Frjáls verslun - 01.08.2004, Side 144
„Færri slys og minna tjón það sem af er árinu mun tryggja
að afkoma ársins verður í samræmi við væntingar."
- Finnur Ingólfsson, forstjóri VIS
FINNUR INGÓLFSSON
FORSTJÓm vís
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu
á árinu? Þær breytingar sem orðið hafa á eignar-
haldi fyrirtækja og sú mikla uppstokkun sem orðið hefur
í einstökum greinum atvinnulífsins eins og sjávarútvegi.
Mikill vöxtur íslenskra ljármálafyrirtækja, eins og bank-
anna, kemur á óvart. Utrás KB-banka markar mikilvæg
framtíðarspor.
Hver verða biýnustu verkefiii forstjóra í vetur? Það
verður að undirbúa fyrirtækin fyrir vaxandi spennu í atvinnu-
lífinu og grípa þau tækifæri sem sú spenna skapar og um
leið að treysta samkeppnisstöðu fyrirtækja og aðlaga þau
breyttum aðstæðum.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Flest bendir til að afkoma ársins 2004 verði betri en afkoma
2003, sem þó var sú besta í sögu félagsins.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtæki þíns á þessu ári
og mun það ná settum markmiðum? Hörð samkeppni
á markaðnum sem leitt hefur til verðlækkana. Góð afkoma í
ijármálarekstri, færri slys og minna um tjón það sem af er
árinu tryggir að afkoma ársins verður í samræmi við vænt-
ingar. Þau markmið, sem sett voru í rekstri félagsins, munu
að langstærstum hluta nást ef fram heldur sem horfir. H3
„Bendir allt til þess að afkoman verði góð á árinu.“
- Loftur Ágústsson, forstjóri ístaks.
LOFTUR ÁGÚSTSSON
FORSTJÓRIÍSTAKS
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu a
árinu? Istak er að mestu í verktakastarfsemi og hafa stóriðju-
framkvæmdir einkennt mjög þá starfsemi að undanfömu og var
sú þróun fyrirséð. Því má segja að gagnvart verktakaiðnaðinum
hafi lítið komið á óvart.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Brýn-
ustu verkefni vetrarins em eins og alltaf, að sjá til þess að við-
skiptaaðilar Istaks fái afhenta þá vöm sem þeir kaupa af okkur,
jafngóða og á þeim tíma sem sarnið er um hverju sinni.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Veruleg aukning er væntanleg í veltu fyrirtækisms og bendir allt
til þess að afkoman verði góð á árinu og nokkm betri en í fyrra.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári
og mun það ná settum markmiðum? Helsta einkenni
rekstrarins í ár er aukin umsvif og þau markmið sem sett voru
hafa náðst, að taka þátt í uppbyggingu þeirrar stóriðju sem er
nú í gangi.
Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni
á árinu 2005? Aðstæður í efnahagslífinu tel ég að verði
áfram góðar, en fyrirséð er að flytja verður inn erlent vinnuafl til
að anna efdrspum. H3
144