Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 19
100 ára minning merkra hjóna á Suðurnesjum í október síöastliðnum heiðruðu margir nánustu afkomendur hjónanna Katrínar Illugadóttur Petersen og Péturs Jakobs Pet- ersen minningu þeirra með því að reisa þeim nýjan legstein í Út- skálakirkjugarði. Forgöngu um þetta mál hafði Einar G. Olafs- son sem rekur endurminningar sínar frá Keflavík eftirstríðs- áranna hér í jólablaði Faxa. Katrín var fædd í Reykjavík 7. jan. 1839, en Pétur Jakob 29. ágúst 1840. Hann var sonur Petersens gullsmiðs í Reykjavík, ættaður frá Kaupangi í Eyjafirði. Katrín var Reykvíkingur í ættir fram í föð- urætt, en móðurættin kom úr Ar- nessýslu. I grein sem Einar hefur skrifað í tilefni minningarathafn- arinnar í Utskálakirkjugarði segir m.a.: „Madame Petersen, eins og Katr- ín var ævinlega kölluð, var sögð afar fingerð kona og hárprúð. Lág- vaxin var hún, fyrirmannleg og bar hefðarkonusvip. Pétri Jakob er lýst sem dagfarsprúðum hlédrægum og mjög snyrtilegum, fáguðum manni. Sagt er að þau hafi á efri árum ekki blandað geði við marga, en þegar yngri voru verið afar glaðvær og tekið virkan þátt í skemmtunum, dansleikjum á vetrum og útreiðart- úrum yfir sumarmánuðina. Þetta á sér skýringar sem auðskildar eru við frekari lestur tilvitnana síðar í greininni. Pétur Jakob fluttist ung- ur til Keflavíkur, aðeins 17 ára að aldri og gerðist verslunarþjónn hjá Siemsens-verslun. Hann vann sig fijótt upp í það að verða bókhald- ari við þá verslun og orðlagður var hann fyrir ágætt starf. Var lengi til hans jafnað um fyrirmyndarbók- færslu. Hann byggði sér allstórt hús með útihúsum og það sem ekki var síður mikilvægt, hann átti frek- ar stórt tún sem nauðsynlegt var til þess að geta hafl einhvem bústofn auk reiðhesta. Eg man ennþá þetta tún og eitthvert húsanna þegar ég fór að muna ef'tir mér á stríðsárun- Hjónin Pétur Jakob Jóliannsson Petersen og Katrín Illugadóttir Pet- ersen Petersensfjós. Frá vinstri sést á hús Ólafs Sólimanns ogjyrir aftan á mœninn á húsi Eyjólfs Bjarnasonar Klapparstig 7. um í Keflavík þar sem ég ólst upp í Klampenborg sem var örstutt frá fyrrum heintili langafa míns og langömmu. Afi minn, Júlíus Pet- ersen, átti það eða hal'ði að minnsta kosti umráð yfir því á þeim árum. Þar voru ætíð allnokkrir hestar, bæöi lians og nágranna. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp í miðbæ Kefiavíkur innan um bú- skap og trillubátaútgerð, einkum frá Jóni í Garðshomi, seni bjó í göt- unni minni, Túngötu. Bryggjan var nánast beint niðuraf við Hafnargöt- una og stakkstæðið til breiðslu og þurrkunar fiskjar mitt á milli. Eftirað Pétur Jakob hætti störfúm hjá Siemsens-verslun varð hann starlsmaður Duus-verslunar þar til Legsteinninn i Útskálakirkjugarði hann veikist 60 ára að aldri. Eitt- hvað er á reiki um starfsheiti hans hjá Duusverslun, samanber bækur og manntal frá 1890. Tveir menn, báðir prestar, segja þó að hann hafi verið faktor við verslunina (sam- anber skýringar í orðabók Sigfúsar Blöndal). ÞannigsegirsíraSigurður B. Sívertsen í Suðurnesjaannál frá helstu verslunarmönnum í Kefla- víkáárinu 1880: „Verslunarfulltrúi hans er Pétur Joh. Petersen. Hann er duglegur maður, ósérhlífinn og ömggur þegar á liggur, greindur og vel að sér og húsbóndahollur. Fjárhagur hans stendur ekki vel því hann er fjölskylduntaður og bæði kona hans og systir mjög heilsulitl- ar.” Að þessu sögðu vil ég bæta við að þau hjón, Katrín og Pét- ur Jakob, eru í heimildum sögð afar hjálpsöm ekki síst þeim sem minna mega sín. Eitt dæmi skal hér nefnt: Sigþrúður ung kona úr Mýr- arsýslu, giftist Jón Guðmundssyni sjómanni og bjuggu þau aðallega í Kefiavík. Eignuðust þau fjölda barna. En svo kom áfallið, Eftir róður hné Jón niður á stakkstæð- inu ol'an fjörunnar bráðkvaddur, 41 árs að aldri. Það má nærri gela hverjir erfiðleikar hafa steðjað að Sigþrúði, ekkju hans. Árið 1868 þegar elsta dóttir Sig- þrúðar sem lifði, Sigríður að nalni, skyldi fiutt hreppaflutningi upp á Mýrar þó svo að Sigríður hel'ði unnið sér búseturétt í Keflavík. Hreppstjórar voru ósammála og vísuðu hvor á annan en tóku sig svo saman og ákváðu að öll börn- in skyldu flutt hreppaflutningi á Mýrarnar ásamt móður sinni, sem og gert var. Pétur Jakob Petersen var hjálpsamur og féll ekki þessi framganga. Hann hafði eitt ráð, skráði þessa tæplega 17 ára stúlku í vist á heimili sínu og lokaði þar með lögsögu hreppstjórans. Þetta geröi hann öðru sinni þrátt fyrir að húsið væri fullt og efnahagur bágborinn. Hann fékk bágt fyrir hjá valdamönnum á Suðurnesjum, að sýslumanni undanskildum.” FAXI 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.