Faxi - 01.12.2004, Síða 24
Ný revía í undirbúningi
í minningu Ómars Jóhannssonar
- rætt við Önnu Þóru Þórhallsdóttur nýskipaðan formann Leikfélags Keflavíkur
rátt fyrir dræma aðsókn að seinustu uppfærslu Leikfélags
Keflavíkur „Eftirlitsmanninum“, bretta menn bara upp
ermar og reyna að gera betur, segir nýskipaður formaður
Leikfélags Keflavíkur, Anna Þóra Þórhallsdóttir. Hún hefur ekki
neina haldbæra skýringu á þessari dræmu aðsókn bæjarbúa, en
segir að svona sé þetta stundum, sumar sýningar séu þannig að
það sé uppselt á hverja einustu sýningu á meðan galtómt sé á
aðrar. Og þegar það gerist megi menn ekki leggja árar í bát,
heldur verði menn bara að herða róðurinn og það verði svo sann-
arlega gert á næstu mánuðum. Faxi tók Önnu Þóru tali, um leik-
listina og næstu sýningar.
Hver eru nœstu verkefni félagsins?
Það er nú ekki alveg búið aö ákveða það. Það er úr svo mörgu
að velja, en ég lofa því að það verður líf og fjör í kringum þá sýn-
ingu. Við erum hinsvegar í smá naflaskoðun með þetta allt sam-
an, erum að skoða revíur þessa dagana og margt margt fleira en
einnig önnur verkefni með tilliti til okkar stærsta markhóps, sem
eru börnin. Þau eru mjög dugleg að mæta og því finnst okkur við
skulda þeim góða sýningu með vorinu.
Þið óttist þá ekki drœma aðsókn?
Síður en svo. Það þýðir ekkert að væla þó að ein og ein sýning
24 FAXI