Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 142
300.
stærstu
Velta: 12 milljarðar
Hagn. f. skatta: 1,2 milljarðar
Eigið fé: 39,7 milljarðar
„Þegar er byrjaður undirbúningur að frekari virkjunum."
- Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON
FORSTJÓRI ORKUVEITU REYKJAVÍKUR
„Halda jafnvægi milli áherslu á neytandann,
viðskiptavininn og starfsfólkið."
- Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Olgerðarinnar.
STÆRSTA
Velta: 5,2 milljarðar
Hagn. f. skatta: 118 milljónir
Eigíð fé: 973 milljónir
JÓN DIÐRIK JÓNSSON
FORSTJÓRI ÖLGERÐARIIMIMAR
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á
árinu? Hve sveigjanlegt íslenskt atvinnulíf er orðið og hvað
þensluáhrifin frá þessum stóru framkvæmdum í tengslum við
Fjarðarál og Norðurál eru í raun lítíL Þá eru stórkostlegar fréttír
að hvert fyrirtæki og fyrirtækjahópur á fætur öðrum skuli koma
sér fyrir á erlendri grund og að útrás íslenskra fyrirtækja sé farin
að vera á sviði þjónustu og hreinna Ijárfestinga.
Hver verða brýnustu verkefhi forstjóra í vetur? Hjá OR
verður brýnast að laga starfsemina að verktakamarkaðinum og
draga úr framkvæmdum og fresta því sem frestað verður.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Afkoma fyrir fjármagnsliði mun verða töluvert betri en í fyrra,
hins vegar lítur út fyrir að hreyfingar í gengi ásamt breyttum
uppgjörsreglum muni gera hagnað eitthvað minni en í fyrra.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári
og mun það ná settum markmiðum? Það sem hefur
einkennt rekstur fyrirtækisins í ár eru samningar við Norð-
urál um raforkusölu ásamt ákvörðunum um byggingu orku-
vers á Hellisheiði og stækkun Nesjavallavirkjunar. Horfur
eru á að áætlanir standist og markmið muni nást. Þegar er
byrjaður undirbúningur að frekari virkjunum og bendir allt til
þess að miklir framkvæmdatímar séu framundan.
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu a
árinu? Krafturinn og áhættusæknin í bankakerfinu er það
sem heldur áfram að koma á óvart Verðlag fyrirtækja er því
einnig ennþá óskiljanlegra á þessu ári en var í fyrra.
Hver verða brýnustu verkefiii forstjóra í vetur? Helstu
verkefrii forstjóra í vetur eru þau sömu og alla aðra vetur, að
halda jafnvægi milli áherslu á neytandann, viðskiptavininn og
starfsfólkið. Það sem er sérstaklega mikilvægt núna á þessu
mikla vaxtaskeiði, er að sinna aðhaldi á sama tíma og nýtt eru
tækifærin tíl vaxtar.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Já, afkoman hefur verið verulega betri í ár en í fyrra og ekki verið
betri áður.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári
og mun það ná settum markmiðum? Það hefur verið
mikil pressa á verð og minni vöxtur á mörkuðum en áætlað var.
Við munum ná settum markmiðum en höfum þurft að hafa veru-
lega meira fyrir því en við töldum.
Telm þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni á
árinu 2005? Ég tel að aðstæður muni halda áfram að batna
árið 2005.H3
Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni á
árinu 2005? Ég tel að aðstæður verði um margt svipaðar í
efiiahagslífinu á næsta ári. Þensla mun eitthvað aukast og einnig
uppgangur. Greinilegt er að hefðbundnar atvinnugreinar eru í
mikilli sókn en spennandi verður að sjá hvort nýju greinamar,
upplýsingatæknin og líftæknin, muni einnig ná að rétta við og
hefja nýja sókn. 30
142