Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 77
„Nú þegar rykið er farið að falla
sjá menn betur hvað þetta hefur
haft jákvæð áhrif. Eimskipafélagið
er dæmi um það. Það er mjög
sterkt, nýbúið að tengjast færeysku
skipafélagi og kominn í það
kraftur.“
verið mikill og hagnaður góður og Sigur-
jón segir að allir bankamir horfi sterkar út
á við í ljósi þess að þar séu vaxtartækifæri.
Einbeitingin hafi því farið meira þangað,
ekki síst sökum þess að vaxtarrýmið á
Islandi sé orðið frekar takmarkandi. Hann
telur þróunina halda áfram. Enginn hafi
átt von á því fyrir fimm árum að þróunin
yrði sú sem hún hefur orðið, þ.e. að
fjármálastarfsemi og lyijaframleiðsla yrðu
útflutningsvörur og að Islendingar yrðu
eins stórir i rekstri smásöluverslana á
erlendri grundu og raun ber vitni. Flestir
hefðu fyrirfram haldið að það myndi gerast
innan sjávarútvegsins en það hefði ekki
gerst í þeim mæli sem menn áttu von á.
Sigurjón telur hins vegar að það sé þegar
farið að gerast.
þjóðfélagið en framan af var þetta gagnrýnt og notuð neikvæð
orð um þróunina. En nú, þegar rykið er farið að falla, sjá
menn betur hvað þetta hefur haft jákvæð áhrif. Eimskipafé-
lagið er dæmi um það. Það er mjög sterkt, nýbúið að tengjast
færeysku skipafélagi og kominn i það kraftur."
Þróunin í bankaheiminum hefur verið beint framhald af
því sem gerst hefur síðustu mánuði og misseri. Vöxtur hefur
Shýringin í eðli Islendinga „Skýringin
á því hve vel hefur gengið í útrásinni
liggur í eðli Islendinga. Þeir eru tilbúnir
að vaða í hlutina og eru óhræddir við að
ræða beint við efstu menn. Við erum vön
stéttlausu þjóðfélagi, þar sem er lítið stig-
veldi og mönnum eðlislægt að tala við
hæstráðanda og reyna að finna lausnina,
koma málum til framkvæmda. I stærri og
lagskiptari þjóðfélögum myndi mönnum
ekki detta þetta í hug. Þess vegna náum
við góðum árangri í greinum þar sem er
þunglamalegt stigveldi, t.d. í bankastarf-
semi. Hún er í eðli sínu þunglamaleg. Við
förum í þetta og fylgjum auðvitað öllum
reglum en látum ekki óskráðar hefðir eða
höft stöðva okkur,“ segir Sigurjón og telur
framtíðina ákaflega bjarta fýrir bankana og
atvinnulífið almennt.
Hann hefur samt áhyggjur af því hve neikvæð þjóðfélags-
umræðan verður stundum og segir ákveðin öfl ýta undir þá
umræðu að það þurfi að hindra þessa þróun sem hefúr átt
sér stað. „Stjómmálamenn mega passa sig á því að gera ekki
breytingar sem geta skaðað það umhverfi sem hefur verið að
skila þeim mikla og jákvæða ávinningi sem menn hafa séð og
sjá framundan að öllu óbreyttu.“ S3
77