Frjáls verslun - 01.08.2004, Side 152
upp að forstjórinn sjálfur þarf ekki að vasast í öllum málum
og hlutirnir geta gengið greiðlega fyrir sig þótt ég sé föst á
fundum erlendis. Meðal brýnustu verkefna vetrarins má t.d.
nefna endumýjun kjarasamnings, en núgildandi samningur
rennur út í lok nóvember og vinna við nýjan samning er
komin í gang.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Já.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtaekis þíns á þessu
ári og mun það ná settum markmiðum? Við munum
ná okkar markmiðum á þessu ári, nema að eitthvað mikið
komi til á síðustu mánuðum ársins. Framleiðslan er rneiri
en nokkm sinni fyrr og álverð hefur verið nokkuð hagstætt.
A móti kemur að gengi dollarans gagnvart krónunni hefur
verið okkur óhagstætt.
Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni
á árinu 2005? Hér göngum við út frá því að alltaf sé
hægt að gera betur, þó í einhveijum tilfellum geti það verið
óraunhæft. Eg er hins vegar bjartsýnismanneskja og ætla að
spá enn betri aðstæðum í efnahagslífinu á næsta ári. 33
KNÚTUR HAUKSSON
FORSTJÓRI SAMSKIPA
Hvað hefiir komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á
árinu? í sjálfu sér stendur ekkert uppúr sem hefur komið
mér á óvart Það hafa orðið miklar breytingar á viðskiptalífinu
undanfarin tvö ár og það sem hefur gerst nú er í eðlilegu fram-
haldi. En það er kannski að samþjöppunin og útrásin hefur verið
hraðari og meiri en ég gerði ráð fyrir, og stendur stækkun KB-
banka þar fremst í flokki.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Sam-
skip em að flytja alla starfsemi sína í Reykjavík í eitt stórt
hús. Þannig fömm við með alla starfsemi Vöramiðstöðvar-
innar, Landflutninga, Samskipa sem og skrifstofur á einn og
sama stað. Það verður eitt af stóm verkefnunum í vetur.
Mun afkoma iyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Já, ég á ekki von á öðm.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu
ári og mun það ná settum markmiðum? Samskip
hafa verið að stækka mikið á þessu ári, bæði heima en þo
mest erlendis. Við settum okkur metnaðarfull markmið fynr
þetta ár, bæði hvað varðar vöxt og afkomu, og ekkert bendir
til annars en við náum þeim.
Telur þú að aðstæður í eftiahagslífinu batni eða versni
á árinu 2005? Eg er bjartsýnn maður og vona að þær
batni, en því miður er alls ekki útilokað að krónan veikist
nokkuð sem gæti gert þessa bjartsýni mína að engu.BU
„Umsvif í rekstri hafa aukist mikið á árinu, bæði á
bílasviði og vélasviði."
- Tr\'gg\i Jónsson, forstjóri Heklu.
TRYGGVI JÓNSSON
FORSTJÓRI HEKLU
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu
á árinu? An efa er það sú gerjun sem verið hefur a
ijármálamarkaðnum. Bæði viðskiptabankar og fjárfestinga-
bankar hafa eflst mjög, sem sést m.a. á því hvemig verð á
hlutabréfum í þeim hefur hækkað á árinu. Aukin áhersla a
erlendar fjárfestingar spilar hér ömgglega inn í, sérstaklega
hjá KB-banka.
Hver verða brýnustu verkefiii forstjóra í vetur? Stjórn-
endur fyrirtækja þurfa í vetur, eins og á öðmm árstíðum, að
152