Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 2

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 2
Listræn handtök hjá Ljósops-félögum Listrænir viðburðir og uppákomur af ýms- um toga hafa á undanförnum árum sýnt að listalíf í Reykjanesbæ stendur með miklum blóma og að menningarlíf í byggðum hér suður með sjó stenst fyllilega samanburð við það sem gerist í stærri og öflugri bæjarfélög- um. A síðustu Ljósanótt vakti sýning ungra áhugaljósmyndara á Suðurnesjum sérstaka athygli en í henni tóku þátt fimmtán félagar í Ljósopi, nýstofnuðu félagi áhugaljósmynd- ara á Suðurnesjum. Alls munu um 1500 manns hafa sótt sýninguna sem var haldin í Félagsbíó. Reykjanesbær lagði listamönn- unum til aðstöðuna. Faxa er það sérstök ánægja að kynna nokkra þessara Ijósmynd- ara hér í jólablaðinu og vonandi fleiri í síðari blöðum. Formaður félagsins og einn af stofnendum þess er Kristján Carlsson Granz. Hann segir að það hafi tekið þrjár tilraunir að koma félaginu á laggimar en það hafi loks heppnast með að- stoð margra góðra vina. Lengi hefur verið þörf á félagi áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, sér- staklega þegar ljóst var að ljósmyndaklúbbar í skólum íóru halloka þegar stafræn Ijósmyndun umbylti greininni. Þótti ýmsum kominn tími til að stofna til félagsskapar þar sem menn gætu rætt gagnkvæm áhugamál og lært hver af öðr- um. „Slagur var látinn standa í janúar 2006 og tveir stofnfundir haldnir,” segir Kristján. ”Strax á fyrsta fundi var vel tekið í hugmyndina og mikill hugur var í fólki. Stofnaðilar voru sex talsins en í félaginu eru nú um 40 manns.” Andlit bæjarins Félagið fór fljótt í samstarf við Tómstunda- bandalag Reykjanesbæjar og haldin var sýn- ing í tengslum við Tómstundahelgina þar sem nokkrir félagar sýndu þrjár 3 myndir hver. Sú sýning stóð í 2 vikur og var í Pakkhúsinu. Þangað fékk félagið m.a. Ljósálfana í heimsókn en þeir eru lítill hópur atvinnu- og áhugaljós- myndara af höfuðborgarsvæðinu. Sumarstarfið var nægilega öfiugt til þess að hægt væri að slá upp annarri sýningu á Ljósanótt. Myndefni var gefið frjálst á þeirri sýningu en sýningarað- ilar máttu einnig taka þátt í þema sýningarinnar sem var andlit bæjarins. Félagið hélt síðan aðra velheppnaða og að mörgu leyti nýstárlega sýn- ingu 29. nóvember sl. Listamennirnir kynntir Sex Ijósmyndarar eiga verk sín í jólablaði Faxa. Kristján Carlsson Granz er Njarðvíkingur, fæddur 1977, og starfar sem slökkviliðsmað- ur á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur tekið þátt í fimm samsýningum, þar af þremur á vegum Ljósops. Kristján tekur aðallega á Cannon EOS 10D en einnig á gamlar filmuvélar. Rut Ingólfsdóttir er fædd og uppalin á Ak- ureyri og stundar mastersnám í íslenskum bók- menntum. Gamlar bækur hafa, að hennar sögn, verið áhugamál hennar allt frá því hún læddist um leyndardómsfullan kjallarann hjá afa sínum á Grenjaðarstað. Hún hefur spilað á fiðlu frá sex ára aldri og alltaf haft áhuga á list, þó sérlega ljósmyndun. „Ég hef hingað til tekið á Sony Cybershot digitalvél,” segir Rut, „en pabbi lét mig hafa gömlu myndavélina sína, Konicu og fylgdu 3 linsur með - þ.á.m. skemmtileg gleið- linsa. Einnig lét Jói vinur minn í Ljósopi mig hafa gamla Canon vél frá því um 1970.” Jóhann Hannesson er fæddur 1972. Hann stundaði nám við Kvikmyndaskóli íslands og síðan við virtan ljósmyndaskóla, New York Institute of Photography. Síðustu fimm árin hefur hann starfað í myndavéladeild Fríhafn- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Jóhann segir að Ijósmyndun sé helsta áhugamál sitt og nær allur Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Grófin 8, sími 868 5459. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, sími 424 6844 Netfang ritstjóra: edvardj@gmail.com Blaðstjórn: Kristján A. Jónsson formaður, Magnús Haraldsson, Karl Steinar Guðnason, frítími hans fari í ástundun þessarar listgreinar. Hann tekur m.a. á Fuji Finepix S3 Pro. Olgeir Andrésson fæddist 1956 og ólst upp í Sandgerði. Hann var á sjónum í 31 ár en kom í land alkominn fyrir fáeinum árum og starfar nú hjá Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli. Helstu áhugamál hans eru ljósmyndun og sil- ungsveiði. Athygli skal vakin á því að Olgeir verður með einkasýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík 24. febrúar á næsta ári. Gísli B. Gunnarsson, kennari í Myllubakka- skóla, fæddist 1962. Hann hefúr starfað með Leikfélagi Keflavíkur í mörg ár og syngur jafn- l'rarnt með kirkjukór Keflavíkurkirkju. Gísli lauk í vor ljarnámi frá Kennaraháskóla íslands. Hann hefur sinnt ljósmyndun meðfram námi og starfi. Gísli tekur á Nikon Minolta Dynax 5D. Steinþór G. Hafsteinsson er Njarðvíkingur, fæddur 1975. Hann hefur haft brennandi áhuga á ljósmyndun allt frá barnsaldri og tekið þátt í tveimur samsýningum með Ljósops-félögunum. Steinþór hefur mikinn áliuga á stjörnufræði og myndir hans af norðurljósum hafi vakið athygli hér heima og erlendis. Steinþór tekur aðallega á Canon 30D. Ljósop heldur úti bloggsíðunni ljosop.blogspot.com. Helgi Hólm, Geimundur Kristinsson Umbrot og prentun: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Keflavík Sími 421 4388 - Fax 421 4388 Netfang: stapaprent@mitt.is Forsíðumynd: Vatnslitamynd eftir Áka Gránz ^ 2 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.