Faxi - 01.12.2004, Page 13
Á árshátíð starfsmanna Olíufélagsins 1990. Nýir stjómarmenn frá vinstri: Pétur Pálsson, Eirikur Tómasson ásamt Guðjóni Ólafssyni framkvœmdastjóra og
Ólafi Bjömssyni formanni með eiginkonum sínum.
una og hún samþykkt með öllum greidd-
um atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar
Guðmundssonar. Tillaga stjórnar um menn
í skilanefnd var samþykkt.
Strax að loknum fundinum komu stjórn
og varastjórn saman ásamt Guðjóni fram-
kvstjóra, Pétri Guðmundssyni og Jónasi
endurskoðenda. Gengið var frá stofnun 01-
íusamlags Keflavíkur og nágr. ehf. Hlutafé
var ákveðið kr. 500 þús. og heimild til þess
að hækka það í kr. 660 milljónir. Skila-
nefndin hélt tvo fundi ásamt fram-
kvæmdastjóm. Á fyrri fundinum var farið
yfir hlutdeildarlistann sem að mestu var
byggður á gögnum sem Ólafur Þorsteins-
son fyrrverandi framkvstjóri hafði unnið
og Sigurður Stefánsson endurskoðndi
byggt sína framreikninga á og miðaðist
við viðskipti manna frá upphafi. Jónas
Guðbjörnsson endurskoðandi útskýrði
hvernig hlutdeildarlistinn myndi líta út.
Hann sagði að hlutaféð yrði kr. 541 millj-
ónir. Skilanefnd ræddi listann og var sam-
mála um að fela Jónasi að ganga endan-
lega frá honum. Einnig var samþykkt að
þeir Guðjón framkvstjóri og Jónas endur-
skoðandi fæm á fund Péturs Guðmunds-
sonar hrl. til samráðs um lokafundinn.
Á fundi 12. maí var gengið frá undirbún-
ingi fyrir lokafund OSK. Hann var svo
haldinn á Glóðinni 27. maí. Ólafur B.
Ólafsson formaður setti ftmdinn og gerði
tillögu um að Pétur Guðmundsson, sem
hann hafði með sér á fundinn, tæki að sér
fundarstjórn og var það samþykkt. Pétur
lýsti fundinn löglegan þar sem mætt væri
fyrir 81.19% atkvæða og gaf formanni orð-
Guðmundur
Guðmundsson mótmœlti
og hótaði málsókn.
Formaður benti honum
á að mótstaða hans hafi
þegar kostað OSK um
3 milljónir kr. án þess að
skila honum nokkru.
ið. Formaður fór yfir sölu OSK árið 1997,
reksturinn í Helguvík og Olíufélagsins.
Alls staðar var afkoman góð. Hann fór síð-
an yfir sögu OSK í stuttu máli, þakkaði
starfsfólki góð störf og viðskiptaaðilum
samstarfið á liðnum árum. Næst fór Jónas
Guðbj. endurskoðandi yfir reikninga fé-
lagsins fyrir árið 1997. Hagnaður ársins
varð kr. 1.463 þús. þegar gert hafði verið
ráð fyrir afslætti og vöxtum af stofnfé.
Umræður urðu ekki aðrar en þær að Guð-
mundur Guðmundsson setti út á flest,
einltum þó afslættina. Reikningarnir voru
samþykktir með öllum atkvæðum gegn
einu. Tillaga um að veita kr. 18.358.846 í
afslætti og 8% vexti af stofnsjóði var sam-
þykkt með sama hætti. Næst gerði for-
maður grein fyrir vinnu skilanefndar. Guð-
mundur Guðmtmdsson mótmælti og hót-
aði málsókn. Formaður benti honum á að
mótstaða hans hafi þegar kostað OSK um
3 milljónir kr. án þess að skila honum
nokkru. Fundarstjóri sagði vinnu skila-
nefndar í fyllsta samræmi við lög og regl-
ur. Hann lýsti eftir athugasemdum. Engar
bárust. Hann sagði þá frumvarpið sam-
þykkt. Formaður fagnaði nýju félagi og
sleit fundi.
Aðeins einn fundur var haldinn í Olíu-
samlagi Keflavíkur og nágr. ehf. Þar lá fyr-
ir tilboð frá Olíufélaginu hf. um hagstæð
skipti á hlutabréfum í OSK ehf. fyrir
hlutabréf í Olíufélaginu hf. Sjálfsagt þótti
að taka boðinu. Þetta uröu góð skipti því
bréf í Olíufélaginu hækkuðu ört næstu
mánuði. Óhætt er að fullyrða að það var
mikið lán fyrir Olíusamlagið að Ólafm-
Baldur Ólafsson skyldi veljast til þess að
stýra málum þess í höfn. Ólafur var skarp-
gáfaður, hafði mikla reynslu í félagsmál-
um og naut trausts og virðingar allra sem
hann átti samskipti við.
Á sextíu ára ferli sínum studdi Olíusam-
lagið mörg góð málefni, íþróttafélög,
sjúkrahúsið og samtök fatlaðra, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Tekið saman í nóvember 2004
Ólafiir Bjömsson.
FAXI 13