Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 9
hópi þeirra var þá aðeins Karvel Ög-
mundsson eftir á lífi. Viðskipti Grindvík-
inga höfðu farið vaxandi en samdráttur
annars staðar vegna minni útgerðar. Á
þessum fundi var samþykkt að fjölga
stjórnarmönnum úr 3 í 5 til þess að bæta
fulltrúum frá Grindavík í stjórnina. Eirík-
ur Tómasson frá Þorbirni hf. og Pétur
Pálsson frá Vísi hf. voru kosnir. Ólafur
Björnsson varð áfram formaður og Óskar
Þórhallsson varaformaður. Á aðalfundi
þann 5. júní 1991 var þeirra Jóns H. Krist-
jánssonar, Ingólfs R. Halldórssonar og
Magnúsar Ingimundarsonar minnst en
þeir höfðu látist á liðnu ári. Benedikt
Jónsson, sem verið hafði í stjórn frá 1966,
baðst undan endurkjöri þar sem hann
starfaði ekki lengur við útgerð. Formaður
og framkvæmdastjóri þökkuðu Benedikti
mikil og góð störf fyrir OSK. Hilmar
Magnússon kom í stjórnina fyrir Benedikt
og Pétur Pálsson varð ritari. Fram kom að
reksturinn í Helguvík hafði gengið vel þá
f jóra mánuði af árinu 1990 sem OSH sá
um reksturinn. Endurskoðunarskrifstofa
Sigurðar Stefánssonar var búin að vinna
við að finna út eignarhluti félagsmanna í
eigum Samlagsins, framreiknað frá stofn-
un féiagsins og hafði að mestu lokið því
starfi. Raddir um að breyta félagsforminu
komu æ oftar fram. Á fundinum bar for-
maður upp svohljóðandi tillögu: „Aðal-
fundur OSK, haldinn 5. júní 1991, sam-
þykkir að fela stjórninni að vinna úr end-
urmati á eign félagsmanna í samráði við
Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stef-
ánssonar hf. og leggja síðan tillögur um
framtíðarskipan félagsins fyrir næsta aðal-
fund.“ Tillagan var samþykkt með þorra
atkvæða. Á stjórnarfundi 4. nóv. 1991
kynnti framkvstjóri niðurstöður endur-
skoðuninnar á eignarhlutum í OSK sam-
kvæmt stofnfjáreignum frá upphafi. Eng-
ar athugasemdir voru gerðar við niður-
stöðurnar og samþykkt að senda hverjum
félagsmanni yfirlit yfir sína stöðu.
Á aðalfundi fyrir árið 1991, sem haldinn
var á Glóðinni 10. maí 1992, skýrði Sigurð-
ur Stefánsson fyrir fundarmönnum þá
vinnu sem leiddi til þeirrar niðurstöðu
sem eignarhlutirnir voru byggðir á. Engar
athugasemdir voru gerðar við útkomu Sig-
urðar. Fram kom að 154 eignarhlutir væru
í OSK. Margir þeirra væru í eigu dánar-
búa og skiptust í marga hluta. Talsvert var
um að menn höfðu tekið út stofnfjáreign
sína en áfram áttu þeir hlut í eignum fé-
lagsins samkvæmt bréfum sem afhent
voru við úttekt á stofnsjóði. Sigurður taldi
að forsenda fyrir breytingu á félaginu
væri að breyta lögum félagsins áður en til
þess kæmi. Miklar umræður urðu um mál-
iö. Formaður bar upp svohljóðandi tillögu:
„Aðalfundur OSK, haldinn á Glóðinni 19.
maí 1992, samþykkir að fela stjórninni að
Ólafur Baldur Ólafsson var síðasti formaður OSK.
láta endurskoða lög félagsins fyrir fram-
haldsaðalfund sem haldinn yrði næstkom-
andi haust.“ Þessi tillaga var samþykkt
samhljóða. Fram kom á fundinum að lokið
hafði verið við byggingu þriðju hæðarinn-
ar áVíkurbraut 13 og væri allt það hús-
næði komið í leigu. Þann 27. október var
aðalfundinum framhaldið. Þar skýrði Sig-
Stjóm Olíufélagsins vildi
hafa hönd í bagga með
þvi hvar bréfin lentu og
eitthvað var talað um að
aðstoða „vinsamleg“ jyr-
irtœki við kaup á bréfun-
um. Þegar kom að því að
ganga frá málinu reynd-
ist formaðurinn vanhœf-
ur því hann var lika for-
maður stjómar SIS.
