Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 38

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 38
Ljósmynd Rósinkar Ólafsson -» _U~'- —áfcRSf- Uppruni og merking nafnsins Keflavík Fyrir nokkru skoðaði Skúli Magnússon sagnfræðingur nafnið Keflavík, rætur þess og merkingu, frá sjónarhóli orðsifjafræði. Niðurstöður eru athyglisverðar og ekki er vitað til að menn hafi áður skoðað frum- merkinguna í nafninu Keflavík út frá þessu sjónarhorni. Þessar niðurstöður gilda þá væntanlega líka um aðrar Keflavíkur á land- inu. Fengur er að þessum tilgátum Skúla og þær eru gott innlegg í forsögu Keflavíkur. Venjulega hafa menn talið að staðarnafnið Keflavík sækti uppruna sinn til trjáreka en illa hefur gengið að koma því heim og saman við hafstrauma og reka við ísland enda eru flestar Keflavíkurnar á Suður- og Vesturlandi þar sem reki er alla jafna ekki mikill. Undantekning eru þó Keflavíkurnar norðalands. Þær eru nær trjáreka úr Norðurhöfum en ekki fara þó sagn- ir af rekasæld í þeim. Nær allar Keflavíkurnar eru fyrir opnu hafi þar sem sær er bæði úfinn og ókyrr en úr þeim er stutt á góð fiskimið. Að Keflavíkunum liggja víðast hvar hamrar í sjó fram og flestar eru þær skjóllitlar og landtaka þar erfið. Kefli Frísa við Norðursjó Fyrir ævalöngu, líklega um og fyrir Krists burð, bjuggu á ströndum Ermasunds og Norð- ursjávar germanskir þjóðflokkar við opið út- haf og sendna strönd en Iandið þar upp af og inn í norður Þýskaland var þá enn skógi vaxið og hefðbundinn landbúnaður lítt á legg kom- inn á þessu svæði. Þegar karlmenn af þessum forn-germönsku þjóðflokkum ruddu skóginn eða sóttu sér tré þar til smíða veltu þeir á und- an sér sívölum, afkvistuðum og greinalausum trjábolum. Við sendnar strendur Norðursjávar, við smávíkur eða lænur, reistu þeir sér og fiöl- skyldum sínum hús á staurum eins og fornleif- ar sýna. Smám saman komust þeir upp á lag með að 38 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.