Frjáls verslun - 01.08.2004, Síða 143
BALDUR GUÐNASON
FORSTJÓRi EiMSKIPS
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á
árinu? MM útrás og vöxtur íslenskra fyrirtækja ásamt
hugsun um alþjóðavæðingu og það að nýta styrkleika fyrirtækja
á heimamarkaði til að sækja út Breytingar á viðskiptablokkum,
eigendaskipti með tilheyrandi breyttum áherslum og hröð kyn-
slóðaskipti í yfirstjóm fyrirtækja.
Hver verða brýnustu verkefiii forstjóra í vetur? Að
hlaupa hraðar en áður og fylgja eftir steíhu sinna fyrirtækja til að
sækja íram, ná betri árangri og arðsemi til hagsbóta fyrir hlut-
hafa, viðskiptavini og starfsmenn. Leiða starfsmenn áfram með
markvissum hætti til að ganga í takt og ná settum markmiðum.
Mim afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Afkoma Eimskips mun ömgglega verða betri í ár en á árinu
2003, enda höfum við unnið að ýmsum breytingum undanfama
mánuði sem þegar em famar að skila árangri.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári
og mim það ná settum markmiðum? Miklar umbreyt-
ingar í tengslum við breytingar á eignarhaldi Eimskips haustið
2003. Áhersla á að efla og styrkja Eimskip sem flutningafyrirtæki
og auka alþjóðavæðingu þess. Við munum ömgglega ná þeim
markmiðum sem við höfum sett
Telur þú að aðstæður í efiiahagslífinu batni eða versni á
árinu 2005? Ég geri ráð fyrir að aðstæður í efnahagslífinu
batni á næsta ári, i takt við jákvæðar efnahagsspár og stóriðju-
framkvæmdir.H3
SETIÐ FYRIR SVÖRUM
„Samningar við sjómenn era lausir og veldur það okkur
áhyggjum.“
-Rakel Olsen, stjómarformaður Sigurðar Ágústssonar.
RAKEL OLSEN
STJÓRIMARFORMAÐUR SiGURÐAR ÁGÚSTSSOWAR
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á
árinu? Hin gífurlega hækkun á innlendum hlutabréfamark-
aði og þá sérstaklega hjá bönkum og tjármálafyrirtækjum. Fagna
ber harðnandi samkeppni banka um viðskiptavini, sem í vaxandi
mæli á sér einnig stað í öðmm greinum sem hingað til hafa verið
í föstum farvegum.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Þau
verða eins og ávallt áður að reyna að ná betri árangri í rekstri og
horfa fram á veginn.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Veiðar og vinnsla rækju er stór þáttur í okkar rekstri. Lágt
afurðaverð, minni veiði og óhagstætt gengi í þeirri grein mun þvi
spegla afkomu okkar.
Hvað hefúr einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári
og mun það ná settum markmiðum? Fyrir utan slæma
afkomu í rækjuvinnslu og veiðum hefur hrun hörpudisksstofns-
ins í Breiðafirði komið illa við fyrirtæki okkar. Iinuveiði gekk
hins vegar vel hjá okkur í vetur, einnig var afkoma í kavíarvinnslu
framar vonum og sama má segja um afkomu dótturfyrirtækis
okkar í Danmörku.
Telur þú að aðstæðm í efnahagslífinu batni eða versni á
árinu 2005? Samningar við sjómenn eru lausir og veldur
það okkur áhyggjum, einnig hvemig samningar takast milli
kennara og sveitarfélaga. Þá er erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif
aukin lán til einstaklinga í formi húsnæðislána hafa á verðbólg-
una. Það skiptir miklu máli að halda áfram þeim stöðugleika,
sem verið hefur og að verðbólga hér sé ekki hærri en í okkar
helstu samkeppnislöndum. HO
143