Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 114
300
stærstu
fi
w
'J
NORÐURLJÓS SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON
Einhugurinn skilar sér!
Fjölmiðlaheimurínn leikur á reiðiskjálfi, samkeppnin er gífiirleg og fjárhagsvandræðin eru dijúg.
Sigurður G. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norðurljósa, er samt bjartsýnn á framtíðina.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Fjölmiðlageirinn í heild sinni hefur átt í fjár-
hagsvandræðum síðustu árin. Ástandið
hefur verið slæmt hjá blöðunum að frátöldu
Fréttablaðinu, Prentsmiðjan Oddi keypti nýlega
Fróða, afkomutölur RUV hafa ekki bent til mik-
illar velgengni, DV var auðvitað í fjárhagsvand-
ræðurn og Morgunblaðið hefur tapað peningum.
Ástandið hefur verið slæmt hjá Skjá Einum og
ekki hafa Norðurljós farið varhluta af erfiðleik-
unum. ,Árið 2003 var merkilegt hjá okkur. Við
vorum ennþá í miklum vanskilum, í raun með
öll okkar vaxtaberandi lán. Áskrifendum flölgaði,
auglýsingatekjur jukust og á endanum tókst að
bjarga félaginu frá gjaldþroti með aðkomu nýrra
hluthafa í lok árs 2003. Þetta var ár björgunar-
aðgerða," segir Sigurður G. Guðjónsson, útvarps-
stjóri Islenska útvarpsfélagsins og framkvæmda-
stjóri Norðurljósa.
Nær Ohkur í rehstri Mismunandi ástæður eru
iýrir döpru gengi Jjölmiðlanna. Hjá Norðurljósum
var ástæðan fyrst og fremst sú að félagið var of
skuldsett miðað við það hvað reksturinn var að
gefa af sér. Sigurður segir þó að reksturinn líti
ágætlega út. Endurljármögnun hafi verið lokið í
byijun þessa árs og styrkari stoðum skotið undir
fyrirtækið. Islenska útvarpsfélagið hafi haldið
sínum áætlunum og muni skila þeirri EBITDIJ
sem lagt hafi verið af stað með í áætlunum, áskrif-
endum hafi farið fjölgandi og auglýsingatekjur
séu meiri en á síðasta ári og nánast á áætlun.
„Við seldum Skífuna og lækkuðum skuld-
setningu fyrirtækisins. Við keyptum tæp 35% í
Og vodafone og vorum með því að auka skuld-
setningu fyrirtækisins um leið og við vorurn að
binda tengsl við fyrirtæki sem stendur okkur
nær í rekstri en Skífan vegna þess að tjarskipta-
íýrirtækin eru sífellt að færast nær hvert öðru,
hvort sem það er útvarp, sjónvarp, heimasími eða
gsm-sími. Fjarskiptalögin taka til allra þessara
þátta þannig að við erum alveg með fyrirtækið
í eðlilegri þróun. Við erum að hverfa frá rekstri,
sem er okkur óskyldastur, í rekstur sem er
skyldastur."
- Er ehhi verið að auha shuldirnar? jú, en
á öðrum forsendum. Þetta eru nýjar forsendur
sem menn byggja á; nýir lánveitendur, nýir
lánasamningar, nýir hluthafar. Félagið hefur
traust og tiltrú úti á markaðnum og þess vegna
er þetta mögulegt. Þetta var ekki mögulegt
áður. Það liggur Jýrir að við keyptum á genginu
4,20; þessi Jjárfesting í Og Vodafone kostar
okkur því 5,2 milljarða.
- Er þetta ehhi hættuleg braut? „Fjárfest-
ing í hlutabréfum felur alltaf í sér einhverja
áhættu. Fyrri Jjárfesting okkar í íjarskipta-
fyrirtækinu Tali var mjög ábatasöm og við
vonum að þessi íjárfesting okkar í Og Voda-
fone verði það líka. Kaupin eru Jjármögnuð
með lánum og eigin fé,“ svarar Sigurður
og segir nákvæma skiptingu kaupverðsins
koma í ljós síðar á þessu ári. Norðurljós hafi
góðan aðgang að Jjármagni.
Bjart framundan Sigurður horfir björtum
augum á næstu mánuði og misseri. Framtíð
Islenska útvarpsfélagsins og þar með Norður-
ljósa telur hann bjarta. Félagið helji stafrænar
sjónvarpssendingar í Reykjavík 1. nóvem-
ber og eigi umsóknir hjá Póst- og íjarskipta-
stofnun um að koma á stafrænu sjónvarpi á
landsbyggðinni á næsta ári. Þetta geri félagið
miklu sterkara í samkeppninni við RUV, Lands-
símann og aðra á þessum markaði. Félagið sé
fyrst og fremst sjónvarps- og útvarpsfyrir-
tæki og hafi yfir miklu efni að ráða. Það
hafi Jjárfest í Og Vodafone og nýju Jýrirtæki,
IP-Jjarskiptum, sem
geri þeim kleift að ná
til allra með mismun-
andi tækni.
„Miðað við það
sem ég hef kynnst
hér frá því ég kom
fyrst að fyrirtækinu
Jýrir 14 árum þá tel
ég mjög bjart fram-
Uelta: 5,4 milljarðar
Hagn. f. skatta: -531 milljón
Eigið fé: 947 milljónir
114