Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 135
FRAMKVÆMDASTJÓRIVERÐBRÉFASTOFUNNAR:
Markaðurinn vel þaninn
r t
Jafet S. Olafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastoftinnar, segir Island skera sig úr í
hækkun hlutabréfa. Afkoma fjármálafyrirtækja hafi verið einstaklega góð, en þó aðallega
byggst á gengishagnaði.
Það er ekki hægt að benda á einstök félög sem eru
yfirverðlögð, en almennt má segja að markaðurinn sé
vel þaninn," segir Jafet S. Olafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar.
Hann segir einkenni íslensks hluta-
bréfamarkaðar miklar almennar hækk-
anir, sem skera sig úr þegar Island
er borið saman við erlenda markaði.
Fjármálafyrirtæki hafi hækkað mikið,
afkoman verið einstaklega góð sem
þó hafi aðallega byggst á gengis-
hagnaði.
„Framboð íjármagns er mikið og
verður áfram. Það leitar ávöxtunar
á verðbréfamarkaðnum,
en framboð verðbréfa
er takmarkað.
Utrás, kaup
á erlendum
fyrirtækjum
og samein-
ingar geta haft
veruleg áhrif á
hlutabréfaverð
einstakra fyrir-
tækja,“ segir
Jafet S. Olafsson,
framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar.
„Hugsanlega getur
komið til leiðrétting á
gengi ákveðinna fyrir-
tækja, en þó ekki fyrr
en eftir birtingu ársupp
gjöra næsta vor.“
Jafet. Hann telur að á næstu misserum muni draga verulega
úr hækkunum hlutabréfa. Markaðurinn verði samt stöðugur
og viðskipti lífleg.
„Væntanlega munum við sjá stórt útboð á Símanum á
næsta ári og sterkar líkur eru fyrir því að þrjú ný fyrirtæki
muni verða skráð í Kauphöllinni. Áhugi erlendra aðila
mun aukast á ákveðnum fyrirtækjum. Actavis verður
væntanlega skráð i Kauphöllinni í London snemma
árs 2005 og er spennandi að sjá hvaða viðtökur þetta
ágæta fyrirtæki fær hjá erlendum íjárfestu m,“ segir
Jafet.
Aðspurður um líklega þróun á markaðnum á næstu
misserum er spá Jafets sú að verulega hægi á hækk-
unum á íslenska markaðnum. Hugsanlega
geti komið einhver leiðrétting á gengi
ákveðinna fyrirtækja, en þó ekki fyrr
en eftir birtingu ársuppgjöra vorið
2005. Verulegar gengisbreytingar
séu því ólíklega alveg í bráð. 33
,/Vctavis verður
væntanlega skráð í
Kauphöllinni í London
snemma árs 2005 og
er spennandi að sjá
hvaða viðtökur þetta
ágæta fyrirtæki fær hjá
erlendum fjárfestum.“
135