxa. Höfundur þess er Erlingur Jónsson. Verkið var nýlega á sýningu í Víði- staðakirkju sem tileinkuð var þúsund ára kristni á Islandi. Erlingur hefur nú látið af starfi við listadeild Kennaraháskólann í Osló en er enn í fullu fjöri sem listamaður eins og þetta fallega verk her með sér. Ljósmynd: Heimir Stígsson. Þegar ég tók að mér ritstjóm blaðsins Faxajyrir einum jjórtán árwn þá hvarflaði ekki að mér að ég œtti eftir að endast svo lengi í því hlutverki. Reyndin hefur þó orðið önnur. Við félagamir í Málfundafélaginu Faxa höfum lagt metnað okkar í að koma blaðinu reglulega til lesenda og metum við mikils áhuga og tryggð þeirra sem stutt hafa við bakið á okkur gegnum tíðina. Markmiðið hefur oftast verið að koma út 6 - 8 blöðum hvert ár þó ekki hafi það alveg gengið upp hin síðari ár. Með þessu jólablaði lýkur sextugasta ár- gangi Fcixa og það erþví viðeigandiað jylg- ja þessu blaði úr hlaði með nokkrum orðum. Faxi leggur ojtast ekki mikið upp úr því að vera með nýjustu fréttir heldur birtast gjar- na frásagnir um atburði sem hafa lifað í minni manna nokkra stund. Að sjálfsögðu eru undantekningar á þessu. Eg man sér- staklega eftir því þegar Hólmfríður Karls- dóttir var valinfegursta kona heims. Þá var Jón Tómasson ritstjóri og var hann að und- irbúa blað þegar þessi atburður gerðist. Hann hafði pata afþví að hann gœtifengS mynd afHófí áforsíðu og með miklu kappi tókst honum aðfá hana og blaðiðkom út um það bil sem fegurðardrottningin kom heim og hvílíkforsíða! Faxi seldist vel íþað skipt- ið. Ejhistök í Faxa hafafylgt sömu stejhu og sett var í upphafi fyrir sextíu áruni Blaðið er öllum opið til að skrifa um öll þau mál sem til framfara horfa. Þjóðmál, héraðsmál, menningar- og félagsmál. Mikil áhersla hefur verið lögð á að hlúa að sagnfrœðilegum skrifum og margar greinar og frásagnir í Faxa hafa síðar meir orðið að ómetanlegum heimildum um fyrri tíma. Þessari stejhu mun bbðið áfram fylgja því við stöndum í þeirri trú að blaðið hafi mikilvœgu hlutverki aðgegna í samfélagi okkar. Það hefur verið sér- staklega ánægjulegt fyrir félagana í Mál- fundafélaginu Faxa að blaðið skuli hafa komið út óslitið í öll þessi ár. Það segir sig sjálft að það er ekki auðvelt að keppa á markaði þar sem önnur blöð eru borin ókeypis heim að dyrum. Faxi hefur fram að þessu verið seldur en salan hefur stöðugt verið að dragast saman. Upp á síðkastið hefur alvarlega komið til tals að fara að dreifa blaðinu ókeypis. Verði þetta gert mun blaðið þutfa enn meir en áður að reiða sig á auglýsingatekjur en að sjálfsögðu skapar betri útbreiðsla betri grundvöllfyrir auglýsingaöflun. Hvort af þessu verður mun tíminn leiða í Ijós. Undirritaður mun nú í síðasta sinn rit- stýra Faxa. Þetta hefur verið ánœgjulegur tími og ég hefátt góð samskipti viðfólk um allar byggðir Suðumesja. Það hefur einnig verið skemmtilegt að setja mark sitt á þetta merkilega blað því eitt og annað hefur hrip- að úr ritstjórapennanum þessijjórtán ár. En nú er kominn tími til að nýr ritstjóri taki við þeim ágœta penna. Ég vil nota þetta tœki- fœri til að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með þessi ár, bœði í blaðstjórnum Faxa, þeim sem hafa séð um prentun blaðs- ins, öllum blaðsölubömunum, og síðast en ekki síst öllum þeim sem hafaaðstoðaðviðað afla ejhis í blaðið. Þegar upp er staðið og verkið metið þá er það efiii blaðsins sem skiptir máli. Megi Mánaðarblaðið Faxi áfram koma fyrir augu lesenda á Suðurnesjum og skipa þar góðan sess um mörg ókomin ár. Gleðileg jól og farsœlt nýtt ár Helgi Hólm, ritstjórí 50 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.