Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 21
þensla á viðskipta- og
fj ármálamarkaðinum
hafi virkilega engin
áhrif til vaxandi verð-
bólgu og verri lífskjara.
Getur það verið að það
séu bara lágu launin
sem vega svona þungt á
efnahagslífið? Spyr sá
sem ekki veit. Okkur er
sagt að ríkið og sveitafé-
lögin standi ekki undir
kostnaði við þá þjón-
ustu sem þeim er skylt
að veita. Svo virðist sem
peningarnir leiti frekar
í digra einkasjóði en í
sameiginlegan sjóð allra
landsmanna. Ég hef
nokkrar áhyggjur af
þessarri þróun því ég
tel að lítið samfélag
eins og Island - sem
gæti verið og ætti að
vera góssenland allra
íbúanna 300.000 - þoli
illa þá spennu sem
skapast viö mikla mis-
skiptingu auðs. Franska
byltingin var gerð á sín-
um tíma þegar almúganum ofbauð hóglífi
yfirstéttarinnar íVersölum. Við skulum
ekki gleyma því.
Mér finnst ögn undarleg umræðan um
samræmd próf í 10. bekk grunnskólans
sem leggja á fyrir í maí. Það er ljóst að
nemendur hafa misst tæpar 8 viltur úr
kennslu og að sá tími verður ekki unninn
upp. I Ijósi þess skil ég ekki þá undarlegu
ráðstöfun menntamálaráðuneytisins að
fresta prófunum um viku. Úr því sem
komið er skiptir vika engu máli til eða frá.
Ég sem foreldri barns í 10. bekk mun ekki
sætta mig við að kennt verði á lögboðnum
frídögum til að reyna að vinna upp glatað-
an kennslutíma. Nemendur eru í skólan-
um tæpa 40 tíma á viku, flestir eru í
íþróttum eða öðru tómstundastarfi og það
er beinlínis vinnuþrælkun, félagslega og
fjölskyldulega fjandsamlegt að lengja
vinnuviku þeirra. Kennsla og nám eru
engin akkorðsvinna. Þaö er ekki unnt að
gera eins og iðnaðarmennirnir sem leggja
nótt við dag á síðasta sprettinum til að
húsnæðið verði fullklárað á réttum tíma.
É; á líka bágt með að skilja hvers vegna
eyða á miklum fjármunum í að leggja fyr-
ir samræmd próf í 10. bekk að þessu sinni
þegar vitað er fyrirfram að þau eru ekki
marktæk. Þau geta ekki verið marktæk ef
prófa á nemendur í efni sem þeim hefur
aldrei verið kennt. Hvers eiga nemendur
að gjalda í þessu máli? Þeir hafa þegar
misst úr nær alla haustönnina. Mér fynd-
ist eðlilegra og miklu sanngjarnara að að-
laga prófin að því efni sem farið verður
yfir í 10. bekk þennan veturinn og leyfa
nemendum að vinna upp glataða kennslu
í framhaldsskólanum. Við verðum að líta á
skólastigin sem samfellu. Ef grunnskólinn
verður fyrir hnjaski tekur framhaldskól-
inn við því á sama hátt og verði fram-
haldsskólinn fyrir áfalli tekur háskólinn
við því. Það er ekkert nema eðlilegt. Nem-
endur eiga alls ekki að þurfa að axla
ábyrgðina á kerfi sem bregst þeim.
Þó mikið og fjálglega sé talað um man-
nauð á hátíðastundum þá finnst mér að
auðgildi sé sett ofar manngildi í íslensku
samfélagi. Við sjáum það bara t.d. á því
hvernig starf þeirra sem vinna með mann-
eskjur er metið til launa. Um daginn las
ég grein um og viðtal við ungan fram-
kvæmdastjóra stórfyrirtækis. Hans helsta
dyggð var að hann vann gífurlegan langan
vinnudag. Einu sinni í viku „reyndi“ hann
að koma snemma heirn svo hann gæti
a.m.k. séð börnin sín vakand einn virkan
dag. Hann vann ekki heldur um helgar
„nema nauðsyn krefði“. Honum var talið
til tekna að hafa mætt til vinnu nánast
beint af skurðarborðinu þar sem hann
hafði þurft að gangast undir læknisað-
gerð. - Hver eru skilaboðin? Fólk vinnur
sér til húðar, fórnar sér fyrir fyrirtækið og
starfsframann í sívaxandi samkeppnisum-
hverfi, vinnur myrkranna á milli til að
skapa peninga fyrir þjóðfélagið og verða
ríkt. Við slíkar aðstæður verður lítill tími
aflögu fyrir börnin og eldra fólkið. Samfé-
lag sem sinnir ekki börnunum sínum og
gamla fólkinu sínu vegna peningahyggju
og græðgi getur ekki talist mannvænt
samfélag.
Þaö flýgur stundum aö mér að við séum
á góðri leið með að glata mennskunni
vegna firringar. Ég á bágt með að trúa að
markmiðið með veru okkar hér á jörðinni
sé að vinna sér til húðar, streða og strita
upp metorðastigann í leit að.já, í leit
að hverju eiginlega? Ef til vill erum við
ekki að leita að neinu, miklu fremur leit-
ast við að gleyma því að við erum mann-
eskjur. Það getur nefnilega verið ansi
erfitt að vera manneskja, vera meðvitaður
um mennskuna í sjálfum sér, kljást við
hana. Vegna sambandsleysis við eigið sjálf
fyllumst við oft tómleika sem við reynum
að fylla út í með alls konar gerviþörfum.
Þetta kemur ekki hvað síst í ljós í desem-
ber, í aðdraganda jólanna. Þá er eins og
allt ætli um koll að keyra. Samfélagið bók-
staflega tjúnast upp. Það væri óskandi að
við gætum öll notið aðventunnar í friði,
kyrrð og ró við kertaljós, góða bók, ljúfa
tónlist eða notalegt spjall við vini og fjöl-
skyldu í stað þess að týna sjálfum okkur í
hávaðamenguðum tryllingi stórmarkað-
anna.
Með einlœgri von um gleðiríka jólahátíð.
Jórunn Tómasdóttir
FAXI 21