Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 50
UM ÁRAMÓT
Hið nvia lan
Landslagið í íslensku atvinnulífi hefin* gjörbreyst á aðeins tólf árum. Bankarnir eru
núna allt í öllu, viðskiptablokkum heftu- fjölgað, komrn er fram ný kynslóð stjórnenda
með allt önnur vinnubrögð og hugsunarhátt og áfram mætti telja; listinn er langur.
Eftír Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson
Fyrir tólf árum
Klukkan var rúmlega tvö um nóttina. Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra bauð Þorsteini Pálssyni sjávar-
útvegsráðherra upp á vindil í sigurvimunni. Þorsteinn
þáði vindilinn þótt hann reykti ekki. Jón dró fram eldfæri og
Þorsteinn hóstaði eftir fyrsta reykinn. Þeir voru vígreifir og
fögnuðu fyrsta alvörusigri Viðeyjarstjórnar Davíðs Oddssonar.
Skrifað hafði verið undir samkomulagið um Evrópska efna-
hagssvæðið, EES, í glæsilegum húsakynnum Evrópusam-
bandsins í Lúxemborg. Söguleg stund - sem mótað hefur mjög
hið nýja og svipmikla landslag í íslensku atvinnulífi. Þetta var
fyrir rúmum tólf árum, aðfararnótt 22. október 1991.
EES-Samningurinn EES-samningurinn gengur út á sameigin-
legan markað í Evrópu; þ.e. frjálst flæði vöru og þjónustu, vinnu-
afls og Ijármagns á milli landa - sem og sameiginlegt laga-
umhverfi fyrir þetta sameiginlega efnahagssvæði. Takið eftir
þessu með flármagnið. Halda má því fram að EES-samningur-
inn sé forsendan fyrir hinni glæsilegu útrás bankanna og
annarra íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. í fyrstu óttuðust
margir að erlent flármagn myndi flæða til íslands í kjölfar samn-
ingsins og gleypa hér allt og alla. Raunin hefur orðið önnur. Það
hefur orðið að draga útlendinga hingað, nánast með töngum, til
að fjárfesta í fyrirtækjum og hafa þeir fyrst og fremst haft áhuga
á stóriðju. Það er aðeins á síðustu árum sem þeir hafa sýnt
íslenskum skuldabréfamarkaði áhuga.
fl slóð kolkrabbans En stöldrum aðeins við þetta haust, áríð
1991. Skömmu eftir að þeir Jón Baldvin og Þorsteinn hrósuðu
sigri í Lúxemborg kom út bókin A slóð kolki'abbans eftir Örnólf
HIÐ NYJA LANDSLAG
í VIÐSKIPTALÍFINU
1 Fyrirferð bankanna. Bankarnir eru orðnir helstu hlut-
hafar í stærstu fyrirtækjum landsins.
2 Ueldi viðskiptablokka.
3 Komin er fram ný kynslóð stjórnenda (excel-
kynslóðin) sem beitir nýjum vinnubrögðum.
4 Óvissa einkennir störf forstjóra og líftími þeirra í
starfi hefur styst.
5 Drifkraftur sterkra einstaklinga í litlum bæjarfélögum
hefur dvínað.
6 Sala fjölskyldufyrirtækja er nánast tískufyrirbæri.
7 Tróin á hlutabréfamarkaðinn og yfirburði almennings-
hlutafélaga hefur minnkað.
8 í fyrsta sinn er til orðið ríkt fólk í íslensku samfélagi.
9 Fyrirtæki eru ekki lengur trúfélög og almenningi
virðist meira sama hverjir eiga þau.
10 Umræða um spillingu og grá suæði í uiðskiptalífinu
setur meiri suip sinn á dægurmálin.
11 ísland er of lítið; útrás íslenskra fyrirtækja er
áberandi markuiss og afgerandi.
12 Stórfréttir ór uiðskiptalífinu eru að verða daglegt
brauð.
50