Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 43
og landi. Við Fitjar er fallegt og skemmtilega hannað útvistarsvæði þar sem fuglalífið fær að njóta sín. Tjarnarsvæðið í Innri Njarðvík og ströndin þar hafa verið friðuð fyrir byggingarfram- kvæmdum og öðrum ágangi af mannavöldum þótt friðunin sé ekki formleg enn sem komið er. Ætlunin hefur verið að gera strandfjörurnar milli Ytri og Innri Njarðvíkur að útivist- arsvæði eins og þær voru áður fyrr þegar þar voru sjóböð og miklar sandljörur, iðandi af fuglalífi. Ekki hel'ur blásið byrlega fyrir lífríki þessa sérstæða ljörusvæðis á undanförnum áratugum vegna óþrifnaðar og skolprennslis frá Keflavíkurnugvclli. Hagvanir menn sem fylgjast vel með svæðinu segja að nú sé fjaran farin að taka við sér aftur, sandmaðkurinn sem var hoifinn úr fjörunni vegna mengunar er kominn aftur og farfuglar famir að sækja í hana á vorin og haustin. Nú í byrjun des- ember hafa menn talið þar milli 50-60 álftir á Fitjatjörnum en þar er einnig fjöldinn allur af gæsunt og öndum. Fyrir mörgum árum setti Karvel Ögmundsson upp skilti á Fitjum með áletruninni „Gefum fuglunum”. I skammdeg- inu er allra veðra von og lítið um æti fyrir fuglana. Auðvelt er að hæna þá að með því að fóðra þá reglulega. Gamalt brauð, kommatur allskonar og dýrafita er lostæti í goggi þessara fiðruðu vina okkar. Þeir auðga umhverfið og návist þeirra gefur okkur kjörið tækifæri til að kynna börnunum fagra og óspillta náttúru. Fitjatjarnir og svœðið þar í kring eru náttúruparadís sem þarf að vernda og varðveita með góðri umgengni og aðhlynningu aðfuglunum á tjörninni. Myndir á bls 42 og hér að ofan tók Rósinkar Olafsson, félagi í Ljósopi. Myndin hér að neðan: Faxi FAXI 43

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.