Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Síða 25

Faxi - 01.12.2000, Síða 25
ÚTSKÁLAKLERKUR SR. SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON SÍVERTSEN Sr. Sigurður Br. Sívertsen fæddist árið 1808 í Reykjavík og lést árið 1887. Sr. Sigurður var mikill hugsjónar- og ‘Uhafnamaður. Hann stóð íyrir bygg- ingu Útskálakirkju árið 1861, því húsi sem enn stendur og gaf margt góðra muna til kirkjunnar, auk þess sem hann gaf mikið fé til byggingarinnar. Sr. Sigurður stofnaði bamaskólann í Gai'ði, sem er einn þriggja elstu barna- skóla landsins er starfað hafa frá stofn- un. Gerðaskóli varð 128 ára á þessu ári. Sr. Sigurður lét margt annað gott af sér leiða styrkti meðal annars fátæk böm og unglinga til náms og lagði stund á lækningar meðal sóknarbama sinna. í Rauðskinnu má lesa eftirfarandi lýsingu á sr. Sigurði: „Var síra Sigurður sæinarlega bjargvættur sveitarfélagsins o| gaf stórfé til opinberra stofnana. Hann vargóðurkennimaður, gerði hjart- næmar, áhrifamiklar ræður, og bar þær skörulega fram, líktist mikið bróður sín- um, biskup Helga og meistara Jóni Þorkelssyni á stólnum....Búskapur hans fór fram með hinni mestu snilld. Allt á heimili hans bar vott um hag- sýni, hagnýta starfsemi og reglusemi. Hann var einn af þeim fáu mönnum er sameina bókleg störf og frábæran verklegan dugnað." Eftir sr. Sigurð liggur mikið af rituð- um heimildum meðal annars Suðurnesjaannáll, sem fjallar um ýmsa viðburði svo sem árferði, alla- hrögð og manntjón svo eitthvað sé nefnt. Sr Sigurður Br. Sívertsen var í hópi þeirrar kynslóðar manna sem lyfti þjóðinni til vegs og menningar og var meðal vorboðanna í frelsisbaráttu þjóð- arinnar. Það var því verðugt verkefni á kristnihátíðarári að minnast þessa merka manns. HALLGRÍMSHÁTÍÐ Þann 9. apríl síðastliðinn minntist Hvalsnessókn þúsund ára kristnitöku með veglegri krismihátíð sem úleinkuð var sr. Hallgrími Péturssyni. Hátíðin var mjög vel sótt og hófst hún með hátíðarmessu í Hvalsneskirkju. Herra Sívertsensdagskrá. Við prestsvörðuna. Leikendur nemendur úr Gerðaskóla. Frá kaffisamsæti í boði bæjarstjórnar Sandgerðis cftir Hallgrímshátíð í Safnaðarheimilinu. Fremst til vinstri prófast- urinn dr. Gunnar Kristjánsson og kona hans frú Anna Margrét Höskuldsdóttir. Fyrir miðju er herra Sigurbjörn Einarsson meðal annarra gesta. FAXI 73

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.