Frjáls verslun - 01.08.2004, Side 132
UPPEÐANIÐUR?
/
Islenski hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað meira en allir aðrir markaðir í heiminum. Hann er
yfirspenntur og hefiir hækkað um 75% frá áramótum. En hvert stefiiir á árinu 2005? Hvort fer
markaðurinn upp eða niður? Er verðið ekki orðið galið?
Texti: Sigurður Bogi Sævarsson
FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR
Mikil viðskipti - öflugur markaður
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands, segir tvö sjónarmið takast á um fram-
haldið. Verð hlutabréfa sé núna mjög hátt en hins vegar séu góðar horfur í efiiahagsmálum.
Gott gengi og áframhaldandi útrás skráðra fyrirtækja í
Kauphöllinni hefur einkennt hlutabréfamarkaðinn á
þessu ári. Viðskipti hafa verið mikil og markaðurinn
eflst. Utrás, góð rekstrarafkoma og sameiningar skráðra
félaga við skráð og óskráð félög hefur valdið grundvall-
arbreytingu á hlutabréfamarkaði undanfarin ár,“ segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Islands.
Markaðsvirði stærsta félagsins á íslenska markaðnum,
KB banka, er nú fimmfalt hærra en stærsta félagsins á
markaði í árslok 2002. Kaup KB banka á danska fjárfest-
ingarbankanum FIH fyrir 84 milljarða króna segir Þórður
dæmi um hversu öflugur íslenskur hlutabréfa- og Jjármála-
markaður sé orðinn.
Markaðurinn er jafnframt orðinn stór að tiltölu við þjóðar-
búið. Markaðsvirði skráðra félaga er
um 1.100 milljarðar króna sem sam-
svarar 125% af landsframleiðslu. I
Svíþjóð er hlutfallið 100%, 55% í Dan-
mörku og ekki nema 50% í Noregi.
Urvalsvísitala íslenska hlutabréf-
amarkaðarins hefur hækkað um
75% frá áramótum. „Þetta segir þó takmarkaða sögu. í því
sambandi nægir að nefna að langt er síðan fyrst heyrðust
raddir um að vísitalan gæti ekki hækkað frekar og enn eru
skiptar skoðanir meðal markaðsaðila um hvort markaður-
inn sé yfirverðlagður. Kauphöllin leggur hins vegar ekki
mat á verðlagningu skráðra fyrirtækja," segir Þórður sem
telur erfitt að segja til um þróun íslensks hlutabréfamark-
aðar næstu misseri.
„Varðandi framhaldið takast einkum á tvö sjónarmið. Ann-
ars vegar er bent á hækkun úrvalsvísitölunnar og hins vegar
á afar góðar horfur í efnahagslifinu, mikinn hagnað fyrirtækja
og öfluga sókn útrásarfyrirtækja. A þessum forsendum virðist
varla við því að búast að mikið rót verði á markaðnum.
Flestir virðast á þvi að ekki þurfi að óttast verðhrun, þótt
skiptar skoðanir séu um líklega verð-
þróun. Rétt er hins vegar að hafa í huga
að eðli málins samkvæmt verða ávallt
verðsveiflur á hlutabréfum og sveiflur í
verðmæti einstakra fyrirtælqa geta orðið
miklar, eins og dæmi sanna,“ segir Þórður
Friðjónsson.S!]
Markaðurinn er orðinn
stór miðað við þjóðarbúið.
Markaðsvirði skráðra félaga
er um 1.100 milljarðar króna
sem samsvarar 125% af
landsframleiðslu.
132