Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2004, Side 2

Faxi - 01.12.2004, Side 2
I jólaösinni á Hafnargötunni Hafnargatan er öll að lifna við eftir þær miklu lýtaaðgerðir sem gerðar voru á henni, enda var hún í dauðateygjunum fyrir réttum tveimur árum. Ástæðan er þó sjálfsagt ekki útlitið eitt og sér, miklu frekar að þegar fólk tekur eftir því að það er verið að gera „eitthvað", að þá vekur það upp vonir um betri tíð með blóm í haga eins og skáldið orti, enda er óðum að fyllast í þau búðarþil sem áður stóðu tóm. En hér á síðunni gefur að líta nokkrar svipmyndir úr jólaösin- ni á þessari margumræddu aðalverslunargötu bæjarins og þrátt fyrir að frostið biti laust í vanga, brostu menn framan í ljósmyndara Faxa. Gleðileg jól. Bókakon fektiB Það er orðinn árviss viðburður að mæta á Bókakonfekt sem Bókasafnið í Reykjanesbæ, Bókabúð Keflavíkur-Penninn og Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar standa fyrir og og er það oftast haldið hinn fyrsta laugardag í jólaföstu. Upphaflega fór þessi viðburður fram í afgreiðslusal bókasafnsins en nú hefur hann undið svo upp á sig að ekki dugir minni salur en sýningarsalur Duushúsa. Þar er enda mjög viðeigandi umgerð um athöfn sem þessa. Á Bókakonfekti lesa nokkrir rithöfundar úr nýútkomnum verkum sínum, tónlistarfólk treður upp og þess utan er fólki boðið upp á kaffi og konfekt. Allt fór þetta fram undir öruggri stjórn Valgerðar. Að þessu sinni lásu eftir- farandi höfundar úr verkum sínum: Sigmundur Ernir, Þráinn Bertelsson, Gerður Kristný og Jóhanna Kristjánsdóttir. Tónlist fluttu systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal. Þorsteinn Marteinsson bók- sali var og á staðnum og gátu viðstaddir keypt bækur höfundanna á tilboðsverði og aukinheldur fengið áritun þeirra. Þarf ekki að fjölyrða að allt fór hiö besta fram, upplestur höfundanna mjög áhugaverður og fengu menn þar góðan forsmekk af bókunum og löngun til að lesa meira. Tónlistarflutningurinn var engu síðri því þarna eru á ferðinni efnilegir tónlistamenn. Sérstaklega var gaman að heyra Ragnheiði fly- tja sönglög við Ijóð Ingibjargar Þorbergsdóttur sem einnig var á staðnum (77 ára). Hulda Þorkelsdóttir rifjaði það upp að það þótti gott áður ef 30 manns kæmu í bókasafnið á Bókarkonfekt en nú hefðu verið hátt í 200 manns. HH Laugardaginn 6. desember s.l. var fóndurdagur í grunnskólum Reykjanesbœjar og voru það foreldrafélög skólanna sem stóðu að þeirri skemmtilegu uppákomu. Þátttaka var mjög góð og vargaman að sjá bömin setja saman hina margbreytilegustu hluti og ofiaren ekki með hjdlp foreldra sinna. Meðjylgjandi myndir frá Myllubakkaskóla lýsa vel þeirri stem- mingu sem var á fóndurdeginum. Ljósm. SuðumesjatíðindiJJón Oddur. Texti HIL FAXI Útgefandi: MálfundafVdagið Faxi, Kuflavík. Afgreiðsla: Vallargata 17, sími 868 5459. Ritstjóri: Guðni Björn Kjærbo. Netfang ritstjóra: gbk52@visir.is Blaðstjóm: Magnús Haraldsson, formaður Kristján A. Jónsson, Hjálmar Stefánsson Helgi Hólm, Geimundur Kristinsson Uinbrot og prentun: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Kefiavík Sími 421 4388 - Fax 421 4388 Netfang: stapaprent@gi.is Forsíðumynd: Arnar Fells Gunnarsson 2 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.