Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2004, Side 19

Faxi - 01.12.2004, Side 19
Ávarp Sigurbjargar Sigfúsdóttur á 50 ára afmœli HSS „Ó góði guð, gefðu að ég fái botnlangabólgu“ Virðulegi forseti, ráðherra, ágætu starfs- menn og aðrir gestir. Ó, góði guð, gefðu að ég fái botnlanga- bólgu. Ég bara verð að fá botnlangabólgu. Þetta var meðal annars það sem ég bað þegar ég var fjögurra ára. En hvers vegna skyldi ég hafa viljað fá botnlangabólgu. Jú það var vegna þess að stóra systir mín fékk botnlangabólgu og hún fékk ný nátt- föt og það sem öllu máli skipti var að hún fékk að liggja á þessu sjúkrahúsi, Sjúkra- húsi Keflavíkur. Sjúkrahúsinu sem pabbi minn byggði og ég stóð í þeirri trú að pabbi minn ætti þetta sjúkrahús. Það sem mig langaði mikið til að vera á þessu sjúkrahúsi, ég óskaði þess dag og nótt en heilsan leyfði það ekki, ég bara fékk ekki botnlangabólgu. Það var svo um tuttugu árum seinna að ég réði mig til starfa á Sjúkrahúsi Kefla- víkur sem nú er Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Um leið rættist gamli draumurinn- að vísu ekki um botnlangabólguna - en um að fá að vera á sjúkrahúsinu. Hér er gott að vera og hér hef ég starfað meira en helming ævi minnar. Það er einhvern veginn andinn í húsinu sem er svo nota- legur og samstarfsfólkið og sjúklingarnir. Allan þann tíma sem ég hef unnið hér hef ég hlakkað til að fara í vinnuna, hlakkað til að takast á við verkefnin, hlakkað til að hitta samstarfsfólkið, hlakkað til að fara í matsalinn og rifja upp gamla tíma og hlæja. Að kynnast öllu þessu frábæra fólki, að vera á stað þar sem starfsandinn er svona góður eða er það ekki dæmi um góðan starfsanda að það skyldi vera nánast 100% mæting á árshátíðina um síðustu helgi, enginn sagði mig langar elcki eða ég hef ekki áhuga. í mínum huga eru þetta forréttindi og ég vil þakka samstarfsfólk- inu, vinum mínum fyrir að hafa fengið að starfa með þeim í öll þessi ár. Það eru forréttindi að fá að starfa á stað þar sem maður finnur fyrir svo miklu þakklæti. Það er algengt að útskrifaðir sjúklingar komi og þakki okkur sérstak- lega fyrir hjálpina. Það eru forréttindi að fá að starfa á stað sem þú hvarvetna nýtur velvilja og hlýhugar. Það eru forréttindi fyrir mig hafa fengið að starfa hér í yfir tuttugu ár og nú bið ég. Ó góði guð, gefðu að ég hafi heilsu til að starfa á sjúkrahús- inu um ókomin ár. Um leið og ég óska sjúkrahúsinu til hamingju með daginn, starfsfólkinu, skjól- stæðingum og velunnurum velfarnaðar vil ég að lokum hafa yfir spakmæli ítalska skáldsins Petrarca sem uppi var á 14. öld og eiga við enn í dag, en hann sagði. „Það skiptir engu máli hvar þú ert, heldur aðeins hvað þú aðhefst. Það er ekki staðurinn sem göfgar þig, heldur þú sem göfgar staðinn. Og það gerir þú ein- ungis með því að vinna það sem er mest og göfugast“ FAXI 19

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.