Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Side 86

Frjáls verslun - 01.11.2003, Side 86
LIF & HEILSA Eftir UIGDÍSI STEFÁNSDÓTTUR í fararbroddi Fæðubótarefni og vítamín eru ekki lengur sjaldgæf sjón, heldur eðlilegur hluti daglegs lífs nútímannsins. Æ IBandaríkjunum eru strangar reglur um framleiðslu og sölu lyfja, vítamína og fæðubótarefna. Matvæla- og lyijaeftirlitið (FDA) hefur eftirlit með rannsóknum og framleiðslu á þessu sviði og framleiðendur sem ná því að fá vörur sínar samþykktar þar, hafa um leið fengið ákveðinn gæðastimpil. Now foods er gamalgróinn fram- leiðandi sem alla tið hefur sett sér þau markmið að framleiða fyrsta flokks vörur á góðu verði. Fyrirtækið var stofnað árið 1968, og stendur heitið NOW fyrir Natural, Organic and Wholesome, sem er það sem bræðurnir Elwood og Lou Richard, stofnendur Now Foods, ákváðu í upphafi að yrðu markorð fyrirtækisins. Þar sem rannsóknarstofa fyrirtækisins sér um nær allar rannsóknir innan þess, er hægt að bregðast hratt við beiðnum og breytingum auk þess sem nýjar uppgötvanir eru fljótar að skila sér í framleiðslu. v Double Strength # ^lucosamifle 4 Chonclroió11 Gæðaeftirlit Innan fyrirtækisins starfar fólk með mikla menntun á sviði heil- brigðis- og vísinda og hefur fyrirtækið fengið hverja viðurkenninguna á fætur annarri. Rannsóknarstarf innan þess er öflugt og fræðslustarf einnig stór þáttur. Þó svo gæðin séu mikil í framleiðslunni og aðeins fyrsta flokks hráefni notað, er þess jafnframt gætt að halda kostnaði niðri bæði í framleiðslu og í rekstri. Engar dýrar auglýsingar eru leyfðar og ef hægt er að kaupa tæki og hús- búnað notað er það gert fremur en að eyða í óþarfa. Þetta gerir það að verkum að vörur fyrirtækisins eru að jafnaði mun ódýrari en samkeppnisaðilanna. 120 Tablets A Dlatary Supplement Rannsóknir eru undirstaða þess að hægt sé að framleiða betri vörur. Vítamín og fæðubótar- efni eru höfuðframleiðsluvörur Now Foods. Fræðsla til almennings Fróðleiksþorsti almennings um heilbrigðismál er mikill og Now foods hefur brugðist við því. Á heima- síðu fyrirtækisins: http://www.now- foods.com er að finna viðamiklar upplýs- ingar um sjúkdóma, vítamín, lyf og ýmis heilbrigðismál. Reyndar er þarna að finna upplýsingar sem nýtast fagfólki ekki síður en almenningi en þar sem starfsfólk Now Foods er allt sérfræðimenntað, eru upplýs- ingarnar þess eðlis að þeim er hægt að treysta. Enda þess gætt að aðeins áreiðan- legar upplýsingar séu settar fram. Á vefsíðunni er einnig að finna góðar upplýsingar um fyrirtækið og framleiðslu- vörur þess auk spurningalista sem fólk getur svarað og fundið þannig út hvernig heilsu þess er háttað. Now Foods framleiðir um 1800 vörutegundir sem skiptast á milli vítamína, andoxunarefna og annarra heilsu- tengdra vöruflokka. Þeir sem áhuga hafa á því að fylgjast með því sem er að gerast á ákveðnum sviðum heilbrigðismála geta gerst áskrifendur að fréttabréfum fyrir- tækisins en það er einnig á heimasíðunni. Um er að ræða íjölmarga flokka og velur hver og einn sér það sem hann hefur áhuga á. [S C-IOOO Walncd Rclnrtf W'«h k.« j ... Sulfate Join, Support VjOOlO Zz é jðL ----- --i-’jfc * .1 n*ui n H-400 j,, ' & IxlvinaoKi • > * S)-mp i§ÍS2’ jTar ^NTRO) tf 86

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.