Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2004, Síða 71

Frjáls verslun - 01.08.2004, Síða 71
FDRSTJÚRAVIÐTQI BYKO JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Líflegt í byggingariðnaði Byggingariðnaður, matvara, raftæki, húsgögn og íþróttavörur. Jón Helgi Guðmundsson kemur víða við í starfsemi sinni og rekur m.a. fyrirtæki í Lettlandi og Rússlandi. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur r rið 2003 voru heilmikil umsvif í byggingaiiðnaði, árið var ^Walveg bærílega líflegt og það hefur haldist vel fram eftir ■ Bþessu ári, ekki síst við byggingaffamkvæmdir. Þær hafa verið heilmiklar. Byggingariðnaðurinn hefur verið á stöðugri uppleið síðustu árin. Ekki hafa verið byggðar jafnmargar full- gerðar íbúðir eins og nú frá því á áttunda áratugnum, þ.e. 1.200- 1-600 íbúðir síðustu árin og 2.000 á síðasta ári, þannig að það er töluverður kippur í þessu. Stærsti hlutinn af þessari aukningu er a höfuðborgarsvæðinu en þó eru framkvæmdir aðeins að taka wð sér fyrir austan, einkum á Reyðarfirði og Egilsstöðum, fyrst °g fremst vegna væntanlegrar stóriðju. Þó að Islendingum hafi fekkað sem hafa þar skráða búsetu hafa útlendingar komið í staðinn í verulegum mæli. Þá var árið líflegt á Suðurlandsundir- lendi. Við opnuðum þar verslun fyrr á þessu ári og henni hefur verið vel tekið,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko. Margt að laga Jafnframt því að vera forstjóri Byko er Jón Helgi stjómarformaður Norvikur en undir þeim hatti era fyrir- teki í raftækjum og matvöru ekkert síður en í byggingariðnaði. Þannig telst Kaupás, sem rekur m.a. Nóatún, 11-11 og Krónuna, undir Byko-hattinn en Norvik keypti einmitt 100% hlut í Kaupási 1 fyrra. „Við tókum ekki við Kaupási fyrr en urn mánaðamótin október-nóvember þannig að það reyndi svo sem ekki mikið a þann rekstur á síðasta ári. Eg settist þar niður og kynnti mér uienn og málefni og nú er þar tekinn við annar maður sem hefur starfað hjá okkur í mörg ár. Hann heitir Sigurður Amar Sigurðs- son. Við höfum verið að fást við það að koma betur að þeim rekstri, laga það sem hægt er að laga og virðist þurfa að laga. hað er að mörgu að hyggja þegar nýir menn taka við.“ Matvaran er ekkert ýkja frábrugðin annarri smásölu. „Hún er vissulega ný fyrir okkur en það gilda svo sem sömu lögmál um hana og annað í smásölunni. Við tókum líka við Húsgagna- höllinni og Intersport og þar eru mörg verkefni að fást við. heksturinn þar er ekki góður. Við erum að koma okkur þar áleiðis," segir hann. Jón Helgi kveðst bjartsýnn með það sem Byko hefur tekið ser fyrir hendur. Hann segir mörg spennandi verkefni í Kaup- asi. „Við settum okkur það markmið að ætla okkur þijú ár til að komast þar vel af stað. Bráðum er eitt ár liðið og þetta hefur allt færst í rétta átt.“ Baftækí og RÚSSland Rafvöraverslunin hefur verið sterk eining innan Norvikur. Ný Elko-verslun var opnuð í Skeifunni í mars á þessu ári og segir Jón Helgi ánægju ríkjandi með gang- inn í raftækjunum í heildina litið. „Þetta hefur gengið mjög þokkalega. Eins og allt annað verður þetta aldrei alveg bein braut en það heíúr engu að síður skilað sér vel og verið spenn- andi að fást við þetta verkefni. Elko er verðleiðandi á íslandi. Flestir hafa tekið eftir þvi að raftæki eru ódýr, og ef opinber gjöld eru undanskilin þá er verðið hér fyllilega sambærilegt við það sem er annars staðar. Síðan keyptum við fyriifæki í Lettlandi á síðasta ári sem heitir Ced og það bættist við starfsemina sem tyrir var í Lettlandi. Ced er líklega einn stærsti fuglahúsaframleiðandi í Evrópu, framleiðir fúglahús úr timbri og flytur út, mest til Bret- lands en líka viðar. Reyndar er ýmislegt fleira framleitt þama. Við fórum í þessi kaup vegna þess að þama gátum við nýtt töluvert mikið af efni sem fellur til í Bykolat þannig að þetta fellur vel saman, svipaður markaður og svipuð aðferðafræði sem þarf í reksturinn. Við erum að koma þessu vel af stað og gerum heilmikið á þessu ári.“ Jón Helgi á helmingshlut í Oddaflugi sem aftur á 32 prósenta hlut í Flugleiðum. Hann segist ekki vera mjög virkur innan Flug- leiða en sér finnist Flugleiðir ákaflega spennandi fyrirtæki. Þar sé gott fólk í daglegum rekstri. Líflegt á byggingamarkaði Árið 2004 íítur mjög þokkalega út. Byggingariðnaðurinn er í töluverðri uppsveiflu áfram, töluverðar framkvæmdir og mikið að starfa hjá iðnaðarmönnum. Við erum í þeim geira þannig að við reiknum með að það sé líflegt framundan í byggingariðnaði nema eitthvað óvænt komi upp á. Verslun með raftæki er tekjuteygin og því er þetta spuming um hvemig tekjumyndunin verður og hvemig væntingar fólks í þjóðfélaginu em. Ef væntingar em miklar þá er fólk fúsara til að skipta um raftæki. í samdrætti er þetta öfugt, fólk kaupir síður raftæki,“ segir Jón Helgi. Sveiflumar era ekki eins miklar í matvörunni. „Við ætlum að halda okkar hlut og auka hann eins og við getum. Við eram að koma okkur fyrir á markaði, bæta verslanir og þjónustu við viðskiptavini. Krónan er valkostur í lágvöraverðsgeiranum sem við ætlum að efla. Við eram að leita meira til Rússlands eftir hráefni og eram þegar með starfsemi þar á nokkram stöðum, bæði í skógarhöggi og við frekari úrvinnslu á timbri. Eg á von á því að við reynum að eflast þar. Það tengist þvi sem við eram að gera í Lettlandi og þar gengur ágætlega. Við erum hóflega bjartsýn á næstu framtíð. Það eina sem ég óttast er að það verði heldur hratt farið í okkar þjóðfélagi, það verði fullmikil þensla. Við höfum margfarið í gegnum svoleiðis ferli." IH 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.