Frjáls verslun - 01.11.2003, Side 84
LIF & HEILSA
Myndir: GEIR ÓLAFSSON
Hættur og glaður.
Pétur Einarsson
leikari stendur fyrir
námskeiðum í því
að hætta að reykja.
R£YKII\IGAR
Eg vil hætta!
Þaö vilja allir reykingamenn hætta að reykja. Það vilja allir reykingamenn halda
áfram að reykja. Finnst þér þetta mótsögn?
Setningarnar hér að ofan eru flestum þeim sem þekkja
reykingafólk kunnuglegar. Hver þekkir ekki reykinga-
mann eða konu sem hefur stærstan hluta reykingatíma-
bilsins verið að berjast við að hætta? Og getur það kannski
stundum en byrjar jafnharðan aftur þrátt fyrir miklar yfir-
lýsingar.
Það eru ótal ráð í boði. Plástrar, dáleiðsla, geðlyf, tyggjó og
dropar svo eitthvað sé nefnt Einum gefst þetta vel og öðrum
annað en því miður er reynslan sú að allt of margir byija aftur
að reykja. Pétur Einarsson leikari hefur um árabil ásamt félaga
sínum, Valgeiri Skagfjörð, verið með námskeið sem hann kallar
.Auðveldu leiðina til að hætta reykja". Hann segir námskeiðið
alþjóðlegt og margprófað og gefa mikinn árangur.
„Námskeiðin eru bresk að uppruna, upphafsmaður þeirra
reykti mikið og þurfti stundum að reykja allt upp í fimm
pakka á dag,“ segir Pétur, sem sjálfur hætti að reykja með
þessari aðferð fyrir nokkrum árum. „Karlinn gerði ótal
tilraunir til að hætta að reykja og það var ekki fyrr en konan
hans stappaði niður fótum og æptí: „Af hveiju ertu að gera
mér og börnunum þetta?“ sem hann fór að velta því fyrir sér
af hveiju það væri svona erfitt að hætta. Þegar hann hafði
hugsað vel og lengi, rann upp fyrir honum hver reykinga-
gildran væri og hann hætti á stundinni og varð svo glaður að
hann hljóp til konunnar og hrópaði: „Ég ætla að frelsa allan
heiminn undan reykingum!“
Háleitur draumur þessa breska manns hefur nú náð þvi að
virðast geta ræst. Fjölmargir einstaklingar hafa farið á
námskeið og hætt og það án þess að nota tíl þess nokkur
hjálpartæki.
„Fólk fær fræðslu um allt reykingavesenið og ef það er opið
og einbeitt, áttar það sig á því hvernig reykingagildran fer að því
að halda því reykjandi," segir Pétur. „Og þegar fólk skilur það,
hættir það einfaldlega að reykja. Aðferðin sem notuð er er
svokölluð „cognativ" aðferð og felst ekki í hræðsluáróðri eða
neinu slíku heldur eingöngu því að skilja. Og vegna þess að
manneskjan er að öllu jöfnu rétt og sækir í heilbrigði, smellur
hún aftur í heilbrigða ástandið."
Námskeiðin eru 6 tímar í einu og segir Pétur sjaldgæft að fólk
þurfi að koma afitur. Það komi þó fyrir og geti fólk mætt eins oft
og það telur sig þurfa innan sex mánaða. „Ef viðkomandi hefiur
komið á þijú námskeið og er enn reykjandi, getur hann valið um
að fá endurgreitt eða fara á fleiri námskeið,“ segir Pétur sem
telur ólíklegt að til þess komi. „Það er flestum auðvelt að hætta
eftir fyrsta námskeið og það er það sem er svo skemmtilegt við
þetta,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki orðið glaðari yfir
neinu eins og því að losna undan reykingum. [£]
84