Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Síða 7

Faxi - 01.12.2004, Síða 7
Guðni Magnússon nefnd og fræðsluráð. I öllum störfum Guðna kemur fram skylduræknin og trúmennsk- an, sem eru hans aðalsmerki. Þetta var úrdráttur úr afmælis- grein um Guðna á 70 ára afmæli hans 21.nóvember 1974, skrifaða af Ragnari Guð- leifssyni. Þann lO.nóvember 1970 kom fram tillaga á fundi stjórnar og full- trúaráðs Iðnaðarmanna- félags Suðurnesja frá þáverandi formanni fé- lagsins Eyþóri Þórðar- syni um að hefja undir- búning að útgáfu ágrips að sögu félagsins og iðn- aðarmannatal (æviágrip félagsmanna) ásamt ágripi af atvinnusögu á félagssvæðinu sem er Reykjanessskagi sunnan Hafnarfjarðar. Tillaga þessi hlaut góðar undir- tektir og var einróma samþykkt og var stefnt að því að ritið yrði í alla staði vandað og kæmi út í tilefni 40 ára afmælis félagsins 1974. Skipuð var nefnd og sent út dreifibréf ásamt eyðu- blaði fyrir æviágrip sem skila átti í febrúar 1971. Enda þótt margir brygð- ust vel við varð um veru- legar vanheimtur að ræða og úrvinnsla reynd- ist mun tafsamara verk en nokkurn hefði órað fyrir. Þá komu og fljótlega fram raddir um að láta þetta ekki aðeins taka til félaga Iðnaðarmannafélags Suðurnesja eins og upphaflega var ákveðið heldur til allra iðnaðarmanna á Suðurnesjum. Það varð því að ráði að á árinu 1972 var öðrum fagfé- lögum hér skrifað bréf og boðin þátttaka. Sum þeirra svöruðu já- kvætt um hæl en önnur gáfu ekki afgerandi svör, það var ekki fyrr en á árinu 1976 að samkomulag tókst um þetta milli allra iðnfélaga á Suðurnesjum, þá var að mestu lokið að safna saman æviágripum 400 félaga Iðnaðarmannafélags Suðurnesja. Sendu nú félögin sam- eiginlega út nýtt dreifibréf ásamt eyðublöðum og skyldu menn skila þessum skýrslum fyrir 30.janúar 1977. Undir þetta bréf skrifuðu formenn Iðnfélaga á Suðurnesjum. Þetta jók umfang verksins að mikl- um mun auk þess sem mikil fjölg- un hafði orðið í iðnaðarmanna- stéttinni á þessum árum, þá hafði einnig orðið að ráði að seilast nokkuð aftur í fortíðina og taka með nokkra þá helstu sem stund- uðu iðnað áður fyrr, þó ekki hefðu þeir iðnréttindi, enda voru þau fá- tíð í þá daga. Verkið hefur því vax- ið allmikið í meðförum frá því sem upphaflega var ákveðið. Arin urðu fleiri en 12 frá því að tillagan kom fram þar til bókin kom út. Guðni Magnússon sá um framkvæmd verkins en með hon- um í undirbúningsnefndinni störf- uðu lengst af Eyþór Þórðarson sem formaður nefndarinnar og Jón B. Kristinsson. Andrés Kristjánsson var fengin til að rita starfssögu Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja og Eyþór Þórðarson ritaði um iðnir og hand- iðnir á liðinni tíð á Suðurnesjaum. Flestar ljósmyndir í bókinni tók Heimir Stigsson ljósmyndari í Keflavík. Þó að mikið hafi verið gefið út á undaförnum árum af svonefndum tölum, þ.e. bókum skyldum Iðnaðarmannatali Suður- nesja hefur hún nokkra sérstöðu. Hún er ekki bundin við eina iðn- grein svo sem húsasmíði, rafvirkj- un o.s.frv. Hinsvegar er hún bund- in við afmarkað svæði þ.e Reykja- nesskaga sunnan Hafnarfjarðar. Nú eru yfir 20 ár frá útgáfu bókar- innar og hefur hún sannað ágæti sitt sem vandað heimildarit sem mikið er sótt í. Ég minnist þess sérstaklega þegar náðist samkomu- lag við Bókaútgáfuna Iðunni um útgáfu bókarinnar hve faðir minn var að ánægður að sjá þessu stóra áhugamáli hans og félagsins