Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 149
SETIÐ FYRIR SVORUM
yfirlýsingu Og Vodafone og Orkuveitunnar um samstarf
ásamt kaupum Norðurljósa á 35% hlut í Og Vodafone hefur
orðið til mjög öflugur samkeppnisaðili. Við þessu þurfum
við að bregðast og munum gera það með viðeigandi hætti.
Að mínu mati eru spennandi tímar framundan hjá Símanum
og mun ég halda áfram að vinna með mínu samstarfsfólki,
þétta hópinn til þess að mæta aukinni samkeppni af fullum
krafti.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Þrátt fyrir harðnandi samkeppni hefur afkoma Símans verið
góð og hagnaður verið að aukast. Ég sé enga ástæðu til ann-
ars en bjartsýni og ég lít svo á að framtíðarhorfur í rekstri
Símans séu góðar. Félagið hefur sterka ijárhagsstöðu og
góða markaðsstöðu. Ný tækni býður sífellt upp á frekari
tekjumöguleika. Okkar tekjuaukning verður fremur vegna
síaukinnar virðisaukandi þjónustu en vegna fjölgunar við-
skiptavina.
130
STÆRSTA
Velta: 1,2 milljarðar
Hagn. f. skatta: 375 milljónir
Eigið fé: 1,8 milljarðar
„Umsvif rekstrar aukist mikið frá síðasta ári auk þess
sem verkefnastaðan er góð.“
- Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar.
GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON
FORSTJÓRI KÖGUIMAR
Hvað hefur komið mest á óvart í viðskiptalífinu? Mest
hefur komið á óvart að sú uppstokkun í viðskiptalífinu sem átti
sér stað á síðasta ári heldur áfram af fullum þunga. Til lengri
tíma litið eykur þetta getu atvinnulífsins til að takast á við vax-
andi samkeppni. Aðgengi að fj ármagni til kaupa á fyrirtækjum
hefur verið gott og ljóst að bankakerfið er að vaxa mjög og
styrkjast. Ahugavert er að fylgjast með krafti í bankastarfsemi,
einkum KB-banka og Landsbanka, útrás KB-banka hefur verið
með ólíkindum auk þess sem ný íbúðalán komu á óvart.
Brýnustu verkefhi forstjóra í vetur? Biýnustu verkefni
forstjóra í vetur verða eins og ætíð að sjá til þess að rekstur fyrir-
tækja skili sem bestum árangri fyrir viðskiptavini, starfsfólk og
hluthafa. Fjárfestingar komandi árs þurfa forstjórar að skoða í
ljósi þróunar á vinnumarkaði og þess hvort þeir telji að aukning
eftirspumar verði varanleg í þjóðfélaginu.
Verður afkoman í minu fyrirtæki betri í ár en í fyrra?
Afkoman í Kögun hf. og öðmm fyrirtækjum sem ég tengist
verður í öllum tilvikum meiri en á síðasta ári. í tilviki Kögunar
hf. hafa umsvif rekstrar aukist mikið frá síðasta ári auk þess
Hvað hefiir einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu
ári og mun það ná settum markmiðum? Mikil
samkeppni og hræringar hafa einkennt fjarskiptamark-
aðinn í heild sinni á árinu. Mikil verðsamkeppni í farsíma
og gagnaflutningum birtist meðal annars í lægra verði til
viðskiptavina Símans. Síminn hefur unnið markvisst að því
að einfalda verðskrá sína til hagsbóta fyrir neytendur. Á
móti kemur að tjarskiptamarkaðurinn fer stækkandi en það
maelist meðal annars í aukinni umferð um tjarskiptakerfi
Símans, sérstaklega hvað varðar GSM og gagnaflutninga.
Þrátt fyrir harðnandi verðsamkeppni og tjölda tilboða á
árinu hafa tekjur Símans aukist um 7% fyrstu sex mánuði
ársins. Að öllu óbreyttu verður afkoma okkar yfir áætlunum
í lok ársins.
Telur þú að aðstæður í eihahagslífinu batni eða versni
a árinu 2005? Ég tel horfurnar ágætar og er hóflega
þjartsýnn á árið 2005. Að mínu mati gefa allar innri og ytri
aðstæður á markaði tilefni til þokkalegrar bjartsýni. Það
skiptir þó máli að vera vel á verði og fylgjast vel með þeim
teiknum sem við sjáum á lofti nú.BU
L.
149