Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 13

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 13
Núfyrirjól kenmr út bók í tilefni aftuttugu ára afmœli Nesfisks ehf í Garði. I bókinni er starfsemin rakin einn sólar- hring á haustmánuðum þessa árs. Fylgst er með sjómönnum og landvinnslufólki einhvern ímyndaðan sólarhring þegar mikið er að gera. Nesfiskur ehf. í Garði er 20 ára á þessu ári, árinu 2006. Það var stofnað 1986 af feðgunum, Baldvini Njálssyni og Bergþóri Baldvinssyni og fjölskyldum þeirra, í framhaldi af Fiskvinnslu Baldvins hf. sem hann haíði rekið frá árinu 1973 að Iðngörðum í Garði. Gamla húsnæðið er enn nýtt en þar er nú rekið aíkastamikið þurrkhús.j Fyrirtækið gerir út 1 frystitogara, 2 ísfisk- togara, 3 snurvoðarbáta og tvo litla línubáta, sem keyptir voru nýlega á haustmánuðum. Þá er á vegum þess rekið fiystihús, saltfiskverk- un og þurrkhús í Garðinum, auk frystihúss í Sandgerði. Nesfiskur ehf. hefúr vaxið hratt síðustu ár. Vöxtur þess tók sérstakan kipp þegar það hóf togaraútgerð íyrir nokkrum árum og er það í dag orðið með öflugustu sjávarútvegsfyr- irtækjum landsins. Kristinn Benediktsson, Ijósmyndari, hefur unnið við að ljósmynda starfsemi lyrirtækis- ins þessa haustmánuði og fylgst með störfum sjómanna og landverkafólks bæði til sjós og lands. Útkoman er fjölbreytt frásögn í mynd- um og máli þar sem sólarhring er fylgt eftir og tíðarandanum og sögunni fiéttað saman. Kristinn Benediktsson FAXI 13

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.