Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 140
Huernig verður árið 2005?
SETIB FYRII
ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN
FORSTJÓRI SJÓVÁR-ALMEIMIMRA
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á
árinu? Það sem hefur komið mér mest á óvart undanfarm
ár er hvað frelsið í viðskiptalífinu hefur skilað miklum árangri.
Frelsinu þarf hins vegar að stýra þannig að það skili sem mestri
hagsæld fyrir þjóðina og þjóðfélagsþegnana.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Stefnu-
mótun er brýnt verkefni enda er mikilvægt fyrir fyrirtæki að
gera sér grein fyrir núverandi stöðu og móta stefiiu til framtíðar.
Gera má ráð fyrir að fyrri hluti vetrar fari í stefnumótun Sjóvár-
Almennra. A síðari hluta vetrar verður áherslan á að fylgja eftír og
framkvæma aðgerðir í framhaldi af stefnumótuninni, heimsækja
viðskiptavini, vera í góðum tengslum við starfsfólk félagsins og
auðvitað margt fleira sem fylgir starfi sem þessu.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Afkoma ársins 2003 var sérlega góð, sem byggðist þó að öllu
leyti á góðri afkomu í tjármálarekstri félagsins. Sama má segja
um niðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2004. Afkoma
váhyggingarekstrar er ekki viðunandi.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? Mikill kraftur hefur
verið í starfseminni og ávailt er verið að reyna að gera betur í
þjónustu við okkar flölmörgu mikilvægu viðskiptavini. Samstarf
Sjóvár-Almennra og Islandsbanka hefur einnig gengið vel, sem
hefur meðal annars skilað nýjum vörum þar sem banka- og trygg-
ingaþjónusta hefur verið samþætt og hafa viðtökur verið góðar.
Flest þau markmið sem lagt var upp með í byijun árs hata náðst
Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni á
árinu 2005? Á heildina litið má gera ráð fyrir að aðstæður
verði áfram góðar. Vaxandi viðskiptahaUi og verðbólga er hins
vegar áhyggjuefni, sem getur, ef horft er til lengri tíma, valdið
fyrirtækjum erfiðleikum með meiri vaxtabyrði en æskilegt er og
óstöðugleika vegna veikara gengis krónunnar. HD
„Samstarf Sjóvár-Almennra og Islandsbanka hefur einnig
gengið vel, sem hefúr meðal annars skilað nýjum vörum.“
- Þorgils Ottar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra.
Velta: 16,3 milljarðar
Hagn. f. skatta 4,8 milljarðar
140