Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 42

Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 42
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: JVoregsfor Ég vil byrja á því að þakka Ár- manni, og þó einkum formanninum, Jens Guðbjörnssyni, fyrir það traust, að fela mér svo vandasamt verk, að annast fararstjórn fimleikaflokks fé- lagsins í ferð þeirri, er farin var síðast- Jiðið sumar til Noregs. Svo var málum háttað, að við hjón- in vorum á ferðalagi um Norðurlönd síðari hluta júnímánaðar, og mættum við flokknum í Þrándheimi, en þar fór fram landsmót Norðmanna í fimleik- um, hið 16. í röðinni. Flokkurinn kom til Þrándheims með flugvél tveim dögum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir og olli það móttöku- nefndinni nokkrum erfiðleikum. En þrátt fyrir það voru móttökur og öll aðbúð með slíkum ágætum að ekki varð á betra kosið. Þannig var um okkur búið, að flokkurinn ásamt kenn- ara sínum, frú Guðrúnu Nielsen, bjó í þrem samliggjandi herbergjum á „Kasernen", sem er herskólabygging. Var snyrtilegt þar, en nokkuð var það utan við miðbæinn, en það kom ekki að sök. Þegar allir höfðu matazt og komið sér fyrir, var farið fram á að fá að skoða sýningarsvæðið og æfa þar. Var það auðsótt af hálfu Norðmanna, og munum við, sem í ferðinni voru, lengi minnast þriggja manna, þeirra Arne Wold, formanns nefndarinnar, Kare Botten, sem hafði með tæknileg atriði að gera, og Trygg Tönseth, sem sá um, að allir fengju nægju sína af NOREGSFARARNIR. Fremri röð jrá v.: Elínbjörg Snorradóttir, Helga Helgadóttir, Helga Nielsen, Hulda Haraldsdóttir, Kristín Helgadóttir. Aftari röð frá v.: Margrét Kristjánsdóttir, Halldúra Friðriksdóttir, Sigriður Ölafsdóttir, Jónina Tryggvadóttir, Sigríður Ingadóttir og Þóra Sumarliðadóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Jónsdóttur. mat. Það var ekki aðeins að þeir stæðu fullkomlega í stöðu sinni, heldur var eins og þeir ættu í okkur hvert bein, svo alúðlegir voru þeir og umhyggju- samir um okkar hag. Við fengum að æfa eins og við ósk- uðum eftir, komið var fyrir slám, sér- staklega fyrir okkur, og sérstakt hátal- arakerfi var sett upp, svo að eitthvað sé nefnt. En nú skal ég víkja nánar að mótinu sjálfu og þátttöku okkar í því. Eins og venja er hjá Norðmönnum, fór setning mótsins fram með hátíðar- brag. Allir sýningar- og keppnisflokk- ar mótsins gengu í skrúðgöngu í gegn- um bæinn til leikvangsins að Lerken- dal, og fóru gestir mótsins, frændur okkar, Svíar, Danir og Finnar, ásamt okkur næst á eftir fánaborg og leiðtog- um fimleikafélaganna í Halden og Þrándheimi, en Fridrikshalds Turn- forening frá Halden stóð fyrir mótinu síðast 1954. Þegar fylkingarnar höfðu raðað sér upp, voru flutt nokkur ávörp og þjóðsöngvar gestaþjóðanna leiknir, en síðan hófust sýningar. Fyrst sýndi karlaflokkur fjögur hundruð cldri manna. Þegar ég sá þennan og aðra stóra flokka kvenna og karla, með um og yfir eitt þúsund þátttakcndum, sýna æfingar sínar taktfast og öruggt með Sigurður Guðmundsson 42 Armann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.