Faxi - 01.12.2000, Side 39
AFÆLISKVEÐJA FRÁ „FAXABARNI":
VILTU „SELJA' FAXA?
Já sko til Faxi bara orðinn 60
ára, þetta blað sem hefur fylgt
mér allt frá því ég man eftir
Her á Brekkubrautinni. A þessum
t'nia fyrir u.þ.b. 35 árum var
Krekkubrautin miðpunktur heims-
'ns, leikvöllur og uppeldisstöð. Svo
stækkaði þessi heimur, yfir Hring-
brautina og út á fótboltavöll þar sem
Siggi Steindórs gaf strákum nammi
ef þeir vildu koma í KFK en
Brekkubrautarstrákamir voru allir
1 Ungó og það þýddi ekkert að reyna
að plata þá yfir enda held ég að Siggi
hafi aldrei gert tilraun til þess.
En einu sinni í mánuði fylltist inn-
^eyrslan að Brekkubraut 7 af krökkum
Sern voru komin til að selja Faxa. Hall-
grímur Th. Björnsson ritstjóri var
kennari í litla skólanum og því varauð-
velt fyrir hann að fá söluböm. Margir
keflavískir krakkar unnu sér þama inn
sin fyrstu laun. Þegar maður er bara 4
eða 5 ára þá er maður of ungur til að
selja Faxa og því sat maður í gluggan- I
um í húsinu við hliðina og horfði á stóm
krakkana í biðröð sem náði kingt út á
götu. Manni fannst þetta vera næstu
því fullorðið fólk. Eitt af því fyrsta
sem ég man eftir mér var að ég var inni
í eldhúsi hjá mömmu og heyrði eitt af
systkynunum kalla að það væri Faxi.
Eg greip því næsta poka sem ég sá og
setti í hann nokkur gömul dagblöð og
gekk síðan í húsin við götuna og spurði:
„Viltu selja Faxa?“ Ég fékk einhvem
smápening og lét í staðinn gamlan
Tíma eða Mogga. Nokkmm árum sein-
na fór ég í röðina og hef eflaust verö
með einhver skemmtiatriði fyrir krakk-
ana. Hallgrímur kallaði á mig og ég
fékk hjá honum nokkur blöð til að selja
við götuna. Brekkubrautin var mitt
hverfi og allir keyptu Faxa, „alvöm“
Faxa. Þá lærði maður það að það ætti að
segja „viltu KAUPA Faxa“. Svo um
þaðleitisemégvarorðinnnógugamall I
úl að taka að mér margar götur flutti
Hallgrímur til Reykjavíkur og Faxi út í
bæ og þá vom komnir einnig aðrir
möguleikar að vinna sér inn smá pen-
ing og ekki mikill áhugi að selja blöð.
Einu ári eldra en Blaðið Faxi er Mál-
fundafélagið Faxi sem er útgefandi
blaðsins. Pabbi hefur veriðFaxafélagi á
fimmta áratug og einu sinni, stundum
tvisvar, á vetri vom haldnir Faxafundir
heima. Þá var stofan gerð fín og flott
og gerð smá skipulagsbreyting, stólum
raðað öðmvísi þannig að allir gátu séð
alla. Svo var keypt súkkulaði og brjóst-
sykur og um það leyti sem pabbi fór á
rótarýfund var stofunni lokað og eng-
inn fékk að koma þangað inn. Þó laum-
aðist maður og fékk sér smá súkkulaði-
bita. Mamrna bakaði tertu og bjó til
rjómapönnukökur og fleira góðgæti
sem var ekki á borðum á hverjum degi.
Og oft lét maður sig hafa það að bíða eft-
ir að fundinum lyki um miðnætti til að
fá afganginn af veisluföngunum. Og
svona er þetta enn í dag þó maður sé
löngu fluttur að heiman þá kíkir maður
ekki á Brekkubrautina í þetta skipti
heldur upp í Vatnsholt daginn eftir
Faxafund og fær sér ijómapönnuköku.
Til er saga frá því er ungur kennari
við bamaskólann var að aðstoða nem-
anda í landafræðiprófi. Nemandinn átti
erfitt með nám svo ungi kennarinn las
spumingamar sem vom á prófblaðinu
og skrifaði svörin. Ein spumingin var
:„Hvað heitir flóinn sem Keflavík
stendur við?“ Nemandinn hafði það
ekki alveg á hreinu svo kennarinn
ákvaðaðgefa honum smá vísbendingu:
„Það er blað í Keflavík sem heitir eftir
þessum flóa.“ „Er það Suðumesjatíð-
indi?”
Ég óska Málfundafélaginu Faxa og
Blaðinu Faxa til hamingju með afmæl-
ið.
Gísli B. Gunnarsson.
VlÐ ÓSKUM STARFSFÓLKIOKKAR,
VIÐSKIPTAVINUM OG ÖLLUM
SUÐURNESJABÓUM
GLEÐILEGRA JÓU
OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI.
KEFLAVÍKURVERKTAKAR
FAXI 87