Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 116
SÍF JAKOB Ó. SIGURÐSSON
Samþjöppun
mun eiga
sér stað
t r
Jakob 0. Sigurðsson er nýr forstjóri SIF og
hann hefur þegar tekið til hendinni.
Efitir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Wk rið 2003 var mjög viðburðaríkt í sjálfu sér hjá SÍF og ljóst
MWað það voru margirljósirpunktar í starfseminni, jafnframt
^nBþví sem ýmsar einingar stóðu ekki undir væntingum. Ég
get nefnt ákveðnar einingar í þessu sambandi, t.d. starfsemi
SIF í Frakklandi og Kanada. Hjá SÍF á íslandi lækkaði afiirða-
verð almennt, samdráttur var í sölu á saltfiski og söluverðmæti
afurða lækkaði um 16% milli ára 2002 og 2003. Árið var að
mörgu leyti erfitt. Þó að við skiluðum hagnaði í lok ársins þá
var það ekki í samræmi við væntingar. Aíkoma SÍF France vó
þar þyngst og hún er í rauninni eitt af þeim málum sem við
leggjum hvað mesta áherslu á í dag, að koma þeim rekstri í
réttan farveg. Við teljum að okkur miði vel í þá átt,“ segir Jakob
O. Sigurðsson, forstjóri SIF.
Skerpa Skilirt Margt hefur verið að gerast hjá SÍF slðustu
misserin, Jakob tók til að mynda við forstjórastarfinu í sumar.
Hann segist svo nýkominn í þennan geira að hann geti ekki
rætt um hann í heild sinni, hvorki í fyrra né á þessu ári, heldur
einungis málefni SIF. Arið í ár segir hann að hafi reynst SIF
erfitt og afkoman sé verri það sem af sé þessu ári en á sambæri-
legum tíma í fyrra. Fyrirtækið sé í umfangsmikilli stefnumót-
unarvinnu þar sem verið sé að skerpa skilin milli fullvinnslu og
sölu og gera reksturinn sjálfstæðari.
„SIF má skipta í tvær megineiningar; fullvinnslu á afurðum,
sem á sér stað í verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum,
Kanada, að litlu leyti í Frakklandi, í Englandi og á Spáni, og svo
hefðbundna sölustarfsemi þar sem SIF er í tengslum við fram-
leiðendur á Islandi um beina sölu frá þeim inn á markaði. Eðli
þessara tveggja eininga er mjög frábrugðið. Stefnan er að gera
skilin skarpari og hvora einingu um sig sjáifstæðari. Jafnframt
leggjum við mikla áherslu á frekari þátt vöruþróunar og mark-
aðsvinnu í fullvinnslunni en auka skilvirkni og vera betur í stakk
búin tíl þess að mæta þörfum framleiðenda í sölustarfseminni.
Þetta er í bígerð núna og þetta er framtíðarsýnin hjá okkur."
Jakob Ó. Sicjurðsson, forstjóri SÍF.
Mynd: Geir Olafsson
116