Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 11
 1 1 v y , æM . /wt Sóknarnefnd og starfsfólk Keflavíkurkirkju skoóa wnhverfi Skálliolts þar sem komið var saman til stefnumótunarvinnu 16.-17. septemher. Med þeim á myndinni er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor í viðskiptafrœði við HI, sem annaðist ráðgjöfina I þessu starfi. þær orðið til farsældar til lengri tíma litið og kallað á ný tækifæri. Þá hef ég meðal annars í huga varnarliðssvæðið og þau mál öll.” Erfiöleikarnir þjöppuðu fólki saman „Aðstæður voru einnig erfiðar þegar við kom- um fyrst vestur á Ísaíjörð. Miklar hörmungar höfðu gengið yfir Vestfirði með snjóflóðunum á Flateyri og Súðavík. Verulegur samdráttur var í atvinnulífi, gróin sjávarútvegsfyrirtæki lögðu upp laupana. Þjónustufyrirtæki sem höfðu starfað í tengslum við sjávarútveginn börðust í bökkum og sum gáfust upp. Þetta var mikið skipbrot og við skynjuðum að það var mjög þungt hljóð í mörgum Vestfirðingum. Menn sáu fram á að búa í verðlausum húsum og framtíðin virtist fremur vonlítil. Þegar við fórum frá ísafirði 10 árum seinna fundum við hvernig þessar aðstæður höfðu þjappað fólki saman, hvatt það til að hugsa á nýjum forsend- um, byggja meira á menntun, starfa í minni einingum og skapa sér reynslu áður en lagt er af stað í verkefni.” Viðamikil safnaðarþjónusta „Æskulýðsmál hafa verið mér mjög hugleik- in allstaðar þar sem ég hef þjónað. Við vorum í Vatnaskógi nýlega með samtals 150 ferm- ingarbörn og það var mjög vel heppnuð dvöl. Menn gera sér ekki almennt grein íyrir hversu viðamikil þjónustan er í söfnuöi sem þessum. Hér er mikið starfsmannahald og umsvif, tugir þúsunda fara um húsakynnin á hverju ári og starfsemin nær til allra aldurshópa. Hér fer fram viðamikið menningarstarf og helgihald. Allt þetta þarf kirkjan að kynna og hún verð- ur að tengjast sem víðast. Helsta verkefni mitt fyrstu misserin verður að ráðast í stefnumót- unarvinnu í söfnuðinum. Mér finnst eðlilegt og viðeigandi nú þegar ég er kominn í þetta embætti að ráðast í vinnu þar sem leitað væri fanga sem víðast í samfélaginu og þeirri spum- ingu væri varpa fram hvernig fólk sér fyrir sér farsælt safnaðarstarf. Það kom vel í ljós við prestsráðninguna hér í vor að fólk hefur mik- inn áhuga á kirkjunni, hvort sem hann beinist í jákvæðan eða neikvæðan farveg. Mér finnst eðlilegt að varpa boltanum aftur út í samfélagið og reyna að kalla eftir umræðu um hverskonar starfsemi sóknarbarnið vill hafa í söfnuðinum og hvernig rétt sé og eðlilegt að stýra honum. Hvernig meta menn gæði kirkjulegs starfs? Er það tjöldinn sem mestu máli skiptir, gæðin, fjölbreytni þjónustunnar nú eða eitthvað allt annað?” Nýhugsun í safnaðarstarfi „Við fórum í Skálholt um miðjan september, sóknamefnd og starfsfólk, ásamt Gylfa Dal- mann Aðalsteinssyni lektor og hófum þar formlega þessa vinnu. Gylfi er sérmenntaður í mannauðsstjórnun og var okkur þarna til ráð- gjafarog leiðsagnar. Þarsettum franr hugmynd- ir okkar og flokkuðum starfið í undirfiokka. Þetta var framúrskarandi vel heppnaður fundur með góðum og öflugum samræðum manna á milli. Eg hef síðan farið út í samfélagið, kynnt þessi mál og kallað eftir viðbrögðum. Margt skemmtilegt hefur kotuið út úr þeim samræð- um. Eg tel að þetta sé nokkuð sem við eigum að gera hér í kirkjunni - kalla eftir samræðum við einstaklinga og liópa um hvað sé upp- byggilegt og hvað brjóti niður, hvernig við get- um eflt þetta samfélag okkar og gert það betra. Markmiðið er að halda hér opið hús á vorönn þar sem við köllum á þá hópa sem ég hef þegar hitt og bjóðum þeim til umræðna í kirkjunni ásamt þeim öðrunr sem vilja taka þátt í þess- ari samræðu okkar. Ef allt fer að óskum mun- um við komast að samkomulagi um ákveðna verkáætlun og gefa hana út í haust ef allt fer að óskum þar sem við setjum okkur markmið sem við teljurn raunhæf og metnaðarfull og störfum samkvæmt þeim.” Jákvæðu gildin þýðingarmest „Það sem brýnast að miðla til barnanna á þessunr tímum er gildismat. Við erum að koma úr tíðaranda þar sem menn hafa óttast það að bera skýran og ákveðinn boðskap til bama. Ég tel mjög mikilvægt og brýnt að við tökum á okkur þá ábyrgð sem felst í því að miðla kom- andi kynslóðum gildismati og brýnasta verk- efni okkar hvað börnin varðar er að miðla þeim gildum sem ég tel vera kristin. Þetta eru jákvæð lífsgildi og fyrirmyndir: agi, fórnfýsi og náungakærleikur. Það er þessi bjartsýni og þessi góðu skilaboð sem við eigum að miðla börnunum og við eigurn ekki að vera feimin við það. Eitt að því sem ég stefni að eftir næstu áramót er málþing með félagsmálayfirvöldum um stöðu skilnaðarbarna. Þau verða oft útund- an í því ferli sem hjónaskilnaður er. Ég á mér líka þann draum að hér l'ari af stað verkefni þar sem skírnarvottar koma saman, því þeir hafa einmitt það hlutverk að miðla jákvæðum boð- skap og gildum til barnanna. Mig langar síðar meir til að kalla saman þá skírnarvotta sem ég hef haft afskipti af og veita þeim fræðslu um uppbyggileg skilaboð til barnanna.” etj. FAXI 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.