Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 45

Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 45
helst karlmenn. Á þessum tíma voru svokall- aðir húsmæðraskólar vinsælir hjá ungum stúlkum og sumar höfðu háleitar hugmyndir um að læra hjúkrun, verða flugfreyjur eða einkaritarar. Foreldrarnir höfðu yfirleitt ákveðnar skoðanir á því hvað væri hagnýtt nám og hvað ekki og fjölskyldulíf hafði verið með hefðbundnum hætti um aldir þar sem hin útvaldi kom í hlaðið á livítum hesti eða sein- na á flottum kagga. Breyttir timar Þetta var fyrir tíma FS og þegar leið á sein- ni hluta aldarinnar færðist það í aukana að unglingar af Suðurnesjum stunduðu nám í framhaldsskólunum í Reykjavík og HÍ. Sumir leigðu herbergi í borginni og voru mjög sjálf- stæðir en aðrir voru svo heppnir að búa hjá ættingjum eða vinum og greiddu litla eða enga leigu. Yfirleitt var séð fyrir því að unga fólkið væri í fæði því ekki var hægt að treysta á skyndibitastaði, sem voru teljandi á fingrum annarar handar. Einhverjir höfðu aðgang að síma. Sumir höfðu komist í uppgrip, komist á sjóinn eöa áttu frænda í siglingum og höfðu eignast grammófón sem var mikill lúxus þegar Elvis og Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið og hljómplötur voru gersemar. Sjaldgjæft var að ungt fólk ætti bfl og ekki þótti hallærislegt að taka rútu eða strætó nú eða jafnvel fara sinna ferða gangandi. Bflastæðavandi og umferðar- hnútar voru ekki komnir til sögunnar. Nú er öldin önnur og lögræðisaldurinn hef- ur hækkað í 18 ár og flestir unglingar búa inná foreldrum sínum fram eftir öllu. Mögu- leikar unglinga á að vinna með skóla fara þverrandi og foreldrar hafa börn sín á fram- færi fram yfir tvítugt eða lengur. Unga fólkið er að flytja að heiman og aftur heim nokkrum sinnum þar til flestir komast að þeirri niður- stöðu að best sé að sjá um sig sjálfur og stan- da á eigin fótum þó ekki væri nema til að losna við röflið í gamla settinu. Sjaldan launar kálfur ofeldið - er Hotel mamma orðið að Hótel ali og amma? Foreldrar eru á kafi í börnum sínum og barnabörnum og bilið frá því að börnin fara loksins að heiman og þangað til hugsa þarf um aldraða foreldra er farið að skarast æ meira. Miðaldra húsmæður eru að kikna undan álagi af útivinnu og ummönnun stórfjölskyld- unnar. Sumar þeirra velta fyrir sér hvenær þessi bestu ár ævinnar komi eiginlega eða hvernær þær eiginlega séu á þessum besta aldri. Mér brá því við, hafandi þetta í gagnabanka mínum, þegar ég heyrði fyrirlesara halda því fram um daginn að ungt fólk færi að heiman um fermingu nú til dags. Hvað átti maðurinn við? Býr hann ekki í sama landi og ég? í fyrstu fannst mér þetta algjör fjarstæða en við nán- ari athugun og þegar maðurinn færði rök fyrir máli sínu fannst mér ég hafa orðið vitni að mikilli uppgötvun. Getur það verið að unga fólkið skelli á eftir sér strax eftir fermingu og gefi skít í foreldrana sem eftir standa við her- bergisdyrnar tipplandi á tánum. Manninum tókst að opna augu mín fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að hér gæti verið í uppsiglingu mjög einkennilegt eða kannski varasamt lífs- munstur hjá ungu fólki sem þeim er att út í af ábyrgðarlausum foreldrum og ég spurði sjálfa mig hvort við værum að ala upp ábyrgðar- lausa æsku sem við höfum fært allt upp í hendurnar og þau sem eiga að erfa landið og þurfa væntanlega að sjá um okkur í ellinni. Þurfa ungllngar að hafa litið fyrlr hlutunum? Fjölskyldulíf virðist eiga mjög erfitt upp- dráttar og sumir segja að kynslóðabilið hafi aldrei verið breiðara. Er það staðreynd að fiestir unglingar búi í „sér herbergi" eða nánast í studioíbúð inn á heimili foreldra sinna, á þeirra framfæri, en séu ekki í neinu sambandi við þá og hafi litlar skyldur á heim- ilinu? í herberginu eða íveru sinni hefur ung- lingurinn allt sem hann þarf, stórt rúm, sjón- varp, gemsa, tölvu og yfirleitt aðgang að inter- neti. Áreiðanlega hefur hann frjálsan aðgang að eldhúsi og baðherbergi fjölskyldunnar ef hann hefur ekki „sér aðstöðu“ fyrir sig. Lík- legt er að hann sé kallaður í matinn af og til ef hann er ekki búin aö panta sér pizzu eða annan skyndibita þegar fiskurinn er færður upp á diskinn fyrir aðra fjölskyldumeðlimi og þá yngri börnin. Þegar líða tekur á unglingsár- in býður unglingurinn jafnvel öðrum ungling- um gistingu eftir því sem hann kærir sig um án þess að spyrja um leyfi eða sefur hjá öör- um stundum hinu kyninu án þess að láta vita af sér. Hvert stefnum við með þessu siðferði? Svo er það nú það nýjasta og það eru busa- böllin og partýin sem virðast vera nýjustu teg- undirnar af manndómsvígslum. Það nýjasta er að foreldrar eru farnir að leiga aðstöðu fyrir börnin út í bæ til að halda partý t.d. sumarbú- staði og á eftir leigja foreldrarnir hreingern- ingalið til að þrífa upp eftir partýstandið. Nei heyr og endemi. Ég sem hélt að foreldrar væru yfirleitt í miklum barningi við börnin sín um að það yrði nú eitthvað úr þeim. Grandaleysi foreldra sem aldir voru upp við allt annað siðferði Er það tilfeflið að herbergi unglingsins hafi undanfarin ár verið að breytast í rammgert virki og foreldrar standi varnarlausir fyrir utan herbergið til þjónustu reiðubúnir af því þeir eru svo þakklátir fyrir að barnið er þó heima og það er inni í herbergi við tölvuna eða út af fyrir sig með vinum sínum en ekki úti að dandalast eða í slæmum félagsskap. 1 þessum sérheimi unglingsins þar sem hon- um eru færð hrein rúmföt og aörar nauðsynj- ar, þegar foreldrarnir (oftast móðirin að aflokn- um löngum vinnudegi) geta komið því við, þurfa allir að vera sítengdir og foreldrar færa börnunum aðgang að internetinu á silfurfati svo innilega fegnir og stoltir yfir því hvað barnið er klárt á tölvu. Foreldrar (þrælarnir) ojnia seðlaveskið, lána bílinn eða keyra börnin til og frá íþróttaæfingu eða öðrum tómstund- um og sjá til þess að unglingurinn hafi allt til alls í virkinu sínu eða inn í „fölsku'1 öryggi virkisins. Þar sem Popptíví vakir yfir börnun- um. Aftur og aftur heyrir maður hryllingssög- ur af hugrökkum foreldrum sem einn daginn safna kjarki og ráðast inn í virkiö og komast aö því að þar hefur ekki farið fram heimanám FAXI 45

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.