Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 150
sem verkefnastaðan er góð, bæði á innlendum og erlendum
vettvangi sem aftur leiðir til umtalsvert betri afkomu. Mikil vinna
hefur farið í breytingar á rekstri með það fyrir augum að ná fram
spamaði og auka skilvirkni.
Einkenni rekstrarins á þessu ári? Það sem öðru fremur
hefur einkennt rekstur Kögunar í ár eru þau miklu kaup á öðmm
fyrirtækjum sem fyrirtækið réðst í um síðustu áramót Þá vom
keypt fyrirtækin Hugur hf. og Landsteinar-Strengur hf. Ax hf.
var keypt nokkmm mánuðum fyrr. A árinu hefur mikill tími farið
í að vinna með þessum fyrirtækjum við að bæta reksturinn.
Mimu aðstæðiu- í efnahagslífinu batna eða versna á árinu
2005? Ef stjómvöldum tekst að koma í veg fyrir að verð-
bólga fari af stað aftur hef ég trú á að aðstæður í efnahagslífi
verði svipaðar. Því miður em fá merki þess að ríkisvaldið sýni
fordæmi og dragi úr umsvifum þannig að full ástæða er til að
óttast að sá stöðugleiki sem við höfum húið við gefi eitthvað eftir
á næsta ári. 33
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Afkoman hefur síðustu þrjú ár verið óviðunandi en engu að
síður farið batnandi og gemm við ráð fyrir áframhaldandi
bata á þessu ári. Kjötgreinar hafa verið í mjög erfiðum rekstri
síðustu ár og er rekstur Norðlenska þar engin undantekning-
Við höfum á síðustu ámm verið í miklum hagræðingarað-
gerðum og er árangur þess nú að sjást. Við eigum von a
hallalausum rekstri í ár.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu
ári og mun það ná settum markmiðum? Erfiðar ytn
aðstæður og þá sérstaklega markaðsaðstæður. Markaður-
inn komst í sögulegt lágmark á fyrrihluta þessa árs. Þessar
aðstæður hafa verið Norðlenska erfiðar og sett mark sitt a
reksturinn og gert hann erfiðan.
Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versm
á árinu 2005? Mitt mat er að það verði hægur efna-
hagsbati árið 2005 og vonandi verður framhald á þeim bata
út árið 2006.50
„Kjötgreinar hafa verið í mjög erfiðum rekstri."
- Sigmundur E. Ofeigsson, forstjóri Norðlenska matborðsins.
SIGMUNDUR E. ÓFEIGSSON
F0RSTJÓRI IMORÐLEIMSKA MATBORÐSIIMS
„Framleiðslan er meiri en nokkm sinni fyrr og álverð
hefur verið nokkuð hagstætt."
- Rannveig Rist, forstjóri Alcan og stjómarformaður Símans.
RANNVEIG RIST
FORSTJÓRI ALCAIM
Hvað hefúr komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu
á árinu? Allir þessir samrunar fyrirtækja og stækkun
viðskiptablokka hafa komið mér á óvart. Útrás bankanna og
þá sérstaklega KB-banka kom mér á óvart og er þar orðið til
ótrúlega stórt íyrirtæki.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Hlúa
að rekstri og gæta aðhalds í rekstrarkostnaði. Nota vel batn-
andi aðstæður í viðskiptalífinu til að hagræða og skipuleggja
reksturinn.
Hvað hefúr komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu a
árinu? Verð hlutabréfa í mörgum stærstu fyrirtækjunum,
td. bönkunum, og auðvitað þróun úrvalsvísitölunnar, hlýtur að
bera hæst Breytingamar eru miklu meiri en maður hafði búist
við en ég vona að menn hafi lært af fyrri reynslu og nái nú mjúkn
lendingu þegar hægist um.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Það
væri réttara að spyrja hver verða brýnustu verkefni fynr-
tækisins því við höfum kerfisbundið byggt fyrirtækið þannig
150