urður Stefánsson þær lagabreytingar sem
gera þyrfti vegna fyrirhugaðra breytinga á
félagsforminu. Formaður lagði svo fram
tillögu um breytingarnar. Eftir nokkrar
umræður voru þær samþykktar með öll-
um greiddum atkvæðum gegn einu. Fyrir
áramótin urðu miklar sviptingar í Olíufé-
laginu hf. Landsbankinn, sem hafði verið
með hlutabréf SÍS í Olíufélaginu 32% í
sinni vörslu, gerði kröfu um að selja
hlutabréfin til þess að grynnka á skuld
SÍS við bankann. Stjórn Olíufélagsins
vildi hafa hönd í bagga með því hvar bréf-
in lentu og eitthvað var talað um að að-
stoða „vinsamleg“ fyrirtæki við kaup á
bréfunum. Þegar kom að því að ganga frá
málinu reyndist formaðurinn vanhæfur
því hann var líka formaður stjórnar SÍS.
Karvel Ögmundsson var þá í Bandaríkjun-
um og komu því tveir varamenn í stjórn-
ina, þeir Ólafur Björnsson og Haraldur
Gíslason frá Vestmannaeyjum. Kristján
Loftsson varaformaður tók við formennsk-
unni.Við nánari skoðun lá fyrir að fjár-
hagsstaða Olíufélagsins hf. var svo sterk
að það gat keypt bréfin og afskrifað þau
en til þess þurfti leyfi viðskiptaráðherra.
Það fékkst vafningalaust og félagið keypti
sjálft þessi 32 % og afskrifaði þau. Að
þessu gerðu var OSK orðinn stærsti eig-
andinn í Olífélaginu hf. með 13,1%. Mis-
vel líkaði mönnum það.
Aðalfundur fyrir áriðl992 var haldinn á
Glóðinni 25. maí 1993. í skýrslu formanns
kom m.a. fram, að þrátt fyrir að afskrifa
hlutafé SÍS, greiddi Olíufélagið 10% arð
af hlutafé og 10% í jöfnunarbréf eins og
undanfarin ár. Hlutur OSK í Olíufélaginu
var metinn á um kr. 75 milljónir. Rekstur-
inn í Helguvík hafði gengið mjög vel og
OSH fengið viðurkenningu frá eftirliti
flota Bandaríkjanna fyrir best reknu olíu-
stöð af öllum þeim olíustöðvum sem þeir
ráku vítt og breitt um heiminn. Lokið var
við að ganga frá lóðinni við skemmur sam-
lagsins við Vitastíg og einn olíubíll hafði
verið endurnýjaður. Formaður lauk máli
sínu með þessum orðum: „Eg hefi nú ver-
ið formaður í þessum félagsskap síðan
árið 1967. Miklar sviptingar erum við bún-
ir að fara í gegnum.Viðskiptin hröpuðu
um helming með tilkomu hitaveitunnar.
Aftur hafa þau hrapað vegna samdráttar
flotans en fara nú vaxandi á ný. Ég leyfi
mér að fullyrða, aö aldrei hefir OSK verið
sterkara en nú. Ég er nú hættur útgerð og
gef því ekki lengur kost á mér til setu í
stjórn. Það mál sem ég var öðru fremur
kosinn til þess að leysa er nú loksins í
höfn en það var að koma því á hreint hvað
hver ætti raunverulega í Olíusamlaginu.
Ég er innilega þakklátur ykkur félögunum
og öllu því ágæta fólki sem ég hefi starfað
með hér öll þessi ár. Síðast en ekki síst
færi ég framkvæmdastjóranum, og þeim
sem starfað hafa með mér í stjórn, alúðar-
þakkir fyrir frábært samstarf í einu og
öllu frá fyrstu tíð. Einhugur hefir verið um
að láta hagsmuni Samlagsins sitja í fyrir-
rúmi og ég vona að svo verði í framtíðinni.
Olíusamlagið á að vera fyrir þá sem eru
starfandi hverju sinni. Ég óska Olíusam-
lagi Keflavíkur velgengni og alls hins
besta um ókomin ár.“ Þorsteinn Erlings-
FAXI 9