Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 7
MORGUNN
85
kaffibolla eða spilum. Þessi hjálpartæki virðast notuð til
þess að koma sjáandanum i það ástand, að honum birtist
þessar sýnir, fremur en að hann sjái þetta beinlínis í
kristallinum eða spilunum, enda þótt svo sé venjulega til
orða tekið.
5. Ósjálfráð skrift (automatic writing) er algengt fyr-
irbæri. Hönd þess, sem þannig skrifar, hreyfist ósjálfrátt
og oft með afar miklum krafti og hraða, eins og þeir
bezt vita, sem sjálfir hafa reynt eða horft á þessi fyrir-
bæri. Þannig skrifa menn oft iöng bréf, og jafnvel heilar
bækur hafa verið ritaðar ósjálfrátt. I þessu sambandi er
einkennilegt, að rithöndin breytist oft gjörsamlega og
verður furðulega lík rithönd þess látna manns, er telur
sig stjórna hönd ritandans hverju sinni. Skylt ósjálfráði'i
skrift er hið svonefnda ,,andaglas“ og ,,andaborð“, sem
margir kannast við og ég sé ekki ástæðu til að lýsa sér-
staklega.
6. Huglœkningar (spiritual healings). Ýmsir menn eru
gæddir þeim hæfileika að geta skynjað án venjulegrar að-
stoðar skynfæranna, hvað að sjúkiingi gengur, hvaða lif-
færi sé sjúkt og hvernig og hvaða orsakir hafi einkurn
valdið því, að sjúkdómurinn tók að grafa um sig. Svo
snjallir hafa sumir miðlar reynzt í þessum efnum, að
læknar, eftir að hafa gengið úr skugga um þessa hæfi-
leika, hafa fengið slíka miðla sér til aðstoðar við grein-
ingu sjúkdóma. Aðrir virðast hafa í sér búandi dulrænan
mátt til lækninga bæði líkamlegra meina og ýmissa teg-
unda geðsjúkdóma og taugasjúkdóma. Sumir þessara
manna telja sig hafa samband við framliða lækna, sem
eftir beiðni þeirra framkvæma lækningar á sjúku fólki.
Um þetta hefur allmikið verið rætt og ritað hér á landi
á siðari árum, meðal annars í sambandi við frú Margréti
frá öxnafelli, Ólaf Tryggvason á Akureyri o. fl.
7. Hreyfifyrirl>æn (telekinesis). Þessi fyrirbæri, eins
og einnig líkamningafyrirbærin og raunar nokkur fleiri,
eru að því leyti ólík ESP fyrirbærum, að menn skynja