Morgunn - 01.12.1964, Page 15
MORGUNN
93
innar og ESP og Super ESP fyrirbæra, bendi til þess,
að þar megi finna skýringar á mörgum sálrænum fyrir-
bærum. Miðill muni geta sótt efnið í þær persónur, sem
hann lýsir, í undirvitund annarra iifandi manna fyrir fjar-
hrif og skapað þær að öðrum þræði úr þeim eftirvænt-
ingum og hugsunum, sem fylla hugi þeirra, sem miðils-
fundina sitja hverju sinni. Ekki skal því neitað, að eitt-
hvað sé rétt í þessu, að því er snertir einstök tilfelli. Hins
vegar er árangurinn af tilraunum hinna ágætustu vísinda-
manna varðandi fjarhrif og undirvitund svo ófullkominn,
og þær tilraunir mistakast svo oft og eru slíkum erfið-
leikum bundnar, að það verður að teljast fjarri öllum
sanni, að réttmætt sé að halda fram, að fjarhrif ein og
undirvitund manna geti verið nein allsherjar skýring á
dulrænum fyrirbærum í heild, enda mun vart nokkur
ábyrgur vísindamaður haida því fram í fuliri alvöru.
Loks er að geta þeirra andmæla gegn kenningum spirit-
ista, sem komið hafa fram af hálfu margra ágætra lækna.
Þeir segja, að reynslan sýni, að sambandið á milli með-
vitundarlífsins og mannsheilans sé svo náið, að ósenni-
iegt verði að teijast, að persónuleiki mannsins lifi af lík-
amsdauðann, eða sé nokkur til sem sjálfstæður veruleiki,
heldur aðeins framkvæmi heiians. Vissulega er samband
sálarinnar og heilans náið í þessu lífi, en af því er þó
ekki varlegt að draga þá ályktun, að sálin sé ekki til.
Það er einnig æði náið samband á milli hljóðfærisins og
snillingsins, sem á það leikur. Og ef hljóðfærið bilar,
ýmsar nótur þess þagna, eða stilling strengjanna fer í
ólag, svo að þeir verða falskir, eða hljóðfærið eyðileggst
með öilu, þá getur snillingurinn að sjálfsögðu ekki leikið
á það rétt lag. Og slitni hver strengur, þagnar það með
öllu. En er slíkt nokkur sönnun fyrir því, að snillingur-
inn, sem á það lék, sé hættur að vera til?
L