Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 25
^spron
Bjóðum viðskiptavinum okkar
að ná niður kostnaði af ferðalögum
Nýuerið kynnti SPRON alþjóðlegt afsláttarkort, sem ueitir
uiðskiptauinum sparisjóðsins 50% afslátt af uerði gistingar á
um 4000 þúsund hótelum uíðs uegar um heim. Viðbrögðin hafa
ekki látið á sár standa og hafa fjölmargir spurst fyrir um kortið hjá
sparisjóðnum og margir sett sig á lista yfir uæntanlega korthafa.
Afsláttarkortið sem um ræðir er gefið út af Hotel Express Intemational,
sem er afsláttarklúbbur og var stofnaður f Bandaríkjunum árið 19B7.
Sú sérstaða klúbbsins að bjóða meðlimum ávallt að lágmarki 50%
afslátt frá listaverði hótelgistingar, hefur aflað honum mikilla vinsælda
og í dag eru liðlega 3,5 milljónir manna að nýta sér afsláttarkort
klúbbsins í 135 löndum. Úrval hótela, sem eru í samstarfi við klúbbinn,
er fjölbreytt og er hægt að velja úr hótelum sem hafa allt frá tveimur
og upp í fimm gæðastjörnur. Þar á meðal eru þekktar hótelkeðjur eins
og Sheraton, Golden Tulip, Renaissance, Hilton og Radisson.
Samstarfshótel klúbbsins eru öll tilgreind í handbók sem er uppfærð
tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Er hægt að nálgast hana á vefsíðu klúbbsins,
www.hot-ex.is. Handhafar kortsins geta bókað sig beint á víðkomandi hótel
eða notið endurgjaldslausrar aðstoðar bókunar- og þjónustumiðstöðvar
Hotel Express á íslandi. Á ferðalögum erlendis er hægt að fá aðstoð við
bókanir í bókunarstöðvum klúbbsins í viðkomandi landi.
Hér á landi eru í dag 25 hótel um allt land í samstarfi við Hotel
Express og bjóða þau eins og önnur samstarfshótel fastan 50%
afslátt frá gistingu hverju sinni gegn því að afsláttarkorti klúbbsins
sé framvísað. Auk þess fá korthafar 50% afslátt af fullu daggjaldi
hjá Bílaleigu Flugleiða/Hertz. Þá tryggir Flugfélag íslands þeim 50%
afslátt frá fullu fargjaldi á öllum áætlunarleiðum félagsins og hliðstæður
samningur hefur verið gerður við íslandsflug.
Auðveldar ferðalögin
.Ástæðan fyrir því að við sömdum við Hotel Express International var að
við erum ávallt að reyna að finna leiðir til að mæta þörfum viðskiptavina
okkar og búa þannig um hnútana að þeir fái meiri verðmæti með því
að eiga viðskipti við SPRDN. Þegar við höfðum kynnt okkur gildi þessa
afsláttarkorts og þá möguleika sem það gefur ákváðum við að ganga til
liðs við þá,“ segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri.
„Þegar haft er í huga að fók ferðast mikið og einn stærsti
útgjaldaliðurinn á ferðalögum er gisting, þá töldum við að hér væri
komin góð leið til að auðvelda ferðalögin og finna ódýrari leiðir. Það var
því engin spurning í okkar huga að hér var kominn valkostur sem ætti
erindi til okkar viðskiptavina."
Guðmundur hefur sjálfur góða reynslu af viðskiptum við Hotel
Express International. „Áður en ég fór í sumarfrí í sumar hafði ég
samband við Hotel Express klúbbinn hér á landi og nýtti mér ókeypis
þjónustu hans. Þegar klúbburinn veit hvert maður vill fara og hvenær,
þá er leitað eftir hagstæðustu tilboðunum og þau lögð fyrir hann. Ég
fann fyrir því í ferðinni að kortið skilaði mér heilmiklum afslætti."
Ánægðir með viðbrögðin
Viðskiptavinir SPRON njóta vildarkjara umfram aðra sem eru í Hotel
Express International klúbbnum hér á landi: „Gjaldið af notkun kortsins
hjá okkur er aðeins 2600 kr. þegar það kostar 14900 kr. fyrir aðra
að ganga í klúbbinn. Afsláttarkortið er endurgjaldslaust fyrir handhafa
viðskiptakorta sem gefin eru út af sparisjóðnum og þá viðskiptavini sem
eru með platínukort."
Ekki segir Guðmundur að afsláttarkortið komi niður á notkun á öðrum
kortum sem SPRON býður viðskiptavinum sínum: „SPRON hefur haslað
sér völl á sviði útgáfu kreditkorta. Við tókum upp veltukort fyrir fimm
árum og lögðum af stað með svokölluð e-kort í vor. Þessi kort eru
hvor tveggja mjög góðir kostir. Nýja kortið er ekki kreditkort heldur
afsláttarkort og kemur sem hrein viðbót við þá þjónustu sem fyrir er.
Við erum mjög ánægðir með viðbrögðin við nýja kortinu og hversu vel
þessari þjónustu hefur verið tekið. Ljóst er að viðskiptavinir okkar gera
sér grein fyrir því að verið er að bæta kjör þeirra.“S3
i: ™ jl am • Jt' í 1 V ■ íwl \
25