Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 169

Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 169
hins vegar vín sem verður að vera til í vínbúðunum. Á meðan við höfum ríkiseinkasölu hér á landi eigum við að geta krafist þess að það úrval sem á boðstólum er í vínbúðunum spegli nokkuð fjölbreytileika vínheimsins. I stuttu máli, - að í boði séu helstu og áhugaverðustu víntegundir. I vínbúðunum eiga ekki aðeins að vera til ódýr „kjörbúðavín“ sem flest eru mjög svipuð. Ef þið finnið enn í hillum Heiðrúnar eða Vínbúðar- innar í Kringlunni Brundlmayer Ried Kaferberg Gruner Velt- liner, þá kaupið hana þó svo að flaskan kosti 2.760 krónur. Það er frábært að fá sér glas af þessu vandaða víni og hlusta á eitthvað fallegt eftir Mozart. Vonandi eigum við eftir að sjá meira úrval af Gruner Veltliner í vínbúðunum nú í vetur. Lamb Fátt er betra að hausti til en nýtt lambakjöt sem bragðbætt er með hvítlauk, timian, svörtum pipar og salti, - og svo auðvitað gott rauðvín. Eg hef tekið eftir því að nokkrar Cabernet Sauvignon víntegundir frá Ástralíu eiga einstaklega vel við með lambakjöti. Meðal þess sem hafa náð töluverðum vinsældum hér á landi að undanfömu, er Yellow Tail. Þetta em nokkuð óvenjulegir Ástralir. Við fyrstu kynni gætu þessi vín verið frá Kalifomíu. Þegar betur er að gáð koma þó hin áströlsku áhrif í ljós. YellowTail Cabemet Sauvignon er ljóm- andi lambakjötsvín. Ilmurinn er frískandi, má greina negul og myntu. Bragðið er þægilegt, léttkryddað, svartur pipar, beijasulta, súkkulaði og jafnvel sveskjur. Þetta vín er á góðu verði kr. 1.290, - sem sagt, góð kaup. Fyrr í greininni var minnst á vín frá Argentínu. Það er nefnilega einnig hægt að mæla með argentínska víninu Cat- ena Cabemet Sauvignon. Þetta er einkar ljúft vín og þægilegt, með fínlegu eikarbragði, - ljómandi vín með lambinu. Frábær Ástrali með lambakjöti er Hardy's Nottage Hill Cabemet Sauvignon Shiraz. Þetta er einkar þroskað vín og vel upp byggt. Eg vildi einnig benda á að það er hátíðlegt og aldeilis frábært að drekka kampavín með lambakjöti, einkurn og sér í lagi ef góð sósa er höfð með því. Bellinger Bmt Special Cuvee er kampavín sem engan svíkur. Þetta er vel þunt kampavín með frískandi bragði af grænum eplum, sítrónu og beijum. Villibráð Með villibráð bregðast Shiraz-vínin ekki. Þó ber að hafa í huga að mikill munur er á Shiraz-vlnum eftir þvi hvaðan þau koma. Ef vínið er af norðlægum slóðum er það meira kryddað, en af suðlægari slóðum og sólríkum er það aðeins sætara og meira beija- eða sultubragð. Gott vín sem sameinar þetta tvennt er Chateau Stg. Michelle Syrah frá Washington. Þetta er ágætis villibráðarvín, gott með hrein- dýri og gæs. Frönsku Rhone-vínin em auðvitað kjörin með villibráð. E. Guigal Corzes-Hermitage er slíkt vín, góður full- trúi Rhone-vínanna. Nokkrar tegundir frá Argentínu em ljóm- andi með villibráð. Þess má geta að Argentína er eitt mest spennandi vínlandið í dag. Búist er við að vínframleiðslan þar muni aukast um 30% á næstu ámm. Mest mun aukningin vera í litlum og meðalstómm fyrirtækjum. Vínáhugafólk ætti því að hafa augun á Argentínu á næstu ámm. Santa Ana Cabemet Sauvignon Capas Privadas er vín sem kemur ánægjulega á óvart. Þetta er höfugt vín með góðri eik, miklu berjabragði VÍNUMFJOLLUN SIGMARS B. og skemmtilega kryddað, hvítur pipar, negull, vanilla og smá tóbak. Þetta er gott vín með hreindýri og rjúpu. Með sjófuglum og jafnvel önd er hins vegar ljómandi að hafa Merlot. Yellow tail Merlot er skemmtilegur Merlot. Vínið er vel byggt, gott tanin, fallega dimmrautt á lit með góðu berja- og kryddbragði, til dæmis má greina í eftirbragð- inu sólber og kaffi. Með sjófuglum má einnig drekka hvítvín. Chardonnay með góðri eik og smjöri er frábært vín með svartfugli. Slíkt vín er Concha y Toro Amelia Chardonnay. Þetta vín er fallegt á litinn, ilmríkt og með þéttu bragði. Liturinn er grænleitur og af því er beija- og hunangsangan. Bragðið flókið; hunang, banani, sítróna og melóna. Ber 09 Súhhulaðl Gott súkkulaði, aðalbláber, bláber, jarðar- ber er eitthvað sem passar einstaklega vel saman. Góð súkkk- ulaðisósa eða súkkulaðimúss og fersk ber er góður eftirréttur. Með svona bragðmiklum eftirrétti er tilvalið að hafa hálfsætt kampavín. Lanson Ivory Label Demi-sec er kampavín á góðu verði. Vínið þarf að vera vel kælt, u.þ.b. 8°C. Vel á minnst; áður en matreiðslan hefst og sest er að borðum mæli ég með góðri gönguferð, - nú er rétti tíminn til að njóta haustlitanna. Eg get fullyrt við ykkur að þegar heim er komið smakkast vínið enn betur og maturinn er bragðmeiri og betri. Hll Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Hvítvín: Brundlmayer Ried Kaferberg Gruner Veltliner kr. 2.760 Concha y Toro Amelia Chardonnay kr. 2.250 Kampavín: Bollinger Brut Special Cuvee kr. 3.390 Lanson Ivory Label Demi-sec kr. 2.640 Rauðvín: AlmosMalbec kr. 1.290 Cutler Creek Shiraz Cabernet kr. 1.090 Yellow Tail Cabernet Sauvignon kr. 1.290 Catena Cabernet Sauvignon kr. 1.590 Hardy's Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz kr. 1.390 Chateau Stg. Michelle Syrah kr. 1.540 E Guigal Crozes-Hermitage kr. 1.990 Santa Ana Cabernet Sauvignon Capas Privadas kr. 1.280 Yellow Tail Merlot kr. 1.290 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.