Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 113
keppnin sé svolítið öðruvísi en í frysta fiskinum því að ferskar
vörur flytur maður ekki langt. Þetta er öðruvísi samkeppnis-
umhverfi.“
Gunnar býst við að þróunin haldi áfram í öðrum Evrópu-
löndum og segir SH vilja fylgja þvi eftir „og fara inn á þennan
markað og þá um leið að vaxa, ekki síst á kælda hluta markað-
arins. En á frysta hlutanum líka til að öðlast styrkari stöðu sem
birgir með breitt vöruúrval og góða þjónustu og þá stærð sem
viðskiptavinurinn kallar á. Við stefnum á aukinn vöxt, sérstak-
lega í kældum fiski,“ segir hann og játar því að fyrirtækið sé opið
fyrir kaupum á fleiri fyrirtækjum. „Við ætlum að tjárfesta á þeim
mörkuðum sem við erum fyrir á. Fyrir utan Japan eru okkar
tykilmarkaðir Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland og
Spánn - og það eru þeir markaðir sem við einblínum á með íjár-
festingarmöguleika.“
Útbúa betur til eldunar Hann trúir því að fiskneysla styrkist og
vaxi. „Núna sjáum við mjög aukna áherslu á heilsu- og megrun-
arfæði, kolvetnissnauðar vörur og fiskur fellur vel að því. Það
FQRSTJÚRAVIBTQL
gæti styrkt hann. Við höldum líka að það verði meiri og kannski
sterkari þróun í átt til þægindavöru, þar sem búið er að útbúa
vöruna betur til eldunar því að menn gefa sér stöðugt minni tíma
til að elda og fæmin er kannski ekki til staðar eins og var í gamla
tjölskyldumynstrinu."
- Hvað tekur helst hug þlnn og starfskrafta þessl misserin?
„Ég rek Holding-fyrirtæki þar sem starfa ijórir. Við emm með
öll dótturfélögin undir okkur, Jjárfestingar í þeim, efdrlit, upp-
lýsingasöfnun og jdhumsjón með stefnu þeirra og útfærslu
hennar í samráði við grúppuna. Ég vona að það haldi áfram að
vera einkennandi fyrir okkur eins og hefur verið síðustu mán-
uði og misseri að koma auga á tækifæri til vaxtar á markaði.
Þessi fyrirtæki em algjörlega sjálfstæð og reka sig sjálf með
sínum arðsemismarkmiðum. Okkar hlutverk er að ffamfylgja
markmiðunum. Við fömm ekki inn í fyrirtækin og tökum þátt
í minniháttar málum þar. Við emm í lengri tíma stefnumótun
með þeim og fömm fyrst og fremst inn þegar verið er að bijóta
sig áfram á markaði.“H3