borg- ið. í tilefni aldarminningu Guðna Magnússonar og 70 ára afmælið Iðnaðarmannafélags Suðurnesja hafa afkomendur hans afhent fé- laginu höfundarrétt af verkinu með von um að það megi verða fé- laginu og öðrum iðnaðarmanna- samtökum hvatning til frekari gagnaöflunar varðandi sögu iðnað- ar og iðnaðarmanna á Suðurnesj- um. Birgir Guðnason Næsta verkefnið var að sækja þvottavatn í brunninn. Þá var oft- ast farið í Njarövíkur- brunn, en stundum í Olafsvallabrunn, ef nóg vatn var í honum, en þangað var mun styttra að fara. Farið var með tvær vatns- fötur, sína í hvorri hendi, og til að auð- velda burðinn var sér- stök grind á milli þeirra til að halda þeim stöðugum og frá fótum vatnsberans. Þetta var oft erfitt í vondum veðrum og hálku. Guðni hefur átt marga ferðina í brunnana að sækja vatn, því fylla þurfti tunnur og bala til að hafa nóg vatn, bæði til þvotta og annarra heimilisnota. Nú rann þvottadag- Urinn upp, en það var talið kvennaverk að þvo óhreina tauið. Kveiktur var eldur í hlóðunum, sem hlaönar voru úr grjóti, stór pott- ur settur yfir og hitað í honum yatn. I vatnið var sett sápa og Jafnvel steinolía. Þetta var hitað Ágúst Sveinsson - Gústi á Vatnsnesi. Mynd í eigu Byggðasafhs Reykjanesbœjar vel og síðan hellt í bala, og upp úr honum var tauið síðan nuddað á milli handanna eða á riffluðu þvottabretti, þar til óhreinindin losnuðu úr því. Alltaf var byrjað á hvíta tauinu og endað á því gróf- asta. Oft var tauið látið liggja í bleyti í volgu vatni yfir nótt, áður en það var þvegið. Flokka varð tauið fyrir þvott og gæta þess vandlega, að ekkert færi sam- an við, sem látið gæti lit. Allt gat þetta umstang tekið marga klukkutíma og ekki mátti hlaupa frá því stundarkorn, hvað þá meira, eins og unnt er að gera í dag. Allt hvíta tauið var soðið í sápuvatni eftir forþvott, - eða skítvask, eins og það hét þá, - og stundum líka það mislita, og síðan fært upp úr pottinum með svo- nefndum þvottaprik- um og í bala, það yf- irfarið, óhrein-inda- blettir nuddaðir, og sáp- an og óhreinindin svo skoluð ræki- lega úr því, áður en það var hengt upp til þerris. Þegar tauið var skolað, fóru oftast tveir saman með þvottabalann niður að brun- ni, oftt á handbörum eða í hjólbör- um. Þar var vatnið híft upp í fötu og hellt yfir tauið í balanum og það skolað. Þetta var endur-tekið þrisvar til fjórum sinnum, og síðan var tauið undið eins vel og unnt var og hengt upp á snúrur til þerr- is. Þetta var oft mikið kuldaverk að vetrarlagi. Væri þurrkur góður, var þurrkað úti, og var þá fagurt að sjá drif- hvítt tauið blaktandi á snúrunum. Væri hinsvegar rigning eða enginn þerrir, var farið með það í þeirra tíma þurrkara, hjallinn. Hjallurinn var skúr með þaki, en veggir að hluta til klæddir rimlum, svo sí- felldur loftstraumur lék um það, sem þar var innan dyra. Má segja, að í Garðbæ hafi verið sá lúxus, að þar var hjallur, þar sem ýmist var hægt að þurrka tau og blautan úti- fatnað eða herða fisk. Þegar tauið var orðið þurrt, var það tekið nið- ur og straujað með strau-járnum, sem hituð voru á kolaeldavélinni, en rúmfatnaður var rullaður í taurullunni. Svona gekk þett að mestu til ár eftir ár, eða þar til rafmagn og þvottavélar komu til sögunnar. Og nú getið þið reynt að spá í, hvernig þróunin í þvottamálum heimilanna verður næstu hundrað árin. FAXI 7

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.