Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 118
KB BANKI HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON
Stækkað mest allra í heiminum!
Samkeppni flármálafyrirtækja á eftir að harðna og smæstu aðilamir munu eiga erfitt upp-
dráttar. Þetta er mat Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB-banka.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Arið í fyrra var sögulegt hjá okkur því að KB-banki varð
til við sameiningu Kaupþings og Búnaðarbanka íslands
á fyrri hluta ársins. Rekstur beggja hafði gengið vel
fram að því og sameiningin sannaði ágæti sitt strax á fyrstu
mánuðunum. Þetta var í senn sameining til hagræðingar og
sóknar og bankinn hefur vakið talsverða athygli erlendis fyrir
að hafa stækkað mest allra banka í heiminum. Þar munar
auðvitað mikið um sókn okkar á erlendum mörkuðum en
samtímis erum við staðráðnir í því að vera í forystuhlutverki á
íslenskum ijármálamarkaði,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson,
forstjóri KB-banka.
Halriið Okkar Striki Hann segir að með einkavæðingu
ijármálageirans hafi mikill kraftur verið leystur úr læðingi.
Samkeppni á þessum markaði hafi aldrei verið meiri og það
sé ánægjulegt að samtímis sé rekstrarlegur árangur mjög
viðunandi. I sínum huga sé engin spurning um að viðskipta-
vinir banka og sparisjóða, bæði einstaklingar og fyrirtæki,
njóti góðs af hagstæðum ytri skilyrðum og vönduðum rekstri
helstu íjármálastofnana landsins.
„Við höfum náð að halda okkar striki það sem af er árinu
og útlitið fyrir síðustu mánuði þess er prýðilegt. KB-banki
hefur á árinu staðið við fyrirheit sín um að aukinn styrkur
bankans skili sér í ijölbreyttari þjónustu og lægra verði. Við
riðum á vaðið með lækkun færslugjalda á debetkortum í
upphafi ársins og kynntum fyrstir til sögunnar íbúðalán með
hagstæðum vöxtum og 80 prósenta lánshlutfalli gegn fyrsta
veðrétti. A erlendum vettvangi ber hæst að bankinn keypti
danska ijárfestingarbankann FIH og tvöfaldaði með því
heildarstærð sína,“ segir hann.
„Þegar á heildina er litið hefur árið í ár verið gott hjá all-
flestum ef ekki öllum ijármálafyrirtækjum. Mikill vöxtur ein-
kennir árið og svo auðvitað samkeppnin í íbúðalánum sem
eðlilega hefur verið mjög í sviðsljósinu."
Sterkari á breskum markaði Hreiðar Már segir að spennandi
tímar séu framundan og engin ástæða sé til annars en að vera
bjartsýnn á tækifærin. „Við ætlum að halda áfram að styrkja
stöðu okkar á Norðurlandamarkaðnum sem við skilgreinum
í dag sem hinn eiginlega heimamarkað bankans. Við höfum
einnig kappkostað að verða sterkari á breskum markaði og
það er alls ekki útilokað að við leitum nýrra tækifæra utan
þeirra tíu landa sem bankinn er nú með
starfsemi í.“
Hreiðar Már telur að áhugavert verði
að fylgjast með framvindunni í fjármála-
geiranum á næstu misserum og árum.
„Mér þætti ekki óliklegt að smæstu aðil-
amir á markaðnum gætu átt erfitt upp-
dráttar. Samkeppnin á eftir að verða mikil
og ekki síst á íbúðalánamarkaðnum. Það
eru gerðar miklar kröfur til ijármálafyrir-
tækja á Islandi og aðgangur þeirra að
Jjármagni á hagstæðu verði er lykilatriði
í samkeppninni - og þá skiptir stærðin
miklu máli. Einhverjar sameiningar eða
breytingar hljóta því að líta dagsins ljós
og mér kæmi ekki á óvart að það yrði
bæði hjá smærri sem stærri aðilum á
markaðnum," segir hann.
Áhyggjur af hugmvndum... HreiðarMár
vonar að stjómvöld haldi áfram að búa
Jjármálageiranum og íslensku atvinnulífi
„Mér þætti ekki ólíklegt að
smæstu aðilamir á markaðnum
gætu átt erfitt uppdráttar.
Samkeppnin á eftir að
verða mikil og ekki síst á
íbúðalánamarkaðnum...
...Það em gerðar miklar kröfur
til fiármálafyrirtækja á Islandi
og aðgangur þeirra að fiármagni
á hagstæðu verði er lykilatriði
í samkeppninni - og þá skiptir
stærðin miklu máli...
...Einhverjar sameiningar eða
breytingar hljóta því að líta
dagsins ljós.“
118