Morgunn - 01.12.1964, Side 32
110
MORGUNN
vatn nokkurt æði langt í burtu. Þangað fór þessi stúlka
á bílnum sínum, sem raunar var gamalt hró, og hafði
með sér fjóra farþega. Hún var dálítið rög við að takast
á hendur svo mikla ábyrgð, en það reið baggamuninn,
að Anna vinkona hennar, sem var kunnug leiðinni, ætl-
aði að verða henni samferða. Nótt.ina áður en lagt var
af stað, vaknaði kennslukonan unga við vondan draum.
Hún þóttist aka á bíl sínum eftir þjóðvegi og Anna rétt
á undan henni í sínum bíl. Brátt tók vegurinn að versna.
Var farið niður bratta brekku, sem endaði í gilskoru, en
síðan þverbeygt rétt undir hamraveggnum handan gilsins.
Þegar þangað kom, þóttist hún finna sviðalykt og höml-
ur bílsins hættu að starfa. Við það vaknaði hún.
Um leið og hún kom á fætur, sagði hún fólkinu draum
sinn og að hún ætlaði ekki að bragða morgunmat, fyrr
en hún fengi að vita, hvað taka ætti til bragðs, ef bíl-
hömlur ofhitnuðu. Að þessu var brosað. En hún fór rak-
leitt til nágranna síns, sem sagði henni, að ef hömlur bil-
uðu, yrði að láta vélina sjálfa hamla og taka öfugt í.
Ferðin gekk ágætlega fyrsta klukkutímann og hún lét
önnu ráða ferðinni. En þá tók vegurinn að versna og
mjókka, svo ekki var unnt að snúa við, og að' lokum lá
hann niður snarbratta brekku, en við rætur hennar þver-
hnýptur hamraveggur og varð þar að snarbeygja til að
forða árekstri. Þegar komið er neðarlega í brekkuna,
finnur hún allt í einu sviðalykt og um leið bila hömlurn-
ar. En þá var hún fljót að nota það ráð, sem hún hafði
fengið um morguninn, að láta sjálfa vélina hamla, og
þannig tókst henni að ná hinni kröppu beygju, án þess
að nokkurt óhapp henti.
Það kom í ljós á eftir, að Anna hafði villzt og valið
skakka leið. En hér var það draumurinn og þær varúðar-
ráðstafanir, sem hann leiddi til, sem að öllum líkindum
komu í veg fyrir slys.
Fyrir kemur það, að mann dreymir fyrir atviki, sem
litlu skiptir, og reynir síðan að gamni sínu að vita, hvort