Morgunn - 01.12.1964, Side 23
M O R G U N N 101
kvæmlega fimm mínútur yfir hálffimm, og úti var komið
ofsaveður og regnið lamdi rúðurnar.
Stundum trúa menn á aðvaranir þegar í stað og haga
sér samkvæmt því. Konu nokkra í Maryland dreymdi, að
hún sá son sinn, lítinn snáða, í fylgd með tveim skáta-
drengjum á leið að síki einu þar skammt frá. Þykir henni
drengurinn detta í síkið og di’ukkna. Þegar hún kemur út
um morguninn, sér hún tvo skátadrengi sitja á garðflöt-
inni. Hún þekkti þegar, að það voru sömu skátarnir og
hún hafði séð í draumnum, enda þótt þeir væru henni
ókunnugir að öðru leyti. Og án þess að hafa nokkur um-
svif sagði hún við þá: ,,Ég læt ekki drenginn minn fara
fet út úr húsi í dag.“
Fyrir kemur, að forvitranir orka svo sterkt á menn,
að þeir eru knúðir til þess að gera ráðstafanir tafarlaust.
I fyrri heimsstyrjöldinni bjó kona nokkur í Kaliforníu,
en maður hennar var þá fyrsti vélstjóri á gufuskipi, og
höfðu þau hjónin ekki sézt í þrjá mánuði. Þá fær konan
orðsendingu um að koma til Philadelphiu og hitta þar
mann sinn. Fór hún þangað þegar í stað og gaf sig fram
á skrifstofu skipafélagsins. Þar var henni sagt, að skipið
mundi leggja að bryggju nr. 101 klukkan fjögur næstu
nótt. Konan kveðst hafa farið í bað um kvöldið, þvegið
hárið og verið háttuð um hálftíu-leytið. Um nóttina
dreymir hana, að skipið hefur komið og farið, án þess að
hún vissi af.Var það komið á leið til Indlands, og þegar
það átti eftir þangað um þrjátíu stunda siglingu, er því
sökkt. af kaí'báti, en allir komust lífs af — nema maður-
inn hennar. Við þenna draum vaknaði hún klukkan hálf-
fjögur um nóttina.
Síðan segir konan frá á þessa leið: ,,Ég klæddi mig á
augabragði, vafði klút um hálfblautt hárið, lét vökumann-
inn á hótelinu útvega mér leigubíl og ók í spretti niður
á bryggju nr. 101. Þá var skipið að leggja að. Ég greiddi
bílstjóranum 10 dali og bað hann að bíða mín, komst
fram hjá hliðvérðinum og hljóp í einum spretti niður að